Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.12.2006, Side 2

Fjarðarpósturinn - 07.12.2006, Side 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 7. desember 2006 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudaginn 10. desember Fjölskylduhátíð á aðventu kl. 11 Horft til jóla — Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur við undirleik Önnu Magnúsdóttur. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur og syngur. Eftir stundina í kirkjunni er boðið upp á góðgæti í safnaðarheimilinu, Strandbergi. Tekið á móti framlögum til góðgerðarmála – Sætaferð verður frá Hvaleyrarskóla kl. 10.55 – Æðruleysismessa kl 20 – Horft til jóla Prestar: Sr. Ólafur Jens Sigurðsson og sr. Gunnþór Þ. Ingason. AAmaður (Diddi) segir sögu sína. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur og syngur. Opið hús í Ljósbroti Strand- bergs eftir messuna. Allir velkomnir. www.hafnarf jardark i rkja. is Jólasögustund á Bókasafni Hafnarfjarðar Í dag, fimmtudaginn 7. desember, klukkan 16.30, munu krakkar úr stóru upplestrarkeppninni lesa jólasögur á barna- og unglingadeild. Allir vel- komnir. Ég man þau jólin Jólatónleikar verða í Hafnarborg í kvöld og 13. desember. Þema tónleikanna er: „Gömlu góðu amer- ísku jólalögin“ sem þekkt eru með Frank Sinatra, Bing Crosby, Tony Bennet, Mahailiu Jackson ofl. í skemmtilegum djass, swing og acapella útsetningum Jólaþorpið Laugardag kl. 14 Kynnir Ásgeir Páll, Skoppa og Skrítla, Bríet Sunna, Varúð!! – Grýla á vappi, magadanshópurinn Börn vindsins og Kvennakór Hafnarfjarðar Sunnudag kl. 14: JÓLIN (eru alveg að) KOMA í Hafnarfirði, jólaball með Gunna og Felix, Grýla og jólasveinn. Hafnarborg Ofið úr þögninni, sýning Sigrúnar Guðjónsdóttur, Rúnu í Sverrissal og Apóteki. Á sýningunni eru stein- leirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastel og bleki. „Locations“ ljósmyndasýning Spessa aðalsal. Þarna má fyrst og fremst sjá myndir af stöðum sem bera ummerki mannsfólksins, staði þar sem fólk hefur komið sér fyrir, hvort sem er í bæ, sveit eða uppi á fjöllum. Guðný Magnúsdóttir sýnir í Boga- skála rennd og glerjuð steinleirsform á sýningu sem hún nefndir Snjór. Jean Antonine Posocco sýnir mynd- skreytingar „Vertö þægör eða ég rassskelle þeg“ Grýla. Yngvi Guðmundsson sýnir í kaffistofu "Vinkonur Snæfríðar" Fótfrá og fim fljó. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 verður sýnd ítalska kvikmyndin La cittá delle donne (1980) eða Kvennabærinn eins og hún hefur verið kölluð á íslensku eftir Federico Fellini. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd franska kvikmyndin La femme D’á Côté eftir Francois Truffaut (1981). Myndin segir frá Bernard sem lifir hemingjusömu lífi með eiginkonu sinni og syni. Dag nokkurn flytur par inn í næsta hús og þarna verða óvæntir endurfundir Bernards og konunnar sem höfðu verið í eldheitu ástarsambandi mörgum árum áður. Leikarar: Gérard Depardieu, Fanny Ardant og Henry Garcin. Aðventukvöld Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarkirkja efna til aðventu- kvölds í sjötta sinn í Hafnarfjarðar- kirkju þriðjudaginn 12. desember kl. 20. Edda Andrésdóttir fréttamaður flytur hugvekju, Lay Low, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, syngur tvö lög, Karla- kórinn Þrestir syngur undir stjórn Jóns Kristins Cortez. Séra Þórhallur Heim- isson leiðir athöfnina og organisti er Jón Stefánsson. Að athöfninni lokinni býður Krabba- meinsfélag Hafnarfjarðar upp á kakó, piparkökur og konfekt í safnaðarheim- ilinu. Jólafundur Hraunprýði Jóla- og afmælisfundur Slysavarna- deildarinnar Hraunprýði verður haldinn í Skútunni þriðjudaginn 12. des- ember, hefst með borðhaldi kl. 19.30. Veislustjóri er Svavar Halldórsson fréttamaður NFS. Brynja Valdís uppi- standari, verður með uppistand. Carlos Sanches sýnir suðræna sveiflu og salsadansa. Glæsilegt jóla- happdrætti. Jólahugvekja. Aðgöngu- miðar verða seldir í versluninni Gjafa- hús 7., 8. og 9. desember Allar konur velkomnar. Má birta hvað sem er í fjölmiðlum? Má auglýsa hvað sem er? Blaðamenn vinna gjarnan eftir siðareglum en þeim einum sem eru í Blaðamannafélagi Íslands er skylt að fara eftir þeim. Aðrir fara gjarnan eftir þeim og setja sér sínar eigin siðareglur sem jafnvel geta verið strangari en skráðu reglurnar. T.d. er ekki að finna eina einustu ljósmynd í Fjarðarpóstinum sl. fimm ár þar sem sést í fólk sem reykir. Það er engin tilviljun. Þetta er aðeins lítið dæmi en engar reglur banna slíkar birtingar. Hins vegar er bannað með lögum að birta áfengisauglýsingar og því birtir Fjarðarpósturinn engar slíkar. Það er einfalt mál og ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Varðandi almenn skrif í fjölmiðli hlýtur tilfinn- ing blaðamannsins hvað sé rétt og forsvaranlegt að ráða hvað birt er. Auðvitað sýnist sitt hverjum og við því er ekkert að gera og hver og einn hefur rétt á að láta skoðun sína í ljós, líka á því sem skrifað er í fjölmiðla enda eru blaðamenn og útgefendur ekki hafnir yfir gagnrýni, síður en svo. Sem betur fer hafa fjölmargir sagt undirrituðum skoðun sína á því sem hér er skrifað og annars staðar í blaðinu og hafa skoðanir eðlilega verið skiptar. Aldrei er skoðun lesanda látin eins og vind um eyru þjóta en þess í stað fær hún að vera með í að móta skoðun þess sem hér ritar, stundum mikið, stundum lítið. Nú eru jólin framundan og oft mikið álag á fólki og eitt stærsta vandamál nútíma Íslendings er þrautin að velja. Velja á milli eins og annars sem fá má fyrir peninga. Kannski voru forfeður okkar lánsamir að hafa ekki svona mikið fé en kannski því mun meiri hamingju. Njótið aðventunnar í Guðs friði. Guðni Gíslason Víðistaðakirkja 2. sd. í aðventu 10. desember Barnaguðþjónusta kl. 11:00 Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 13:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12:00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Fjölskylduráð: 2. Áfengisauglýsingar Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: „Bæjar- stjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita Sportaranum, Flatahrauni 5A áminningu vegna brots á 20. gr. áfengislaga um bann við aug- lýsingum á áfengi; sbr. auglýsingu í 44. tbl. Víkurfrétta frá 30. nóv- ember 2006. Áminningin hefur gildi í tvö ár frá því að hún hefur verið birt leyfis- hafa.“ Og „Fjölskylduráð samþykkir að fela forvarnarfulltrúa og upplýsinga- fulltrúa að ræða nú þegar við rit- stjóra Víkurfrétta og kynna honum framangreinda tillögu sem og for- varnarstefnu bæjarins. Fjölskylduráð leggur áherslu á að í samningum um birtingu aug- lýsinga á vegum sveitarfélagsins verði framvegis kveðið á um að undanbragðalaust sé farið eftir lögum og reglum um bann við birtingu áfengisauglýsinga.“ Framkvæmdaráð: 3. Undirhlíðar, færsla á vegi Helga Stefánsdóttir gerði grein fyrir hugmyndum um færslu á vegi við Undirhlíðar. Framkvæmdaráð óskar eftir nánari upplýsingum frá Vega- gerðinni og leyfirhafa námunnar. 4. Vatnsmiðlunartankur í Áslandi Þráinn Hauksson futtrúi hönn- uða kynnt ný drög að hönnun vatnsmiðlunartanks í Áslandi. Framkvæmdaráð heimilar vatn- veitustjóra og hönnuðum að kynna málið í skipulags- og byggingarráð og óskar eftir deiliskipulagsbreyt- ingu í samræmi við drögin. Hjartað elskar fisk Fjör í Firði „Það var mikið fjör í verslunar- miðstöðinni Firði um helgina og auðséð að jólin eru að nálgast,“ segir Albert Már Steingrímsson í samtali við Fjarðarpóstinn. Í Fjörð kom rúmlega 9 þúsund manns á laugardaginn og tæp 36 þúsund alla vikuna. Rás 2 var með beina útsend- ingu úr Firði frá kl. 11-16 á laugardaginn og hafði Snæfríður Ingadóttir, sem annaðist útsend- inguna, orð á því við Albert hvað vinaleg og fjölskylduvæn versl- unarmiðstöðin Fjörður er. Skemmtileg stemming að hafa handverksmarkaðinn og svo auðvitað jólaþorpið á Thors- planinu. Afgreiðslutíminn í Firði hefur lengst eins og venja er fyrir jólin og er nú opið alla daga og frá 14. desember er opið til kl. 22 alla daga.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.