Fjarðarpósturinn - 05.01.2006, Page 1
www. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s
1. tbl. 24. árg. 2001
Fimmtudagur 5. janúar
Upplag 8.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi
ISSN 1670-4169
Nú um áramótin sameinuðust
allar heilsugæslur á höfuð-
borgarsvæðinu í eina stofnun,
sem ber nafnið Heilsugæsla höf-
uðborgarsvæðisins.
Innan hinnar nýju stofnunar
verða heilsugæslustöðvarnar í
Hafnarfirði, Garðabæ, Kópa-
vogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og
á Seltjarnarnesi, alls 15 heilsu-
gæslustöðvar, auk Heilsuvernd-
arstöðvarinnar í Reykjavík og
Miðstöðvar heimahjúkrunar í
Reykjavík. Starfsmenn stofn-
unarinnar eru alls um 600, for-
stjóri hennar er Guðmundur
Einarsson sem verið hefur for-
stjóri Heilsugæslunnar í Reykja-
vík.
Engar breytingar verða á
þjónustu heilsugæslustöðvanna
við sameininguna, en tvær nýjar
heilsugæslustöðvar verða opnað-
ar í janúar, Heilsugæslan Glæsi-
bæ í Reykjavík og Heilsugæslan
Fjörður í verslunarmiðstöðinni
Firði en sú stöð verður opnuð 9.
janúar nk. Þar verða starfandi 6
læknar og verða allir komnir til
starfa innan fárra mánaða.
Yfirlæknir stöðvarinnar er
Guðrún Gunnarsdóttir en hjúkr-
unarforstjóri er Ingibjörg Ás-
geirsdóttir.
Ný heimasíða fyrir Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins
verður opnuð um miðjan janúar.
Nýtt lögreglu-
embætti
stofnað á
höfuðborgar-
svæðinu
Björn Bjarnason, dómsmála-
ráðherra kynnti á þriðjudag
niðurstöðu sína um nýskipan
lögreglumála þar sem m.a. er
gert ráð fyrir að að stofnað
verði nýtt lögregluembætti sem
taki við hlutverki embættanna í
Hafnarfirði, Kópavogi og
Reykjavík en áður hafði verið
ætlað að löggæsla færi frá
sýslumönnunum í Hafnarfirði
og Kópavogi til lögreglustjór-
ans í Reykjavík. Ekki er
ólíklegt að breytingin taki gildi
um næstu áramót verði frum-
varp um málið samþykkt.
Ný heilsugæslustöð, verður opnuð í Firði á mánudaginn.
Heilsugæslusameining
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins tekin til starfa
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Ýsa var það heillin
Þrettánda-
brenna á
Völlum
Gengið frá Suðurbæjar-
laug kl. 18.30
Jólin verða kvödd með dansi og
söng á þrettándahátíð sem Hafn-
arfjarðarbær og Haukar standa
fyrir við Ásbraut. Gengið verður
í blysför frá Suðurbæjarlaug kl.
18.30 á morgun að Ásvöllum í
fylgd álfa, púka og jólasveina.
Skemmtidagskrá hefst kl. 19 á
svæðinu vestan við íþróttamið-
stöðina. Brenna, söngur og glens
verður milli Ásbrautar og Reykja-
nesbrautar og lýkur skemmtun-
inni með veglegri flugelda-
sýningu í boði SPH um kl. 20.
Kaffi, heitt kakó, blys og kyndlar
til sölu á staðnum á vægu verði.
Fólk er hvatt að koma ekki
með skotelda á svæðið vegna
slysahættu.