Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Síða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. september 2005
Seljum Gaflarann
til styrktar augndeild St. Jósefsspítala
Lionsklúbbur Hafnarfjarðar
Hefur selt Gaflarann frá 1999!
30. sept. - 2. okt.
Verð á merki aðeins 500 kr.
Berum stolt Gaflarann
til styrktar góðu málefni
©
H
ön
nu
na
rh
ús
ið
–
0
50
9
Að eiga barn á grunnskólaaldri
krefst mikils af foreldrum. Það
er að ýmsu að hyggja. Vænt-
ingar okkar til barna
okkar eru oft miklar og
við leggjum oft á þau
þungar byrðar, t.d.
hvað varðar gæslu á
yngri systkinum og
fleiri „skylduverka“ á
heimilinu auk náms,
íþrótta- og félagsstarfa.
Öflug tenging heim-
ila og skóla eru nauð-
synleg. Ein helstu rök-
in fyrir því að foreldrar
tengist skólum náið byggjast á
niðurstöðum fjölda rannsókna að
þátttaka foreldra og áhugi hafi
veruleg áhrif á námsgengi barna.
Foreldrum er annt um að börn
sín taki framförum í námi og
foreldrar þurfa einnig að fá að
vita hvaða forsendur liggja að
baki þegar frammistaða barna
þeirra er metin.
Hver sem bakgrunnur foreldra
kann að vera er samstarf við þá
auðlind sem Áslandsskóli hefur
allt frá upphafi talið skynsamlegt
að virkja. Nauðsynlegt er að
slíku samstarfi séu sett skýr
markmið og það einkennist af
trausti, bjartsýni og virðingu.
Þannig skapar það verulega
möguleika á að hafa jákvæð
áhrif á skólastarfið.
Þó svo að kennari sé að jafnaði
einn með nemendum í kennslu-
stofunni fer því fjarri að það sem
þar gerist sé einkamál hans. Allt
skólasamfélagið ber sameigin-
lega ábyrgð á árangri kennsl-
unnar.
Umhyggja, áhugi og
virk þátttaka foreldra í
námi barna eru bráð-
nauðsynleg atriði til
að árangur verði fram-
úrskarandi. Því hefur
þátttaka foreldra í
menntandi og þrosk-
andi viðfangsefnum á
heimilinu og í skól-
anum mikil áhrif á
námsárangur barna.
Það að t.d. lesa með eða fyrir
börnin, sjá þeim fyrir bókum,
sækja fundi er tengjast námi
þeirra og starfi í skólanum ásamt
þátttöku í námsferðum eru allt
hlutir sem hægt er að finna sig í.
Þátttaka í skólakynningum, nám-
skeiðum sem boðið er uppá eða
einfaldlega að merkja við í lestr-
arbókina, allt hefur þetta áhrif til
betri vegar.
Það er því nauðsynlegt, nú í
upphafi skólaárs, að við foreldrar
lítum í eigin barm og skoðum
hvort við sýnum námi barna
okkur nægilegan áhuga. Áhuga
sem fleytt gæti nemendum upp
brattar brekkur á námsferlinum.
Öll höfum við mikið að gera við
að færa bjargir í bú en það má
ekki hafa þau áhrif að við
gleymum að rækta það dýr-
mætasta sem við eigum.
Höfundur er skólastjóri.
Sýnum námi barna
okkar áhuga
Leifur S.
Garðarsson
Nú þegar ljóst er að Síminn
hefur verið seldur fyrir yfir 60
milljarða vakna spurningar
hvernig þeim fjár-
munum skuli varið. Jú
ríkisstjórn íhalds og
framsóknar hefur gefið
frá sér yfirlýsingar um
hvernig þeim fjármun-
um skuli varið.
Ekki er að sjá að eldri
borgarar séu hátt skrif-
aðir á þeim fram-
kvæmdalista. Þeir eru
þó stór hluti kjósenda
þessa lands og sá hópur fer
vaxandi. Ekki króna til hagsbóta
fyrir eldri borgara er þar sjáanleg.
Fólkið er skóp þess fjármuni með
atorku og tæknikunnáttu sinni að
langmestu leyti og er að fara á
eftirlaun flestir hverjir í dag. Nei
það er ekki króna til þessa fólks
hjá ríkistjórn íhalds og fram-
sóknar, hvað með fjármagn til
hjúkrunarheimili fyrir aldraða
sem sárlega vantar ekki síst í
Suðvesturkjördæmi.
Við skulum einnig minnast þess
að 10 þúsund eldri borgarar eru
með innan við 110 þúsund kr. til
framfærslu sinnar á mánuði og af
því eru að sjálfsögðu skattar
teknir, hvað verður þá eftir?
Það væri fróðlegt ef ríkistjórn-
arflokkarnir gætu gefið þessu
fólki uppskrift að því hvernig þeir
gætu lifað af innan við
100 þúsund kr. á
mánuði.
Það er einnig at-
hyglisvert að sjá þá
aðila sem komið hafa í
dagsljósið undanfarna
daga og tala um að
ekki megi auka laun
eða kjarabætur til
handa launþegum,
þetta er oft á tíðum
sama fólkið og er með nokkur
hundruð þúsund kr. í mánaðar-
laun, geta þessir aðilar talist
sannfærandi í sínum málflutn-
ingi? Ég held varla.
Er ekki enn og aftur nauðsyn-
legt að eldri borgarar og laun-
þegar á þessu landi hugsi
alvarlega sinn gang og veiti þeim
atkvæði sitt hvort sem er í sveitar-
stjórnarkosningum eða alþingis-
kosningum er raunverulega eru
tilbúnir að auka velferð fólksins í
landinu. Þar er Samfylkingunni
fyrst og fremst treystandi til góðra
verka.
Höfundur er vararþingmaður
Samfylkingar í Suðvesturkjör-
dæmi.
Jón Kr.
Óskarsson
Aldraðir ekki
inni í myndinni