Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.2006, Page 4

Fjarðarpósturinn - 29.06.2006, Page 4
Slasaði sig á skilti á Strandgötunni Vegfarandi slasaði sig á skilti ASÍ á föstudag sem Fjarðar- pósturinn varaði við degi áður og enn hefur skiltið ekki verið fjarlægt en járnstykki gengur út í þrengda gangstéttina í höfuð- hæð. Hver ber ábyrgðina? Fulltrúar bæjarins hafa hunsað athuga- semdir bæjarbúa. Bæjarstjóri! Þú bergð ábyrgð! 4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. júní 2006 Frábær árangur hefur náðst í forvörnum í Hafnar- firði. Vímuefnaneysla ungs fólks hefur snar- minnkað og afbrotum fækkað umtalsvert. Mörg samstarfsverk- efni sem foreldrar hafa verið í lykilhlutverki hafa skilað góðum ár- angri. Hins vegar er sumarið sérstakur áhættutími. Rannsóknir frá Rannsóknum og greiningu sýnir að þegar bornir eru saman nemendur í 10. bekk grunnskóla vorið 2004 (sjá mynd) og sami árgangur nem- enda í fyrsta bekk framhalds- skóla um haustið: - Reykja daglega - úr 11,7% í 15,1%. - Ölvaðir síð. 30 daga - úr 26% í 53% - Prófað hass - úr 9,0% í 12,7%. Þessi aukning á neyslu unga fólksins getur sannarlega haft margar slæmar afleiðingar; auknar líkur á mis- notkun vímuefna, auk- in slysahætta s.s. í um- ferðinni og meiri líkur á að lendi í neikvæðri kynferðislegri upp- lifun. Niðurstaðan gæti verði sú að foreldrar geti enn og aftur verið jákvæðir örlagavaldar í lífi barna sinna í sumar með því að: • Útvega ekki börnum sínum áfengi • Ræða við börnin s.s. um vímuefni og kynlíf • Vera vakandi um barnið sitt, hvað er unglingurinn að gera? • Sporna gegn eftirlitslausum partýjum • Eyða sumrinu saman og öðlast sameiginlega jákvæða reynslu Gangi ykkur vel. Höfundur er forvarnafulltrúi. Forvarnir á sumrin Foreldrar eru bestir í forvörnum Geir Bjarnason 26,0 48,0 53,4 66,6 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 Hafa orðið drukknir a.m.k. einu sinni á sl. 30 dögum Hafa orðið drukknir a.m.k. einu sinni um ævina % Nemendur í 10. bekk í apríl 2004 15-16 ára nemendur í framhaldsskólum í október 2004 Þær spretta upp snyrtistofurnar við Stakkahraun. Nýjasta stofan þar er Airbrush & Makeup Gallery sem Sólveig Birna Gísladóttir, förðunarmeistari rekur. Þar býður Sólveig upp á brúnkumeðferð, „þá bestu sem gerist“, segir hún. Bæði konur og karlar, þó konur í meirihluta nýta sér svona þjðónustu en hjá Sólveigu er aðstaða hin full- komnasta, hitaklefi með góðri loftræstingu þar sem litarefni er sprautað á til að ná fram jafnri áferð. Slík meðferð tekur um 10- 20 mínútur og er hægt að velja um nokkra litatóna. Segir Sólveig þetta vinsælt fyrir brúðkaup, árshátíðir, sól- arlandaferðir og þegar einstakl- ingarnir vilja líta vel út. Sólveig býður einnig upp á almenna förðun fyrir öll tækifæri og er með gott úrval af snyrti- vörum í sölu, aðallega frá NYX. Auk þessa eru förðunarnám- skeiðin mjög vinsæl að sögn Sól- veigar en hún býður sauma- klúbbum, vinahópum og öðrum upp á námskeið í förðum. Sólveig er mjög ánægð að vera komin með starfsemina í Hafnar- fjörð enda er hún orginal Hafn- firðingur að eigin sögn, dóttir Birnu Loftsdóttur og Gísla Torfasonar. Áður var Birna með starfsemi í Smáralindinni. Ný förðunarstofa Brúnkumeðferð með „airbrush“-tækni Sólveig Birna Gísladóttir, förðunarmeistari. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Elsta fánastæði bæjarins er á baklóð Strandgötu 27 að sögn Gunnars Eyjólfssonar sem flaggaði þar á nýrri stöng á þjóðhátíðardeginum. Heimildir herma að þarna hafi verið flaggað þarna árið 1903. Elsta fánastæðið? Gunnar Eyjólfsson við hús sitt á Strandgötu 27. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Ratleikur Hafnarfjarðar er nú farinn af stað, ellefta árið í röð. Jónatan Garðarsson, sem er einna fróðastur manna um nágrenni Hafnarfjarðar lagði leikinn og leitast við að fræða um leið þátttakendur um ná- grennið og sögu okkar. Þrír leikir við allra hæfi Að venju eru þrír leikir í gangi, Léttfeti, Göngugarpur og Þrautakóngur. Til að ljúka Léttfeta þarf að finna 8 spjöld og auðveldast er að finna fyrstu 8 spjöldin. Göngugarpar þurfa að finna 20 spjöld og Þrautakóngar öll 28 spjöldin. Málmendurvinnslufyrirtækið Fura er aðalstyrkaraðili leiksins í ár en ýmis fyrirtæki styrkja leikinn auk þess sem fyrirtækin, Fjallakofinn, Hress og KFC styrkja leikinn með því að leggja til vinning sem dregnir verða út í september. Síðasti möguleiki á að skila lausnum er 17. september nk. Hafnarfjarðarbær gerði samning við Hönnunarhúsið um gerð og umsjón Rat- leikskortsins og eftirlit með spjöldunum en ábendingum um skemmd eða horfin spjöld skal koma í þjónustuver Hafnar- fjarðarbæjar. Það kostar ekkert að taka þátt í leikn- um og aðeins þarf að nálgast ratleikskortið í þjón- ustuverið og ganga af stað. Ratleikurinn farinn af stað Ratleikskortin má nálgast í þjónustuveri bæjarins                                 Velheppnuð Jónsmessuhátíð Þátttaka hefði þó mátt vera meiri Fólk skemmti sér konunglega í Hellisgerði á vel heppnaðri Jónsmessuhátíð sl. föstudags- kvöld. Skemmtiatriðin mæltust vel fyrir, voru fjölskylduvæn og og ekki sakaði að veðrið var ágætt. Alcan styrkti hátíðina að þessu sinni og gaf börnum vatn og box til sápukúlugerðar og svifu sápukúlur víða um garðinn. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.