Fjarðarpósturinn - 29.06.2006, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 29. júní 2006
Loksins
gagn-
stétt á ný
Loksins er búið að steypa
gangstétt við Lækjargötuna en
þar hefur ekki verið gangstétt
síðan Rafha-húsin voru rifin
og hafa gangandi vegfarendur
verið mjög óánægðir með þá
vanvirðingu sem þeim er
sýndur við framkvæmdir víða
um bæinn. Ökumenn liðu ekki
svona seinagang.
Mér finnst mjög gaman að
fara út að labba með börnunum
mínum og jafnvel annarra.
Einhvern veginn endar maður
alltaf niður í bæ og labbar yfir
þetta fína torg sem þar er með
engu á.
Ekki það að mér finnist ekki
gott að setjast á bekkinn eða
kíkja í búðarglugga, það er bara
að krílunum leiðist.
Það er ekkert spennandi fyrir
börn í miðbænum nema á
einhverjum sérstökum dögum
eins og fyrir kosningar eða
hátíðisdaga.
Til eru allskonar útfærslur af
grindum eða einhverskonar
leikföngum sem hægt væri að
setja á torgið þannig að það
væri gaman að labba niður í bæ
og setjast niður og leyfa
krökkunum að príla eða hvað
sem væri í boði. Ég er viss um
að ef eitthvað yrði gert fyrir
börn í miðbænum myndi það
laða að fleira fólk.
Guðrún Gunnarsdóttir.
Torgið í miðbænum
Í Fjarðarpóstinum í síðustu
viku ákvað einn af forystumönn-
um Sjálfstæðisflokks-
ins í Hafnarfirði, Guð-
mundur Jónsson við-
skiptafræðingur, að
reikna niðurstöður
kosninganna í Hafnar-
firði upp á nýtt.
Var það gert í þeim
tilgangi að sýna fram á
að stór hluti kjósenda,
þeir sem heima sátu,
hefðu allir kosið Sjálf-
stæðisflokkinn hefðu þeir komið
á kjörstað. Síðan var reiknað og
reiknað og fundið út að Sam-
fylkingin hefði fengið 40,2% í
stað 56,4% og kosningasigur
þess flokks hefði því byggst á
misskilningi og það yrði líklega
að kjósa upp á nýtt - tölurnar
væru ekki í samræmi við það
sem búist var við.
D-listinn alltaf helmingi minni
En það er sama hvort menn úr
forystusveit flokksins vilji gjald-
fella niðurstöðurnar eða ekki þá
liggur það ljóst fyrir að D-listinn
fékk alltaf meiri en helmingi
minna fylgi en Samfylkingin.
Hafi Samfylkingin fengið 40,2%
í stað 56,4% þá fékk Sjálfstæðis-
flokkurinn 20% fylgi og Fram-
sóknarflokkurinn 2,1% í stað
3,1% og V-listinn 8,9% í stað
12,4%.
Þetta hlýtur að vera grín, samt
merkilegt að forsytumenn Sjálf-
stæðisflokksins vilji stíga fram
eftir kosningar og reikna sig út af
blaðinu. Niðurstaðan er skýr í
Hafnarfirði og söguleg hér í bæ.
Samfylkingin vann stærsta kosn-
ingasigur sem nokkur
flokkur hefur unnið
hér í bæ og um leið
fékk Sjálfstæðisflokk-
urinn lægsta fylgi sitt
frá því að hann fór að
bjóða fram í bænum
eða frá 1930.
Innanbúðarmál?
Niðurlag greinar-
innar vekur hinsvegar
upp spurningar hjá
okkur bæjarbúum. Hvernig má
það vera að einn af forystu-
mönnum Sjálfstæðisflokksins
vegi svo ódrengilega, sem raun
ber vitni, að nýjum oddvita
flokksins. Fyrr má nú reyna að
rota en dauðrota nýkjörinn odd-
vita sem aðeins hefur haft tæki-
færi í nokkrar vikur að sýna hvað
í honum býr sem oddviti.
Öðru vísi mér áður brá innan
úr herbúðum flokksins. Það
hefði frekar verið spurning að
hlúa að þeim sprota sem nú leiðir
flokkinn, allavega gefa honum
tækifæri, en ég kannski ekkert að
vera að skipta mér að því hvernig
sjálfstæðismenn haga sínum
innanbúðarmálum. Maður les
bara um það í staksteinum fjöl-
miðlanna og þekkir ekki hvernig
kaupin gerast í eyrinni hjá D-
listanum. Sinn er siður í hverri
sveit.
Höfundur er varabæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar og nemi í
garðyrkjufræðum.
Sjálfstæðisflokkurinn
með lítið fylgi
Ingimar
Ingimarsson
Þegar litið er á stjórnkerfi
Hafnarfjarðarbæjar vekur það
óneitanlega athygli að æðstu
stjórnendur og em-
bættismenn bæjarins
eru nánast eingöngu
karlar. Bæjarstjóri,
bæjarlögmaður, fjár-
málastjóri og starfs-
mannastjóri eru allt
karlar. Stjórnendur
helstu stjórnsviða bæj-
arins, fræðslusviðs,
fjölskyldusviðs, rekstr-
arsviðs og umhverfis-
og tæknisviðs eru
jafnframt eingöngu karlar. Kona
hefur hins vegar gegnt stöðu
sviðsstjóra þjónustu- og
þróunarsviðs. En völd og áhrif
þess sviðs munu minnka
umtalsvert og helstu verkefni
þess felld undir bæjarráð, þegar
til verður nýtt framkvæmdasvið í
stjórnkerfi bæjarins.
Athyglisverð ráðning
Meirihluti Samfylkingarinnar í
Hafnarfirði gaf fyrir tveimur
árum út (í nafni bæjarins) fallega
útlítandi „Jafnréttisstefnu Hafn-
arfjarðar“. Þar er Hafnarfjörður
skuldbundinn til að vinna að
jafnrétti kynjanna og
er þar eitt aðalmark-
miðið að jafna þátt-
töku og áhrif karla og
kvenna.
Ég er að sjálfsögðu
þeirrar skoðunar að
konur og karlar skuli
metin að verðleikum
við stöðuveitingar.
Það er engu að síður
mjög athyglisvert að í
„jafnréttisbænum“
Hafnarfirði, þar sem Samfylk-
ingin hefur haft óskoruð völdin
síðastliðin fjögur ár, skuli konur
vart komast á blað þegar ráðið er
í helstu stjórnunarstöður innan
bæjarkerfisins.
Það verður athyglisvert að
fylgjast með ráðningu á yfir-
manni hins nýja og umfangs-
mikla framkvæmdasviðs Hafn-
arfjarðarbæjar.
Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í Hafnarfirði.
,,Jafnréttisbærinn''
Hafnarfjörður
- Treystir Samfylkingin ekki konum?
Rósa
Guðbjartsdóttir
Mannlaust Thorsplanið á miðjum þriðjudegi.
eða einstaklingur vanur í eldhúsi
óskast strax í Fjörukrána
Nánari upplýsingar hjá Jóhannesi
Matreiðslumaður
www.f jorukra in . is • St randgötu 55
Með tilkomu krókaaflamarks-
kerfisins svokallaða hefur smíði
á minni bátum dregist verulega
saman en smíði á stærri bátum
aukist en í þetta kerfi má nota allt
að 15 rúlesta báta. Einn slíkur
var afhentur eigendum sínum á
þriðjudaginn í Hafnarfjarðarhöfn
en þar tók Tryggvi Ársælsson,
útgerðarmaður og skipsstjóri á
Tálknafirði við Cleopötru 38 frá
Trefjum en það er einn stærsti
báturinn sem fyrirtækið smíðar
en viku áður afhenti fyrirtækið
einn slíkan bát til Grindavíkur.
Báturinn er allur hinn glæsi-
legasti, um 12 metra langur,
gengur um 25-30 mílur og er
búinn til línuveiða. Að sögn
Tryggva kemur báturinn í stað
minni Kleópötru sem var um 8½
brúttólestir.
Nýr bátur frá Trefjum
Um helmingur bátaframleiðslunnar til útlanda
Hjónin Tryggvi Ársælsson og
Eyrún Sigþórsdóttir.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
www.fjardarposturinn.is
H a f n f i r s k a b æ j a r b l a ð i ð s í ð a n 1 9 8 3
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n