Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.2006, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 29.06.2006, Blaðsíða 2
Í Hafnarfjarðarhöfn má þessa dagana sjá börn á kajökum og litlum seglbátum og hafa margir gaman að fylgjast með börnun- um. Sumum hefur þó brugðið að sjá sportbát sigla á töluverðri ferð mjög nálægt krökkunum sem eru jafnvel ekki nema 10 ára. Ljósmyndari Fjarðarpóstins fylgdist með slíkri siglingu á þriðjudaginn. Þar var greinilega á ferð starfsfólk Siglingaklúbbs- ins Þyts sem voru að gera öldur fyrir krakkana á kanóunum. Virtist báturinn fara all nærri á þó nokkurri ferð, svo nálægt að á stundum gusaðist yfir krakkana. Það má sennilega ekki mikið út af bregða við svona leik og lesandi spyr hvort svona sé verjandi? Háskasigling? Hraðbátur notaður til að búa til öldugang 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. júní 2006 Víðistaðakirkja Helgistund á sumarkvöldi sunnudaginn 2. júlí, kl. 20:00 Kór Víðistaðasóknar syngur Organisti: Gróa Hreinsdóttir www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir sóknarprestur Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudagur 2. júlí Morgunsöngur kl. 10.30 Ath. breyttan messutíma Prestur: Yrsa Þórðardóttir. Organisti: Antonía Hevesi. www.hafnarf jardark i rkja. is Af fundargerðum: Firði - Firðinum Fundargerðir ráða og nefnda bæjarins eru sjaldnast nein skemmtilesning enda eru þær oft afspyrnuléglegar og skortir oft það sem prýða á góðar fundargerðir. T.d. mátti sjá í fundargerð bæjarráðs að lögð hafi verið fram tillaga um breytingar á samþykktum bæjarins en látið hjá líða að geta hverjar tillögurnar voru! Hvaða gagn er af slíku. Til hvers halda menn að fundar- gerðir séu? Hins vegar má lesa margt annað úr fundargerðunum t.d. hvort sá sem skrifar sé Hafn- firðingur eða ekki. Í fund- argerð bæjarráðs um bílastæði í miðbæ Hafnarfjarðar er upplýst: „Lagt fram bréf frá fram- kvæmdastjóra Fjarðarins með fyrirspurn varðandi bílastæði í miðbæ Hafnarfjarðar“. Gott og blessað en hver er bæjarstjóri Fjarðarins. Fyrir alllöngu kom út bókasyrpa, „Fólkið í Firðinum“. Skyldi þarna vera átt við sama Fjörð? Nei, í fundargerð bæjarráðs er átt við framkvæmdastjóra Fjarðar (Fjörður, verslunar- miðstöð) en í titli bókarinnar er átt við Hafnarfjörð. Já, það getur verið munur á Firði og Firðinum! Mikið hefur verið rætt um ójafna stöðu kynjanna í skipun nefnda hjá Reykjavíkurborg. Svipuð umræða kom upp í bæjarstjórn á þriðjudag og Rósa Guðbjartsdóttir skrifar um þetta grein í Fjarðarpóstinum í dag. Reyndar skoraði yngsti bæjarfulltrúinn á Rósu að bæta úr bágri stöðu kvenna í nefndarskipan D-listans og skipa konur í framkvæmdaráðið en þar skipaði D-listinn bara karla. Ég ætla ekki að elta ólar við kynferði fólks, enda gömlu kynin tvö ekki orðin einráð á þeim markaði án þess að það hafi komið við sögu í umræðum um hlutfall kynjanna. Hitt er það hvort alltaf sé valið hæfast fólkið í nefndir og ráð bæjarins. Þessum nefndum og ráðum er ætlað að vera sérfræðiráðgjafar bæjarfulltrúanna sem við bæjarbúar kusum í meingölluðu flokkavænu kosningakerfi. Því er mikilvægt að þar sé alltaf valið hæfasta fólkið og áhugasamast til starfa en ýta þarf til hliðar viðmiðunum eins og dugnaði í kosningabaráttu og slíku. Nær væri að taka upp verðlaunakerfi eins og bærinn er með fyrir íþróttafólkið. Ekki væri amalegt að fá póli- tískan verðlaunapening fyrir vel unnin störf. Nú er líka í tísku að búa til stjórnarhópa hinna ýmsu aldurshópa og ungmennaráð og öldungaráð er gott dæmi um slíkt. Auðvitað þarf unga fólkið fríar getnaðarvarnir og aðstöðu fyrir brettafólk. Það er flott að virkja ungt fólk til starfa fyrir stjórnkerfi bæjarins. En því má ekki gleyma að þetta eru fulltrúar breiðs og innbyrðis ólíks hóps. Hvernig nær slíkt ráð að endurspegla vilja þessa hóps? Hvernig næst að draga fram skoðanir sem flestra? Mikilvægt er að með þessari skipan sé ekki slegið á hendur þeirra sem kannski vilja koma athugasemdum og ábendingum sínum beint til bæjarstjórnar- manna og kannski ætti að gera enn betri farveg fyrir slík tengsl bæjarbúa við kjörna bæjarfulltrúa. Hvati að slíkum ábendingum getur komið úr skólastarfi, úr íþróttastarfi, skátastarfi, kirkjulegu starfi eða úr samskiptum ungs fólks á götum úti. Fulltrúa foreldra má líka skoða með þessum formerkjum, eru þeir ekki oftast að vinna út frá sínum eigin skoðunum og reyna að vinna eftir bestu getu? Hversu vel getur einn einstaklingur verið fulltrúi foreldra í Hafnarfirði. Stór hluti af okkur eru foreldrar og við höfum öll mismunandi skoðanir. Með þessu er ég enn og aftur að hvetja til fleiri uppbyggjandi íbúaþinga. Venjum bæjarbúa á íbúaþing! Guðni Gíslason Sveinssafn opið á sunnudag Sveinssafn í Krýsuvík er opið n.k. sunnudag, 2. júlí, en reglulegur opn- unartími safnsins er fyrsti sunnudagur í mánuði yfir sumartímann. Ný sýning á verkum Sveins Björns- sonar, sem ber yfirskriftina „Siglingin mín“ var opnuð í safninu í vor og dregur fram þróun siglingarstefsins í myndlist Sveins eins og það hefur þróast í myndheimi hans í hátt í 40 ár. Þetta er fjórða sýning safnsins í Krýsuvík frá því að Sveinshús (bláa húsið gegnt gamla fjósinu) var opnað sem safn í júní árið 2000. Innileg fjarvera - síðasta sýningarhelgi í Hafnarborg Patrick Huse sýnir nú ljósmyndir og málverk í Hafnaborg. Patrick Huse hefur lengi verið þekktur listamaður í heimalandi sínu, Noregi, og hér á Íslandi eru líka margir sem þekkja til hans enda er sýningin hans í Hafnarborg sú fimmta sem hann kemur með hingað til lands. Sýningunni lýkur á mánudaginn. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Fjöltækni- nám fer af stað Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í fyrra- dag eitt stöðugildi kennara og 80% stöðuhlutfall stuðnings- fulltrúa vegna fjöltæknináms. Kostnaði verður mætt með til- færslum á fjárheimildum yfir- standandi árs. Fjöltækninám er viðbótar kennsluúrræði ætlað nemendum í 8.-10. bekk sem ekki finna sig í samskiptum við nemendur í sínum skóla og verður rekið samhliða og undir sömu stjórn og fjölgreinanámið. Fjöltækninámið verður viðbót við Fjölgreinanámið sem er undir stjórn Sveins Alfreðssonar sem stýrt hefur því með mjög góðum árangri. Nýr Krýsuvíkurvegur Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Eldhress nemandi í Fjölgreina- náminu með steiktan fisk.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.