Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.07.2006, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 13.07.2006, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. júlí 2006 Verslum í Hafnarfirði! . . . það e r svo s tu t t að fa ra! Við kunnum að meta eignina þína!Annasamt íHafnar- fjarðarhöfn Skv. upplýsingum Más Sveinbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra Hafnarfjaðar- hafnar hefur verið mjög eril- samt í höfninni „kjaftfull höfn og haugur af skipum“ eins og hann orðaði það á sjómanna- máli. Skemmtiferðaskipið Le Diamant mun koma tvisvar og leggjast að í Suðurhöfninni en ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um að reyna að fjölga slíkum skipum enda kalli það á miklar aðgerðir á Hafnarsvæðinu og aðkomu fleiri aðila. FH-ingar halda áfram á sigur- braut í fótboltanum. Á þriðjudag mætti liðið eistneska liðinu Tallina VMK í Meistaradeild Evrópu og sigraði 3-2 eftir að hafa verið yfir 1-0 í hálfleik og var síðan ávallt fyrri til að skora. Tryggvi Guðmundsson kom FH-ingum yfir á 32. mínútu eftir gott samspil og Sigurvin Ólavs- son bætti við örðu marki á 67. mínútu eftir glæsilega fyrirgjöf en mínútu síðar minnkaði TVMK muninn og jafnaði síðan með marki úr vítaspyrnu. Þrem- ur mínútum eftir venjulegan leiktíma skoraði varamaðurinn Atli Guðnason glæsilegt mark eftir góða fyrirgjöf langt fram á völlinn. Glæsilegur árangur gegn hinu sterka eistneska liði. Liðin leika svo síðari leikinn á mið- vikudaginn í Kaplakrika og standa FH-ingar vel að vígi með þrjú mörk skoruð á útivelli. Sigurvegarinn úr þessari viður- eign liðanna mætir pólska liðinu Legia Varsjá. FH sigraði í Tallin! Á góðri siglingu í Meistaradeild Evrópu Góður fiskdagur Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Þegar dekkið gafst upp Ökumaður þessa bíls hefur vart vitað hvað á hann stóð veðrið er afturhjól bílsins fór undan með öxli. Óþarft er að geta þess að hjálparlaust komst hann ekki áfram. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.