Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Page 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. september 2005
Sameiningarkosningar
laugardaginn 8. október 2005
Hafnarfjörður og Vatnsleysustrandarhreppur
Kjörfundur hefst kl. 9.00 og stendur til kl. 20.00.
Í Hafnarfirði verður kosið í 8 kjördeildum á einum stað - Íþróttahúsinu á Strandgötu.
Í Vatnsleysustrandarhreppi er kosið í einni kjördeild í Stóru-Vogaskóla.
Kjörskrá mun liggja frammi í Þjónustuveri Hafnarfjarðar og
á hreppsskrifstofunni í Vogum frá og með 28. september
Kjörstjórn Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps.
Hið sameinaða sveitar-
félag yrði sjálfbært um veit-
ingu allrar þeirrar þjónustu
sem sveitarfélögum er skylt
að veita, þar með talið alla
sérfræðiþjónustu vegna
félags-, fjölskyldu- og
fræðslumála.
Innan stjórnsýslunnar
væri starfandi net sérfræð-
inga með umtalsverða sér-
hæfingu hver á sínu sviði.
Munurinn yrði mestur fyrir
Vatnsleysustrandarbúa sem
nú búa við aðkeypta þjón-
ustu á mörgum sviðum.
Möguleikar á að veita
sérfræðiþjónustu á heima-
svæði íbúa Vatnsleysu-
strandarhrepps yrðu mun
meiri en nú er. Skólastjóri,
leikskólastjóri, kennarar og
annað sérhæft starfsfólk í
Vatnsleysustrandarhreppi
fengi aðgang að faglegu
samstarfsneti og nyti góðs
af samskiptum við aðra í
sambærilegum stöðum,
faglega yfirmenn, þróunar-
fulltrúa og fleiri.
Með tímanum má því
gera ráð fyrir að bætt verði
við leikskólarými í Vogum,
grunnskólinn verði stækk-
aður og önnur þjónusta á
svæðinu verði aukin.
Bókasafnið í Vogum
myndi ganga inn í sam-
starfið við Kópavog, Garða-
bæ og Álftanes, auk sam-
starfsins um Landskerfi
bókasafna, sem myndi gefa
íbúum Vatnsleysustrandar-
hrepps stóraukinn aðgang
að bókakosti.
Með bættum almenn-
ingssamgöngum við Hafn-
arfjörð myndi skapast raun-
hæfur kostur fyrir þá íbúa
Vatnsleysustrandarhrepps
sem ekki hafa aðgang að
bíl á að sækja þjónustu til
Hafnarfjarðar. Má þar
nefna bókasafn og tón-
listarskóla. Nemendur sem
kjósa að sækja tónlistarnám
til Reykjanesbæjar munu
áfram eiga þess kost ef tekið
er mið af núverandi stefnu
Hafnarfjarðar í þessum mál-
um.
Þjónusta nýs sveitarfélags
Munurinn mestur fyrir íbúa Vatnsleysustrandarhrepps
Skipulag stjórnsýslu hins
sameinaða sveitarfélags
myndi að mestu byggja á
skipulagi Hafnarfjarðar-
bæjar. Dreifstýringarskipu-
lag það sem tekið hefur
verið upp í Hafnarfirði
hentar vel til að takast á við
þau úrlausnarefni sem sam-
einingin hefur í för með sér,
t.d. hvernig tryggja megi
þjónustustigið í Vatnsleysu-
strandarhreppi.
Aðalbækistöðvar sam-
einaðs sveitarfélags yrðu í
Hafnarfirði. Þar væri meg-
inhluti starfsemi sveitar-
félagsins og aðsetur sveit-
arstjóra og sveitarstjórnar.
Þar yrði, sem nú, rekið
öflugt þjónustuver.
Minna þjónustuver yrði
starfrækt í Vogum. Þar væru
starfandi a.m.k. 2 þjónustu-
fulltrúar sem tækju á móti
öllum erindum íbúanna og
kæmu þeim í hendur réttra
aðila í bæjarkerfinu. Náið
samstarf yrði milli þjón-
ustuveranna tveggja. Í
Vogum yrði einnig aðstaða
fyrir starfsmenn sveitar-
félagsins með bækistöð í
Hafnarfirði til að funda
með íbúum í þessum hluta
sveitarfélagsins þegar þörf
krefði. Stjórnendur og sér-
fræðingar yrðu flestir stað-
settir í Hafnarfirði, en
mögulegt væri að búa
stjórnendum sem búsettir
væru í Vogum eða ná-
grenni starfsstöð þar. Hugs-
anlegt er einnig að sértæk-
um verkefnum, t.d. varð-
andi fjármálastjórnun, yrði
fundinn staður í Vogum.
Lögð yrði aukin áhersla á
þróun 24 tíma stjórnsýslu á
vefgátt til að minnka áhrif
fjarlægða á aðgengi íbú-
anna. Gera má ráð fyrir að
vefgátt og aukna rafræna
stjórnsýslu megi nýta til að
mæta aukinn þjónustuþörf
vegna áframhaldandi
fjölgunar íbúa í hinu sam-
einaða sveitarfélagi. Haldi
áfram sem horfir með
íbúafjölda má þó gera ráð
fyrir að fjölga þurfi þjón-
ustufulltrúum bæði í Hafn-
arfirði og í Vogum innan
fárra ára.
Stjórnsýsla
Þjónustuver starfrækt í Vogum
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n