Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Qupperneq 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. september 2005
Sveitarfélögin Vatnsleysu-
strandarhreppur (Vogar) og
Hafnarfjarðarbær hafa að-
liggjandi sveitarfélaga-
mörk og segja má að sú
staðreynd sé frumforsenda
þess að unnt er að skoða
þennan sameiningarmögu-
leika. Þannig væri ekki
útilokað að án samein-
ingar gæti næsta bygg-
ingahverfi Vatnsleysu-
strandarhrepps verið í
Hvassahrauni og legið að
Hafnarfirði.
Formlegt samstarf um
rekstur verkefna er ekki til
staðar í dag en nokkuð er
um að fólk búsett í Vatns-
leysustrandarhreppi starfi
á höfuðborgarsvæðinu. Þá
hefur nokkur hluti þeirra
nýju íbúa sem flutt hafa í
sveitarfélagið á sl. árum
komið frá Hafnarfirði.
Ályktanir um skipulag
og fyrirkomulag stjórnsýslu
og þjónustu í sameinuðu
sveitarfélagi byggja á
ákveðnum forsendum sem
rétt er að gera grein fyrir.
Þær eru:
1. Íbúar Hafnarfjarðar eru all-
nokkuð fleiri en íbúar Vatns-
leysustrandarhrepps. Skipulag
stjórnsýslu og þjónustu í
sveitarfélaginu er með þeim
hætti að ekki er nauðsynlegt
að breyta miklu þótt íbúum
fjölgi umtalsvert. Það þykir
því eðlilegt að álykta að
skipulag stjórnsýslu Hafnar-
fjarðar verði ráðandi ef af
sameiningu verður.
2. Vatnsleysustrandarhreppur er
nægilega fjölmennur til að
bera umtalsverða nærþjón-
ustu, þ.m.t. skóla og leik-
skóla. Það er því ekki ástæða
til að ætla að slíkir þjónustu-
þættir taki nokkrum
breytingum. Íbúum fer að
auki fjölgandi og mun að
óbreyttu halda áfram að
fjölga.
3. Gert er ráð fyrir áframhald-
andi fjölgun íbúa á svæðinu í
heild.
4. Gert er ráð fyrir að önnur
mörk, s.s. mörk heilsugæslu
og löggæsluumdæma, verði
samræmd nýjum sveitar-
félagamörkum ef af samein-
ingu verður.
5. Bráðabirgðaákvæði í lögum
kveða á um að sameining taki
ekki gildi fyrr en eftir næstu
sveitarstjórnakosningar þ.e. í
maí 2006.
Forsendur stjórn-
sýslu og skipulags
Við sameiningu sveitar-
félaganna Hafnarfjarðar og
Vatnsleysustrandarhrepps
yrði til um 23.000 manna
sveitarfélag í örum vexti.
Heildarflatarmál sveitar-
félagsins yrði 307 km².
Bættar
almenningssamgöngur
Segja má að Hafnarfjörð-
ur og Vatnsleysustrandar-
hreppur séu nú þegar hlutar
sama atvinnusvæðis, eða að
minnsta kosti að veruleg
skörun sé milli atvinnu-
svæða þessara staða. Við
sameiningu myndu almenn-
ingssamgöngur milli stað-
anna batna og atvinnu-
svæði þeirra endanlega
renna saman. Áherslur í
skipulagi og uppbyggingu
byggðar, atvinnu- og hafn-
arsvæða myndu miðast við
að byggðarkjarnar þróist
hver í áttina að öðrum.
Hagstæð
mannfjöldaþróun
Mannfjöldaþróunin á
svæði Vatnsleysustrandar-
hrepps undanfarið, auk al-
mennrar þróunar búsetu á
SV-landi bendir til þess að
áframhald verði á uppbygg-
ingu á svæðinu. Erlendis
hefur þróunin víða verið sú
að ungt fólk sækir í búsetu
inni í borgum en fjölskyldu-
fólk sækir í úthverfi eða
nærliggjandi byggðir og
ferðist til og frá vinnu í
borgunum. Þessarar þróun-
ar gæti einnig á Íslandi sem
ýtir undir frekari fjölgun
bæði í Hafnarfirði og í
Vatnsleysustrandarhreppi.
75 íbúar á km²
Nýtt sveitarfélag yrði 307 km²
Ef frá er talin staða eins
sveitarstjóra er ólíklegt að
stöðugildum fækki í sam-
einuðu sveitarfélagi vegna
sameiningarinnar. Líklegt er
þó að eðli einhverra starfa
breytist. Þannig má ætla að
störf starfsmanna í þjón-
ustuveri í Vogum verði ólík
þeim störfum sem eru á
hreppsskrifstofum Vatns-
leysustrandarhrepps í dag.
Ef til fækkunar stöðugilda
kemur mætti að gera það í
gegnum náttúrulega starfs-
mannaveltu, þ.e. með því
að endurráða ekki í störf
starfsmanna sem láta af
störfum, t.d. sökum aldurs.
Starfsmannamál
Ólíklegt að stöðugildum fækki
VATNSLEYSUSTRANDARHREPPUR
Vogar
HAFNARFJÖRÐUR
GRINDAVÍK
REYKJANESBÆR
GARÐUR
ÖLFUS
KÓPAVOGUR
KÓPAVOGUR
REYKJAVÍK
GARÐABÆR
ÁLFTANES
SELTJARNARNES
HAFNAR-
FJÖRÐUR
Yfirstjórn
og rekstur
Kjörnir fulltrúar í sveitar-
stjórn hins sameinaða sveit-
arfélags yrðu 11 og í bæjar-
ráði myndu eiga sæti 5 full-
trúar eins og nú er í Hafn-
arfirði. Fulltrúum í nefnd-
um á svæðinu myndi fækka
verulega, enda yrðu nefnd-
ir sveitarfélaganna tveggja
sameinaðar. Fjöldi fulltrúa
sveitarfélaganna tveggja í
nefndum og stjórnum í
samstarfi við önnur sveitar-
félög og fyrirtæki héldist
að mestu óbreyttur.
Stóru-Vogaskóli fremst á myndinni og efst má sjá íþróttahúsið og
sundlaugina.
Svipmynd úr Vogum
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
K
yn
ni
ng
ar
rit
v
eg
na
s
am
ei
ni
ng
ar
hu
gm
yn
da
V
at
ns
le
ys
us
tr
an
da
rh
re
pp
s
og
H
af
na
rf
ja
rð
ar
—
S
am
ei
ni
ng
ar
ne
fn
d
H
af
na
rf
ja
rð
ar
o
g
Va
tn
sl
ey
su
hr
ep
ps
H
ön
nu
n,
v
in
ns
la
o
g
dr
ei
fin
g:
F
ja
rð
ar
pó
st
ur
in
n
/ H
ön
nu
na
rh
ús
ið
.