Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.11.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 01.11.2007, Blaðsíða 7
Úrslit: Handbolti Konur: Haukar - Grótta: 32-34 Karlar: Haukar - HK: (miðv.dag) Körfubolti Konur: Haukar - Fjölnir: 76-61 Valur - Haukar: 72-93 Karlar: Haukar - Höttur: 79-75 Næstu leikir: Handbolti 1. nóv. kl. 19, Seltjarnarnes Grótta - FH (1. deild karla) 1. nóv. kl. 19.30, Selfoss Selfoss - Haukar 2 (1. deild karla) Körfubolti 3. nóv. kl. 17, Sandgerði Reynir S - Haukar (1. deild karla) 4. nóv. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Keflavík (úrvalsdeild kvenna) 7. nóv. kl. 19.15, Grindavík UMFG - Haukar (úrvalsdeild kvenna) Badminton Systkinin sigruðu á Óskarsmótinu Óskarsmót KR, hluti af Stjörnumótaröð Badmin ton - sambans Íslands, fór fram um síðustu helgi. Systkinin Kjartan Ágúst Vals son og Sigrún María Valsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar sigruðu í tvennd - ar leik í A-flokki. BH-ingurinn Heiðar B. Sigurjónsson varð í öðru sæti í tvenndarleiknum ásamt Unu Harðardóttir frá ÍA. Næsta mót á Stjörnu móta - röðinni verður um næstu helgi á Akranesi. Þar munu níu BH- ingar taka þátt í Atlamótinu. Handbolti Dregið í bikarnum Stórleikur í kvennaboltanum Bikarmeistarar Hauka taka á móti Íslandsmeisturum Stjörn - unnar í 8 liða úrslitum bikar - keppni kvenna í handknattleik. Leikið verður 13. eða 14. nóvember. Þá dóst karlalið Hauka á móti ÍR 2 í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar og Haukar 2 keppa við Íslandsmeistara Vals. Leikið verður 4. og 5. nóvember. www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 1. nóvember 2007 Íþróttir Sunward beltavélar Sunward skóflur Powerpac þjöppur PowerPac beltabörur Skútahrauni 8 sími 565 2727 WWW.HRAUNBT.IS TIL LEIGU Til sölu! Til leigu og sölu! .. og sölu! 80-850 kg Til leigu og sölu! líka brothamar! Ný Bónus - verslun opnuð í Kauptúni Ný Bónusverslun var opn uð í Kauptúni, Garðabæ á laugar - daginn og eru verslanir Bónus nú 25 talsins eftir að tveimur litlum verslunum var lokað í sumar. ,,Þetta er verslun af því tagi sem okkur þykir henta okkur og viðskiptavinum Bónus best þessa dagana, um 1.200 fermetrar og með rúmgóðum göngukælum fyrir mjólk og kjöt annars vegar og grænmeti og ávexti hins vegar. Við höfum ekki áður verið með verslun í Garðabænum og því verður spennandi að sjá hvort þessi staðsetning muni ekki henta viðskiptavinum okkar vel,” segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Verslunin er í sama húsi og Max, í Kauptúni, ská á móti IKEA. Leikskólinn Víðivellir við Mið vang varð 30 ára í febrúar sl. Við það tækifæri lofaði Lúðvík Geirsson skólanum nýjan kastala fyrir börnin að leika sér í. Fyrir skömmu birtust svo 4 menn með gröfu og kastalann í bútum og hófust handa við að setja upp nýja kastalann. Kastalinn er nú kominn upp og litlu börnin voru ekki lengi að finna leið upp í kastalann og eltu óhikað stærri börnin en starfsfólk leikskólans hafði talið vanta eitthvað krefjandi á lóðina fyrir elstu börnin. Elstu börnin fóru ásamt starfs - fólki í gönguferð til bæjarstjóra á þriðjudaginn og þökkuðu fyrir kast alann. Fengu loks afmælisgjöfina Krakkarnir á Víðivöllum ánægð með nýja kastalann Í ár eru 100 ár frá því að skáta - starf hófst í heiminum. Skátar hafa fagnað þessum tímamótum víðs vegar um heim sem og hér á landi allt árið. Til að fagna þessu afmæli ennfrekar blása íslenskir skátar til mikillar afmælishátíðar í íþróttahúsinu Fífunni í Kópa - vogi á laugardaginn milli kl. 14 og 18. Fjölmargt verður í boði á há - tíðinni m.a. kassaklifur, kassa - bílarallý, líflínubjörgun, þrauta - brautir, hoppikastalar, klifurturn, andlitsmálning, myndasýningar, söng stundir, póstakeppni, grill - aðar pulsur og margt fleira. Greinilega mikið ærsl og mikið fjör að skátasið. Auðvitað verður boðið upp á afmælistertu og kaffi en hátíð - inni líkur svo með veglegri flug - elda sýningu kl. 18. Skátar munu eðlilega fjölmenna á svæðið en húsið er jafnframt öllum opið og allir eru velkomnir. Skátar bjóða til 100 ára afmælisfagnaðar Afmælisfagnaður í Fífunni á laugardaginn milli kl. tvö og sex Frá Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Móttökuritari St. Jósefsspítali – Sólvangur óskar eftir að ráða móttökuritara í afgreiðslu Göngudeildar St. Jósefsspítala. Starfið felst m.a. í símaafgreiðslu, móttöku og upplýsingagjöf til sjúklinga, frágangi skjala ofl. Starfið krefst þjónustulundar, stundvísi, lipurðar í samskiptum og nákvæmni í vinnubrögðum. Nauðsynlegt að starfsmaður hafi einhverja tölvukunnáttu. Starfshlutfall er 83%. Laun eru samkvæmt stofnanasamningi St. Jósefsspítala – Sólvangs og SFR. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 555 0000 eða á netfanginu helgif@stjo.is Umsóknarfrestur er til 12. nóvember nk. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til: St. Jósefsspítali – Sólvangur Suðurgata 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.