Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Qupperneq 15

Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Qupperneq 15
Dansráð Íslands er fagfélag danskennara á Íslandi en í mörgu er að snúast hjá þeim þessa dagana. Dansnámskeið vetrarins að hefjast og greinilega má sjá að dansinn er á uppleið því að nú hópast allir í dansskólana að læra dans, ungir jafnt sem aldnir bæði í dansskólana, dansíþróttafélögin og í jassballettskólana. Árleg danskeppni um dans ársins var haldin um síðustu helgi samhliða aðalfundi Dansráðsins og var dansinn Negro fyrir valinu. Það voru 4 danskennarar sem sameinuðust um að semja dans- inn í ár en það voru þær Vilborg Sverrisdóttir, Hulda Hallsdóttir, Jóhanna Árnadóttir og Ásdís Björnsdóttir. Margir danskennarar starfa nú við danskennslu í grunnskólum og munu nú danskennarar sjá til þess að dansinn verður kenndur sem víðast og einnig ætla dans- kennarar að kenna dansinn í sín- um dansskólum og dansíþrótta- félögum. Hin árlega jólasýning DÍ verður haldin sunnudaginn 27. nóvem- ber næstkomandi kl. 13 á Broad- way. Þar sýna nemendur dans- kennaranna dansa og jólasveinn kemur í heimsókn og sprellar með börnunum. Mikill hugur er í danskenn- urum um að endurvekja Bikar- keppni DÍ og er stefnt á að halda hana á Broadway sama dag. Keppnin verður að þessu sinni eingöngu hugsuð fyrir K og F pör, en það eru þau keppnispör sem lengst eru komin í dansinum og stunda dansinn sem íþrótt. Innan Dansráðs Íslands eru nú starfandi 5 íslenskir alþjóðlegir dómarar frá World Dance and Dance Sport Council, þau Heiðar Ástvaldsson, Auður Haralds- dóttir, Kara Arngrímsdóttir, Jón Pétur Úlfljótsson og Sigurður Hákonarson. Þau hafa skipt með sér dómgæslu úti í hinum stóra heimi en undanfarin ár hafa margar beiðnir komið frá Alþjóðlega danssambandinu um að fá íslenska dómara til að dæma danskeppnir erlendis. Stjórn Dansráðs Íslands í dag er þannig skipuð: Bára Magnús- dóttir, Kara Arngrímsdóttir, Heið- ar Ástvaldsson, Auður Haralds- dóttir, Hildur Ýr Jóhannsdóttir, Hólmfríður Þorvaldsdóttir og Jó- hann Gunnar Arnarsson. www.fjardarposturinn.is 15Fimmtudagur 22. september 2005 Úrslit: Handbolti Aukakeppni kvenna: Þór/KA/KS - FH: 0-0 Meistarar meistaranna kvk: Haukar - Stjarnan: 29-24 Meistarar meistaranna kk: Haukar - ÍR: 33-35 Úrvalsdeild karla: FH - Afturelding: Miðv.d. Fram - Haukar: Miðv.d. Knattspyrna Aukakeppni kvenna: Þór/KA/KS - FH: 0-0 1. deild karla: KA - Haukar: 5-4 Úrvalsdeild karla: Fram - FH: 1-5 Næstu leikir: Handbolti 25. sept. kl. 19.15, Kaplakriki FH - Fram (úrvalsdeild karla) 25. sept. kl. 18, Ásvellir Haukar - FH (úrvalsdeild kvenna) 27. sept. kl. 19.15, Kaplakriki FH - Fram (úrvalsdeild kvenna) 27. sept. kl. 19.15, Vestm.eyj. ÍBV - Haukar (úrvalsdeild kvenna) 28. sept. kl. 19.15, Laugard.h. Valur - Haukar (úrvalsdeild karla) Haukastúlkur meistarar meistaranna Haukastúlkur sýndu styrk sinn er þær sigruðu Stjörnuna í leik Íslandsmeistara og bikar- meistara um titilinn meistarar meistaranna á laugardaginn á Ásvöllum. ÍR sigraði Hauka Fyrirfram var búist við Haukasigri í keppni meistar- anna í handbolta karla en ÍR- ingar komu á óvart og sigruðu nokkuð örugglega. Íþróttir Eina hafnfirska fréttablaðið Vogar: Breyting í hreppsnefnd Töluverð breyting hefur orðið á hreppsnefnd. Fulltrúar H-listans, lista Óháðra borgar þeir Birgir Þórarinsson og Kristinn Guðbjartsson, hafa óskað eftir leyfi frá hrepps- nefnd vegna náms erlendis. Í stað þeirra koma Hanna S. Helgadóttir og Sigurður Krist- insson ný inn í hreppsnefnd. Um Vatnsleysu- strandarhrepp Íbúafjöldi 1. desember 2004 var 939. Við síðustu sveitarstjórnar- kosningar hlaut H-listi, listi Óháðra borgara 263 atkv. og 3 fulltrúa í hreppsnefnd, T-listi, Listi fólksins fékk 116 atkv. og 1 fulltrúa og V-listi, Áhuga- fólks um velferð Vatnsleysu- strandarhrepps fékk 78 atkv. og 1 fulltrúa. Í hreppsnefnd sitja: Jón Gunnarsson, oddviti (H) Hanna S. Helgadóttir (H) Birgir Örn Ólafsson (T) Hörður Harðarson (V) Sigurður Kristinsson (H) Sveitarstjóri: Jóhanna Reynisdóttir. Gamli Essoskálinn rifinn Gamla bensínstöðin og þvottaplanið við Heiðargerði rifið sl. fimmtudag. Var það gert til að rýma fyrir nýju fjöl- býlishúsi. Vel hefur gengið að selja íbúðirnar í fjölbýlishúsum við Heiðargerði og þess vegna var byggingu þriðja fjölbýlishúss- ins flýtt en það átti ekki að rísa fyrr en á næsta ári. Eru nú nær allar íbúðirnar 30 seldar í þess- um þremur húsum. Samstarf kirkna Tjarnaprestakall hefur tvær sóknir, Ástjarnarsókn í Hafnar- firði og Kálfatjarnarsókn í Vatnsleysustrandarhreppi. Sami presturinn er í báðum sóknunum, sr. Carlos Ari Ferr- er en hann hefur aðsetur í íþróttamiðstöðinni á Ásvöll- um. Að gefnu tilefni vil undirritað- ur vekja athygli á vinnubrögðum meirihluta bæjarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs sem er að líða. Í fyrra var fjárhags- áætlun bæjarins sam- þykkt án þess að menningar- og ferða- málanefnd fengi að fjalla um þann hluta sem fjallar um málefni nefndarinnar. Í 3. gr. erindisbréfs nefndarinnar segir svo um verkefni nefndar- innar. „Fjalla skal um þann hluta fjárhagsáætlunar bæjarfélagsins sem fjallar um málefni nefndar- innar og vísa þeim til þjónustu- og þróunarráðs.“ Undirritaður gerði athugasemd við þessi vinnubrögð á fundi menningar- ferðamálanefndar 11.11.2004 eftir að undirritaður varð var við að þjónustu- og þró- unarráð hafði samþykkt fjár- hagsáætlun og sent til bæjar- stjórnar. Bókun Samfylkingar. 17. nóv. kemur eftirfarandi fram í fundargerð þjónustu- og þróunarráðs. Fulltrúar Samfylk- ingar óska bókað: „Fulltrúar Samfylk- ingar vilja benda á að þrátt fyrir þau „mistök“ að fjárhagsáætlun hafi ekki verið lögð fram í menningar- og ferða- málanefnd var fjár- hagsáætlun lögð fram til kynningar og um- ræðu í þjónustu- og þróunarráði og gafst því öllum fulltrúum tækifæri á að koma fram með athugasemdir eða fyrir- spurnir við áætlunina.“ Hörður Þorsteinsson (sign) Ingimar Ingimarsson (sign) Viktor Björnsson (sign) Fulltrúar í menningar- og ferðamálanefnd eiga samkvæmt þessu að koma með athugasemd- ir eða fyrirspurnir á fundi þjón- ustu- og þróunarráðs um þau mál sem þeim hefur ekki verið kynnt. Formaður menningar- og ferðamálanefndar vísar 29. nóv- ember 2004 til svars úr fund- argerð Þjónustu- og þróunarráðs dags. 17. nóvember sl. og segir þessi „mistök“ verða leiðrétt við undirbúning næstu fjárhags- áætlunar. Hann segir ljóst sé að það sé í verkahring nefndarinnar að fjalla um þætti menningar- og ferðamála við gerð fjárhagsáætl- unar. Við endurskoðun fjárhagsáætl- unar sem nýlega var samþykkt var ekki haft samráð við nefnd- ina. Við skulum vona að þessi mis- tök verði leiðrétt og menningar- og ferðamálanefnd ekki lítilsvirt einu sinni enn við fjárhagsáætlun næsta árs. Það er mjög undar- legt að nefnd sem hefur meðal annars yfirumsjón með Bóka- safninu og Byggðasafninu fái ekki að ræða fjármál þessara stofnana. Höfundur er fulltrúi í menn- ingar- og ferðamálanefnd. Menningar- og ferðamálanefnd lítilsvirt Þóroddur S. Skaptason Aukinn áhugi á dansi Stjórn Dansráðs Íslands Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla vegna sameiningar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sameiningar Hafnarfjarðar og Voga stendur yfir fram að kjördegi. Unnt er að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumönnum um land allt, sendiráðum, fastanefndum hjá alþjóðastofnunum og ræðismönnum Íslands. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði er staðsettur að Bæjarhrauni 18. Um atkvæðagreiðsluna og kjörskrá gilda ákvæði laga um kosningar til sveitarstjórna, eftir því sem við á. Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að kjósandi stimplar eða ritar á kjörseðil orðið „já“ ef hann er hlynntur tillögu samstarfsnefndar eða „nei“ ef hann er mótfallinn tillögunni. Ökukennsla æfingatímar, akstursmat Kennslubifreið - Toyota Avensis Finnbogi G. Sigurðsson ökukennari Sími 565 3068 og 661 8324

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.