Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Page 7

Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Page 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 22. september 2005 Sameiningarkosningar HAFNARFJÖRÐUR — VATNSLEYSUSTRANDARHREPPUR Þann 8. október 2005 fara fram kosningar um sameiningu sveitarfélaga víða um land. Kosning- arnar byggja á lokatillög- um nefndar um samein- ingu sveitarfélaga sem félagsmálaráðherra skip- aði í desember 2003. Markmiðið með nefndar- starfinu var að leggja fram tillögur um breytingar á sveitafélagaskipan með hliðsjón af breytingum á verkaskiptingu hins opin- bera sem miðuðu að því að hvert sveitarfélag myndaði heildstætt atvinnu- og þróunarsvæði. Lokatillög- ur nefndarinnar voru birt- ar í skýrslu sem gefin var út í mars 2005. Eftir athugun á vilja íbúa Vatnsleysustrandarhrepps kom í ljós að meiri vilji virtist vera fyrir að sveitar- félagið sameinist Hafnar- fjarðarbæ en öðrum sveit- arfélögum á Suðurnesjum þrátt fyrir að hreppurinn hafi átt umtalsvert sam- starf við sveitarfélögin á Suðurnesjum í gegnum Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Nefnd- in ákvað að fylgja niður- stöðum könnunarinnar og lagði til að efnt yrði til kosninga um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatns- leysustrandarhrepps. Samstarfsnefnd um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar- hrepps lét ráðgjafafyrir- tækið PARX gera grein- ingu á núverandi stöðu mála í sveitarfélögunum tveimur, málaflokk fyrir málaflokk, til að leggja grunn að samanburði og að draga upp mynd af lík- legri þróun mála ef af sam- einingu verður. Niðurstöður hafa verið kynntar og geta íbúar og aðrir sem áhuga hafa á skoðað skýrsluna á heima- síðum Hafnarfjarðar og Voga. Einnig liggur skýrsl- an frammi á hreppsskrif- stofunni í Vogum og í Þjónustuveri Hafnarfjarð- arbæjar. Hvers vegna? Greiningarskýrsla aðgengileg á netinu Kynningarrit vegna kosninga um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps 8. október 2005 www.hafnarfjordur.is www.vogar.is Kíktu í heimsókn! Laugardaginn 24. september verður boðið upp á kynnisferðir í Vatnsleysustrandarhrepp og í Hafnarfjörð. Kl. 11.00 er íbúum Hafnarfjarðar boðið í kynnisferð í Vatnsleysustrandarhrepp og fer rútan frá Ráðhúsinu. Kl. 14.00 er íbúum Vatnsleysu- strandarhrepps boðið til Hafnarfjarðar og fer rútan frá íþróttamiðstöðinni. Íbúar eru beðnir um að skrá sig í ferðina í símum 585 5500 og 524 6660 fyrir kl. 15 á föstudag. Fundir með íbúum Kynningarfundir um kosti og galla sameiningar Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps Miðvikudaginn 28. september verður haldinn kynningarfundur fyrir íbúa Hafnarfjarðar, fundurinn er í Hafnarborg og hefst kl. 20. Fimmtudaginn 29. september verður haldinn kynningarfundur fyrir íbúa í Vatnsleysustrandarhreppi, fundurinn verður í Stóru-Vogaskóla og hefst kl. 20. Íbúar eru hvattir til að mæta á fundina. Hafnarfjörður Vatnsleysustrandarhreppur Kálfatjarnarkirkja og golfvöllurinn Kálfatjarnarvöllur Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.