Fjarðarpósturinn - 29.06.2006, Blaðsíða 7
Úrslit:
Fótbolti
Úrvalsdeild karla:
Víkingur R - FH: 0-0
FH - Grindavík: (miðv.dag)
Úrvalsdeild kvenna:
Stjarnan - FH: 5-0
FH - Valur: 0-15
1. deild kvenna:
Haukar - KFR/Ægir: 3-0
1. deild karla:
Leiknir R. Haukar: 2-5
Næstu leikir:
Fótbolti
29. júní kl. 20, Ásvellir
Haukar - KA
(1. deild karla)
4. júlí kl. 19.15, Kaplakriki
FH - Þór/KA
(úrvalsdeild kvenna)
5. júlí kl. 20, Fjölnisvöllur
Fjölnir - Haukar
(1. deild kvenna)
6. júlí kl. 19.15, Kaplakriki
FH - KR
(úrvalsdeild karla)
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 29. júní 2006
Íþróttir
Auglýsingar:
565 3066
Viking Cup
2006 í
Kaplakrika
Um þar síðustu helgi fór fram
alþjóðlegt skylmingamót í
skylmingum með höggsverði,
Viking Cup 2006, sem gefur stig
á heimslista. Keppnin er liður í
Coupe du Nord mótaröðinni og
gefa 8 efstu sætin stig á heims-
lista skylmingamanna. Kepp-
endur komu frá Danmörku, Bret-
landi, Bandaríkjunum og Ástra-
líu. Ragnar Ingi úr FH sigraði
Danann Jörgen Kjöller í undan-
úrslitum.
Í úrslitum skylmdist Ragnar
við Charles Worsham frá USA
en sá leikur endaði 15-9 og var
því sigur Ragnars nokkuð örugg-
ur. Kristján Hrafn Hrafnkelsson
ungur strákur úr FH gerði sé lítið
fyrir og komst í áttamanna úrslit
og tryggði sér þannig sitt fyrsta
heimslistastig en hann tapaði
naumlega fyrir Dananum Jörgen
Kjöller 15-12 í að komast í
undanúrslit. Aðrir keppendur frá
FH voru Guðjón Ingi Gestsson
10. sæti, Ingimar Bjarni Sverr-
isson 12. sæti og Arnar Bjarki
Jónsson 13. sæti. Í kvennaflokki
á sama móti náði Sigrún Guð-
jónsdóttir 5. sæti og fékk fyrir
það eitt heimslistastig og eru það
hennar fyrstu stig.
Eldsneytisverð
21. júní 2006 í Hafnarfirði:
Sölustaður 95 okt. dísil
Atlantsolía 124,8 119,2
Esso, Rvk.vegi. 126,4 120,8
Esso, Lækjargötu 126,4 120,8
Orkan, Óseyrarbraut 124,7 119,1
ÓB, Fjarðarkaup 124,7 119,1
ÓB, Melabraut 124,8 119,2
Skeljungur, Rvk.vegi 126,4 120,8
Öll verð miðast við sjálfsafgreiðslu og
eru fundin á vefsíðu olíufélaganna.
*16 kr. afmælisafsláttur 14. júní.
Fatahreinsun
JAKKAFÖT .................................... 1.550,-
HEIMILISÞVOTTUR (30 stk, 15 lítil og 15 stór) ......3.790,-
SKYRTUR ........................................ 380,-
KÁPUR.......................................... 1.365,-
GARDÍNUR (pr. kg.) ................................ 775,-
ÞVOUM OG HREINSUM ALLAN FATNAÐ
GLUGGATJÖLD OG MARGT FLEIRA
ALLT Á HREINU SÍÐAN 1965
HRAUNBRÚN 40
SÍMI 555 1368
Lovísa Sólveig Erlingsdóttir úr
FH var valinn í 17 ára lands-
liðshópinn sem tekur þátt í opna
Norðurlandamótinu í knatt-
spyrnu sem fram fer í Finnlandi í
byrjun júlí. Lovísa er 16 ára,
fædd 1989 og byrjaði að leika
með m.fl. FH í fyrrasumar, þá í
3. flokki og leikur nú með 2. og
mfl.
Lovísa er dóttir Erlings Krit-
enssonar og Gyðu Úlfarsdóttur.
Stelpurnar halda utan á sunnu-
daginn og leika fyrsta leikinn
gegn Hollendingum á mánu-
daginn. Ísland leikur í riðli með
Svíþjóð, Þýskalandi og Hollandi.
Liðið keppir við Holland 3. júlí,
við Þýskaland 4. júlí og Svíþjóð
6. júlí.
Lovísa í landsliðið
Afreksmannasjóður ÍBH út-
hlutaði fyrir skömmu fjárfram-
lögum til íþróttafélaganna í
Hafnarfirði vegna verkefna og
þjálfunar ungra og efnilegra
íþróttamanna.
Í ræðu Hafsteins Þórðarsonar,
formanns sjóðsins kom fram að
afrek Hafnfirskra félaga hafa
verið mörg síðustu misseri og
árangur á landsvísu mjög góður.
Þessum góða árangri sé ekki síst
að þakka, öflugu æsku og upp-
eldisstarfi félaganna. „Til þess að
ná enn betri árangri á alþjóða-
mælikvarða þarf að hlúa enn
betur að ungu afreksfólki ekki
síður en þeim sem lengra hafa
komist og er það markmiðið
með þessari úthlutun“, sagði
Hafsteinn.
Að þessu sinni var úthlutað
samtals kr. 675.000. Alls var sótt
um fyrir 27 íþróttamenn úr 6
íþróttafélögum í samtals 8
íþróttagreinum og hlutu þeir allir
styrk, 25 þúsund kr. hver.
Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH,
sund, Björn Ingi Pálsson, DÍH,
dans, Hanna Rún Óladóttir, DÍH,
dans, Ragna Björk Ólafsdóttir,
Keili, golf, Axel Bóasson, Keili,
golf, Adrian Freyr Rodriguez,
Björk, Taekvondo, Hildur
Baldursdóttir, Björk, Taekvondo,
Margrét Edda Jónsdóttir, Björk,
Taekvondo, Tómas Björn Guð-
mundsson, BH, badminton,
Heiðar B. Sigurjónsson, BH,
badminton, Ragnheiður Anna
Þórsdóttir, FH, frjálsar íþróttir,
Kristján Sigurðsson, FH, frjálsar
íþróttir, Bogi Eggertsson, FH,
frjálsar íþróttir, Guðmundur
Heiðar Guðmundsson, FH,
frjálsar íþróttir, Þorkell Einars-
son, FH, frjálsar íþróttir, Kristján
Hrafn Hrafnkellsson, FH,
skylmingar, Sigrún Guðjóns-
dóttir, FH, skylmingar, Halldór
Guðjónsson, Björn Danél Sverr-
isson, Sigurður Ágústsson, Sig-
urður Arnarson, Ingibjörg
Pálmadóttir, Aron Pálmarsson,
Ólafur Gústafsson, Guðjón
Helgason, Bjarni Aron Þórðar-
son og Ólafur Guðmundsson,
FH, handknattleikur.
Tekjur sjóðsins eru framlög
Hafnarfjarðarbæjar og ÍBH auk
framlaga styrktaraðila.
Úthlutað úr
Afreksmannasjóði ÍBH
Styrkþegarnir ásamt stjórn Afreksmannsjóðs ÍBH og fulltrúa Varðar, eins styrktaraðila sjóðsins.
Lj
ós
m
.:
K
ris
tja
na
Þ
ór
dí
s
Á
sg
ei
rs
dó
tti
r
Lovísa Sólveig Erlingsdóttir.
Evrópumeistaramót karla í
ólympískum hnefaleikum fara
fram í Búlgaríu 13.-24. júlí nk.
Einn efnilegasti boxari landsins,
hafnfirðingurinn Stefán Breið-
fjörð Gunnlaugsson, mun taka
þátt í mótinu og verður þar með
fyrsti Íslendingurinn til að fara á
Evrópumót í ólympískum hnefa-
leikum.
Eins og mörgum er kunnugt
varð Stefán Íslandsmeistari í
millivigt 19 ára og eldri fyrir
stuttu og var jafnframt valinn
boxari kvöldsins.
Evrópumeistaramót kvenna
mun svo fara fram í Póllandi
þann 3.-10. september nk. Ann-
ar stórefnilegur boxari úr röðum
HFH, Arndís Birta Sigursteins-
dóttir, mun taka þátt í því móti
og verður fyrsti kvenboxarinn til
að taka þátt í Evrópumóti.
Stefán og Arndís hafa æft
undir leiðsögn Oscar Luis Justo
hjá Hnefaleikafélagi Hafnar-
fjarðar en Oscar hefur gífurlega
mikla reynslu bæði sem boxari
og þjálfari. Hann hefur mikla trú
á þeim Stefáni og Arndísi sem
æfa nú 14 sinnum í viku fyrir
mótið.
Að sögn Ágústu Heru Birgis-
dóttur, formanns HFH og móður
Stefáns Breiðsfjörðs hafa fjöl-
margir bæst í hóp iðkenda á
síðustu misserum og þá ekki síst
fólk sem vill stunda skemmtilega
líkamsrækt án þess þó að keppa í
hnefaleikum. „Fólk er smám
saman að vakna til vitundar um
það að þetta er ekki hættuleg
íþrótt, þvert á móti. Við hjá HFH
sjáum það daglega með berum
augum þegar fjölmargir flykkjast
á æfingar til að rækta sál og
líkama og skemmta sér vel.“
Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar
hóf starfsemi sína í janúar á
þessu ári og er nú eitt stærsta
hnefaleikafélag landsins með
hátt í 100 virka iðkendur sem
fjölgar stöðugt.
Stefán fyrstur á Evrópumót í
ólympískum hnefaleikum
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Stefán Breiðfjörð Gunnlaugsson
Drasl á
bryggju
Ótrúlegt var að sjá sóðaskap-
inn á bryggjunni í Flensborg-
arhöfn á þriðjudaginn. Og
sérstaklega þar sem vitað er að
starfsmönnum hafnarinnar er
umhugað að halda hafnar-
svæðinu hreinu.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n