Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. september 2005
Fjarðarskór – Firði • sími 555 4420
4.990,-
áður 6.490,-
Litir: brúnir og svartir
stærðir 36-46
4.990,-
áður 9.990,-
Litir: Hvítir og brúnir
stærðir 36-41
HELGARTILBOÐ
frá fimmtudegi til laugardags
Ólæti,
innbrot
og
íkveikja
Um helgina voru talsverðar
annir í umdæmi lögreglunnar í
Hafnarfirði. Á laugardagskvöld-
ið var fjölmennur dansleikur í
íþróttahúsinu Kaplakrika og
þurftu lögreglumenn að hafa
allmikil afskipti af gestum þar.
Þá var einnig kvartað yfir hávaða
og ólátum í samkvæmum í
heimahúsum, bæði á föstu-
dagskvöldinu og laugardags-
kvöldinu.
Á föstudagskvöldið var brotist
inn í vídeoleigu á Hvaleyrarholti.
Nokkru síðar um nóttina voru 6
ungmenni handtekin, grunuð um
innbrotið. Þau hafa nú viður-
kennt og telst málið að mestu
upplýst.
Aðfaranótt mánudags var
tilkynnt um innbrot í sölutun við
Dalshraun og einnig í Öldu-
túnsskóla. Í Öldutúnsskóla höfðu
þjófarnir gert sér það að leik að
kveikja í bókum í einni kennslu-
stofunni. Eldvarnarkerfi gerði
strax viðvart og kom slökkvilið á
staðinn og réði niðurlögum
eldsins. Þessi mál eru í rannsókn.
Átta ökumenn voru kærðir
vegna gruns um ölvun við akstur.
Einn þeirra hafði lent í árekstri
og annar var mældur á 126 km
hraða á Reykjanesbraut.
Tólf umferðaróhöpp voru
tilkynnt til lögreglunnar þessa
helgi. Öll slysalaus.
Auk þessa hafði lögreglan
afskipti af 36 ökumönnum vegna
umferðarlagabrota, þar af 22
vegna hraðaksturs
Orðið við
óskum íbúa
Gerðar hafa verið tvær hraða-
hindranir í Klukkuberginu skv.
óskum íbúanna sem hafa verið
ósáttir við glannaakstur um
götuna. Auk þess verður komið
fyrir fleiri merkingum um há-
markshraða auk þess sem þrengd
verður aðkoma frá golfvellinum í
Garðabæ niður á Holtabergið.
Það skýtur kannski skökku við
að setja hraðahindrun í íbúagötu
sem er botngata en staðreyndin
er víst sú að það eru íbúarnir
sjálfir sam aka hraðast í flestum
tilfellum í sínum götum.
Unnið við gerð hraðahindrana
í Klukkuberginu.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Ekið var yfir mink á Fornu-
búðum við Óseyrarbryggju og
lá hann þar í blóði sínu á vegin-
um sl. mánudagskvöld.
Minkar eru ekki algeng sjón
hér í bænum en ekki óalgengt að
þeir leiti á hafnarsvæði í ætis-
leit.
Ekið yfir mink við
Óseyrarbryggju
Dróttskátar og foringjar í
Hraunbúum fóru á sunnudag í
Adrenalínbrautina á Nesjavöll-
um en þar hefur verið komið
upp svokallaðri hábraut þar
sem menn ferðast um
þrautabrautina langt frá jörðu.
Því reynir á hugrekkið og þó
allir séu vel tryggði í böndum er
ekki alltaf auðvelt að stíga
síðasta skrefið upp á staurinn en
gleðin og stoltið því meira.
Skátastarfið í Hraunbúum er
öflugt um þessar mundir á 80
ára afmælisári félagsins og
foringjar og dróttskátar eru iðnir
við að þjappa hópnum saman
með ýmsum uppátækjum. Ljós
m
.:
S
m
ár
i G
uð
na
so
n
Fulltrúum Íslandsbanka var
boðið í hádegisverð á Sólvang í
þakklætisskyni fyrir borð og
stóla sem bankinn gaf í
fjölnotasal Hjúkrunarheimilisins
Sólvangs en ýmsir aðilar hafa
veitt Sólvangi styrk svo salurinn
yrði að veruleika en hann hefur
gjörbreytt allri aðstöðu fyrir
heimilisfólk.
Gáfu stóla og borð
Íslansbanki styrkir Sólvang
F.v. Sigþrúður Ingimundardóttir, hjúkrunarforstjóri, Linda Óskarsdóttir, af-
greiðslustjóri Íslandsbanka, Pétur Jónsson, heilbrigðisráðuneyti, Erna Fríða
Berg, forstjóri, Viðar Þorsteinsson, viðskiptastjóri Íslandsbanka, Gunnar
Valtýsson yfirlæknir og Gunnlaugur Sveinsson, útibússtjóri Íslandsbanka.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Skátar hátt uppi
Adrenalínið braust fram
Kannski má
finna krækiber
Sennilega hefur næturfrostið
skemmt flest bláber en kannski
má enn ná sér í krækiber sem
mikið er af í hraununum hér í
kring.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n