Fjarðarpósturinn - 04.04.2007, Qupperneq 2
2 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 4. apríl 2007
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is
Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
Allir dásama íbúalýðræðið í Hafnarfirði.
Hvaða íbúalýðræði? Þegar örfáir fái að koma að
vali á lista stjórnmálaflokkanna? Þegar íbúarnir
fá ekki að kjósa um aðalskipulagsbreytingar?
Þegar íbúar fengu ekki að kjósa um breytingu á
Reykjanesbrautinni? Auðvitað er gott að íbúarnir
fái að kjósa um meiriháttar mál og segi sína
skoðun en ekki þegar mál eru komins svona
langt. Þar er Árni Mathiesen sammála mér eins
og hann hefur tjáð sig um. Bæjarstjórinn
skammaðist út í ráðherrana, Árna fyrir að hafa ekki komið lögum
um breytingu á skattaumhverfinu í gegn, Jón Sigurðsson fyrir að tjá
skoðun sína og flokk hans fyrir að hafa aðeins fengið nokkur
hundruð atkvæði í Hafnarfirði en nefndi ekki hvað fá atkvæði dugði
til að komast á lista bæjarstjórans. Bæjarstjórinn er eðlilega óhress
með niðurstöðu kosninganna enda lýsti hann sig fylgjandi stækkun
á kynningarfundi í Hafnarborg 5. september 2005 eins og þáverandi
oddviti Sjálfstæðisflokksins gerði einnig.
Dr. Gunnar Helgi Kjartansson, prófessor í stjórnmálafræði segir
niðurstöður kosninganna lagalega bindandi, ekki bara á þessu
kjörtímabili. Það kann vel að vera en hann tekur þá ekki afstöðu til
ósamræmis í spurningu og sam þykkt ar bæjarstjórnar, né minnist
hann á að þetta ætti aðeins við um þá deiliskipulagstillögu sem lögð
var fram. Með breyttri tillögu væri þessi samþykkt hins vegar ekki
bindandi.
Framundan eru hins vegar páskar og lítið gagn í að velta sér upp
úr niðurstöðu kosninganna, þær standa en ég hef trú á, þrátt fyrir
samkeppnisfullar yfirlýsingar, að bæjarfulltrúar leiti nú leiða að
einfaldara og skilvirkara íbúalýðræði — fólkið með í ráðum.
Guðni Gíslason
5. apríl, skírdag
Fermingarmessur kl. 10.30 og 14
Prestar: Sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Þórhallur Heimsson
Helgistund á skírdagskvöldi kl. 20
Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason.
Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Helgu
Loftsdóttur við undirleik Önnu Magnúsdóttur.
6. apríl, föstudaginn langa.
Guðsþjónusta kl. 14.00. Ath tímann
Frambjóðendur til alþingis, Gunnar Svavarsson bæjarfulltrúi,
Samúel Örn Erlingsson, fréttamaður,
Þorgerður Katrín Gunn arsdóttir, menntamálaráðherra og
Ögmundur Jónasson alþingis maður lesa og fjalla um
píslarsöguna úr Jóhannesarguðspjalli.
Prestar: Sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Þórhallur Heimisson
Organisti: Guðmundur Sigurðsson.
Einleikari á fiðlu: Hjörleifur Valsson. Kór: Kór Hafnarfjarðarkirkju
8. apríl páskadag.
Hátíðarguðsþjónusta árdegis kl. 8
Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson
Organisti: Guðmundur Sigurðsson
Einleikari á flautu. Gunnar Gunnarsson
Kór: Kór Hafnarfjarðarkirkju.
Morgunverður eftir guðsþjónustuna í Hásölum Strandbergs.
Laugardagskvöld fyrir páska 7. apríl
Horft til himins kl. 20
Gospeltónleikar á vegum Hjálpræðishersins á Íslandi.
Söngvarar. Hera Björt Þórhallsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir,
Kúrílena og Knut Anders Sören.
Páskadagskvöld 8. apríl
Hátíðarsamkoma
hjálpræðishersins kl. 20
með miklum tónlistarflutningi
Örn Árnason á hádegis -
tónleikum í Hafnarborg
Örn Árnason, leikarinn góðkunni
verður gestur Antoníu Hevesi á
hádegis tónleikum í Hafnarborg í dag,
miðvikudag kl. 16.
Sýningar Kvikmyndasafnsins
Á laugardaginn kl. 16 verður sýnd
mynd Roman Polanski; Rosemary’s
Baby frá árinu 1968.
Á þriðjudaginn kl. 20 er komið að
sýningu tveggja heimildamynda sem
báðar segja sögu flugsins. Hnattflugið
sýnir Nelson og fleiri flugkappa þegar
þeir komu við í Reykjavík árið 1924.
Hin myndin er mynd Ítalans Italo
Balbo yfir Atlandshafið með viðkomu
á Íslandi árið 1933. Sýningar Kvik -
myndasafnsins eru í Bæjarbíói.
Sýningu Zachariasar að ljúka
Síðasti sýningardagur á sýningu
Xachariasar Heinesen í Hafnarborg er
á páskadag.
1. Fráveita, kynningarefni
Kristján Stefánsson verkefnis -
stjóri gerði grein fyrir hugmyndum
um almennt kynningarefni fyrir
fráveituna og þær framkvæmdir
sem verið hafa í gangi.
Framkvæmdaráð heimilar verk -
efnisstjóra að halda áfram að und -
ir búa kynningarefni sem verði
aðgengilegt fyrir íbúa og skóla.
7. Hellisgerði, gosbrunnur
Tillögur að endurgerð gos -
brunns í Hellisgerði teknar fyrir að
nýju. Umsögn umhverfis nefndar/ -
Staðardagskrár 21 lögð fram.
Framkvæmdaráð felur fram -
kvæmdasviði að bjóða verkið út.
8. Reiðleiðir í Óbrinnishrauni
Lögð fram tillaga fram kvæmda -
sviðs dags. 1. mars 2007 um að
hafin verði vinna við hönnun
reiðleiða í Óbrinnishrauni í sam -
ræmi við aðalskipulag.
Framkvæmdaráð samþykkir til -
löguna og verklagið fyrir sitt leyti.
12. Sundmiðstöð Ásvöllum
Tekin fyrir að nýju beiðni verk -
taka um breyttan afhendingar -
tíma.
Framkvæmdaráð samþykkir
beiðn ina og afhendingartími verð -
ur samkvæmt því 1. apríl 2008 og
tengist uppgjöri við verktaka.
3. Húsnæði framkvæmdasviðs,
alútboð
Lögð fram niðurstaða úr skýr -
inga viðræðum við lægstbjóðanda
og drög að samningi.
Framkvæmdaráð heimilar Fast -
eignafélaginu að ganga frá samn -
ingana. Samþykkt með 3 at kvæð -
um.
Fríkirkjan
Föstudaginn langa
Kvöldvaka við Krossinn
kl. 20.30
Hátíðarguðsþjónusta kl. 08
Morgunverður í safnaðarheimilinu
að lokinni guðsþjónustu.
Allir velkomnir
Páskadag d a p o s t u s
34. tbl. 24. árg. 2005
Fimmtudagur 8. september
Upplag 7.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði
Um 200 manns sóttu kynn-
ingarfund um deiliskipulag
vegna stækkunar álversins í
Straumsvík á mánudagskvöld.
Fundurinn var að mestu á
þægilegum nótum þar sem spurt
var út í hugsanlega mengun frá
stækkuðu álveri.
Fólk hafði áhyggjur af skertu
útsýni frá Vallahverfinu, ljótleika
bygginganna, flúor og brenni-
steinsdíoxíðmengun svo nokkuð
sé talið auk þess sem nokkrir
fundarmanna settu fram efa-
semdir um að álver ætti heima á
þessum stað. Nokkur umræða
var um hvort krefjast ætti vot-
hreinsunar og komu fram and-
stæðar skoðanir um ágæti vot-
hreinsunar en bent var á að hún
var talin góð og gild í Reyðar-
firði sem viðbótarmengunarvörn
við þurrhreinsunina.
Ítrekaðar voru óskir um alls-
h j k i kk
Hafnarfjörðurinn skartaði sínu fegursta á meðan fjöldi fólks sat inni og ræddi um deiliskipulag.
L
jó
s
m
.:
G
u
ð
n
i
G
ís
la
s
o
n
Oddvitar flokkanna
vilja stækkun Alcan
Fjölmenni á kynningarfundi um deiliskipulag vegna stækkunar
Fim
Ó
Eins og titill bréfsins felur í sér
þá er yfirvofandi stækkun álvers-
ins erindi mitt. Ég er Hafnfirð-
ingur og þriggja barna faðir og
hef töluverðar áhyggjur af meng-
unarþættinum sem fylgja svo
mikilli stækkun álversins og
hvort ég muni ala börnin mín
upp í heilsuspillandi umhverfi.
Það gefur augaleið að svo mikilli
stækkun fylgir aukin loftmengun
breytast. Þetta er stórt mál sem
snertir alla bæjarbúa. Hafnar-
fjörður er ört stækkandi bæjar-
félag og það getur ekki verið inni
í framtíðarsýn bæjarins að hafa
risastórt álver í bænum.
Að mínu mati verður að koma
í ljós hvort haldnar verða kosn-
ingar um málið eins fljótt og
auðið er. Ég hvet alla Hafnfirð-
inga sem áhrif vilja hafa á málið
Fyrirhuguð stækkun álversins
Kosninga krafist!
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
E
m
www.frikirkja.is
www.hafnarfjardarkirkja.is
Fjarðarpósturinn 21. júlí 2005
Fjarðarpósturinn 8. sept. 2005
Af aðdraganda
kosninga
Úr sjónvarpsstúdíói í Flensborg
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n