Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.09.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 13.09.2007, Blaðsíða 2
Bergmann í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands mynd Ingmars Bergmanns, Kvöldmáltíðargestirnir (Nattvärdsgästerna) frá 1962. Á köldum sunnudegi um vetur, messar presturinn Tomas í lítilli sveitakirkju yfir örfáum sóknarbörnum sínum, á sama tíma og hann á í mikilli sálarnauð vegna efasemda um trúarsannfæringu sína. Eftir messu reynir hann að hughreysta sjómann sem er heltekinn af kvíða, en getur einungis rætt um þann vanda sem, hann presturinn, á í með samband sitt við Guð. Kennslukonan, Marta, býður prestin - um ást sína sem huggun fyrir að hafa misst trúna. En presturinn hafnar þessu boði hennar jafn ákveðið og hún tjáir honum ást sína Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - myndasafnið mynd Ingmars Berg - manns, Þögnina (Tysnaden) frá 1963. Þessi þriðja mynd „Guðs - trílógíu“ Bergmans um fjarveru Guðs, þögn hans og áhrif þess á tilfinningar og tengsl fólks sín á milli var ein af umdeildustu myndum sem hann gerði, enda voru viðbrögðin við sýn - ingu hennar í Hafnarfjarðarbíói eftir því en megin inntak myndarinnar er fjar - vera Guðs, þögn hans, og áhrif þess á tilfinningar og tengsl fólks í millum. Hér á landi tókust menn á um það hvort myndin fjallaði um guðlausan og kærleikslausan heim eða einberann sorann. Nýjar sýningar í Hafnarborg Portrett í mannhafinu Í dag kl. 17 verður opnuð í Hafnar borg sýning á ljósmyndum bandaríska listamannsins Denis Masi. Í ljós - mynda röðum sínum er Denis Masi að rannsaka uppákomur og viðburði þar sem fólk hópast saman af einhverju tilefni í leit að sameiginlegri upplifun. En hann skrásetur ekki þessa viðburði sem fréttaljósmyndari, heldur nálgast hann viðfangsefnin sem myndlistar - maður. Bið Í dag kl. 17 verður opnuð í Hafnarborg sýning á verkum listakonunnar Aðal - heiðar S. Eysteinsdóttur. Viðfangsefni sýningarinnar er fólk á biðstofu. Aðal - heiður leikur sér með afgangs efni og fundna hluti og endurgerir úr þeim eftirminnileg augnablik úr eigin lífi, fólk á förnum vegi, vinir eða hlutirnir sjálfir verða kveikjan að skúlptúrum og lágmyndum. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. september 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is „Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar var kölluð saman til aukafundar á þriðjudaginn vegna gríðar legra góðra móttöku sem hafnfirska gamanmyndin Astrópía hefur hlotið. Ákvað menningamálanefndin að byggður skyldi veg - leg ur bíósalur í Hafnarfirði og yrði hann nefndur Astrópía til heiðurs velgengni hafnfirsku lista - mannanna sem stóðu að myndinni. Er mark - miðið með opnun bíósalarins að auðvelda Hafn - firðingum að sjá Hafnfirskar kvikmyndir og aðrar íslenskar kvikmyndir.“ Nei, því miður er þetta bara tilbún - ingur ritstjórans, en mikið væri gaman ef hægt væri að flytja svona fréttir. Ég set þetta fram til að vekja athygli á þeim fjölda listamanna sem býr í Hafnarfirði og verkum þeirra. Það er sagt um okkur Hafn - firðinga að við séum svo ánægðir með okkur og því er undarlegt hvað við hömpum listamönnunum okkar lítið. Hvar er frægðar - strætið með listamannanöfnunum? Hvar er tónlistarhúsið fyrir alla snillingana okkar? Hvar eru opnu listasöfnin fyrir alla myndlista - mennina okkar? Hvar eru götusviðin fyrir ungu tónlistar mennina okkar? Eru verk samtímalistamanna bæjarins sjáanleg í opinberum byggingum bæjarins? Hvar eru listamannasamtök Hafnarfjarðar? Hafnarfjarðarbær er meira en brandarar og boltar. Hafnfirðingar styðja bæjarstjórn sína til metnaðarfullra verka, verka sem við bæjarbúar getum verið hreykin af. Hafnfirðingar munu ekki hreykja sér af miðbæ troðfullum af háhýsum né ljótum, metnaðarlausum fjölbýlishúsum út um allan bæ. Byggingarlist er líka list og tími til kominn að verðlauna hönnuði og bygg ingar - meistara fyrir metnaðarfullar byggingar í skipulagi og útliti. Guðni Gíslason www.hafnarf jardark i rkja. is 1. Launakönnun Hafnarfjarðarbæjar 2007. Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi kynnti niðurstöður launakönnunar Hafnarfjarðarbæjar 2007 sem ParX vann. Lýðræðis- og jafn - réttis nefnd vísar málinu til kynn - ingar í bæjarráði. Lýðræðis- og jafnréttisnefnd fagnar þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni við kynbundinn launamun hjá Hafnarfjarðarbæ en kynbundinn launamunur mælist nú 6% með kennurum og 9% án kennara en mældist árið 2001 8% með kennurum og 12% án kennara. Nefndin leggur þó áherslu á að áfram verði unnið með markvissum hætti að því markmiði að útrýma kynbundnum launamun hjá bænum með öllu. 1. Heilsdagsskóli, staðan Lagt fram yfirlit yfir stöðuna í heilsdagsskólum bæjarins. Enginn biðlisti er í fimm skólum og unnið er að úrvinnslu í þremur. 2. Hjallastefnan - starfsleyfi vegna reksturs barnaskóla við Hjallabraut Lagt fram bréf dags. 30. ágúst þar sem Barnaskóla Hjalla - stefnunnar er veitt viðurkenning sem sjálfstætt reknum grunnskóla í samræmi við lög er gilda um grunnskóla, reglugerðir settum á grundvelli þeirra og aðalnámskrá grunnskóla. Fulltrúi VG leggur fram eftirfarandi fyrirspurn: „Óskað er eftir þeim gögnum sem fram voru lögð vegna umsóknar um við ur - kenningu Hjalla brautar ein ing ar grunn skólans við hlið leikskólans Hjalla í Hafnarfirði í samræmi við 2. grein reglugerðar númer 320/2007. Enn fremur er óskað eftir yfirliti yfir rekstrarkostnað og meðal - rekstrarkostnað grunnskóla í Hafn arfirði per nemanda frá árinu 2002-2006. Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 16. september Sunnudagaskólinn kl. 11 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri Messa kl. 13.00 Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Úlriks Ólasonar. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Sunnudaginn 16. september Guðsþjónusta kl. 11 Prestur: sr. Þórhallur Heimisson Ræðuefni: Konur í Nýja testamentinu Organisti Guðmundur Sigurðsson Barbörukórinn syngur Allir velkomnir Þorvarður Fannar og Jón Árni í áskorenda flokk Þorvarður Fannar Ólafsson í skákdeild Hauka kom engum á óvart og sigraði áskorendaflokk ásamt Jóni Árna Halldórssyni með 7 vinninga af 9 mögulegum. Þeir tryggðu sér þar með þáttökurétt í landsliðsflokki að ári. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Þorvarður vinnur sér þáttökurétt í landsliðsflokki. Þorvarður tefldi mjög vel og örugglega í mótinu og var vel að sigrinum komin. Sverrir Örn Björnsson og Stefán Freyr Guðmundsson tóku einnig þátt og var Sverrir allan tímann í toppbaráttunni en slæmt tap í næstsíðustu umferð gerði vonir hans um sigur að engu. Sverrir lenti í fjórða sæti með 6 vinninga. Stefán náði sér aldrei á strik eftir tvö töp í fyrstu fjórum umferðunum, en kemur án efa sterkari til leiks í næsta móti. www.ratleikur.blog.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.