Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.12.2006, Side 3

Fjarðarpósturinn - 07.12.2006, Side 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 7. desember 2006 www.fjardarposturinn.is eina hafnfirska bæjarblaðið VR og VH sameinuð Sameining VR og Versluna- mannafélags Hafnarfjarðar var samþykkt með miklum meiri- hluta greiddra atkvæða í kosn- ingu meðal félagsmanna VH. Á kjörskrá voru 752, kjörsókn var 28% eða 213. Já sögðu 200 félagsmenn eða 94% þeirra sem kusu en nei sögðu 6% eða 13. Engir seðlar voru auðir eða ógildir. Sameiningin tók gildi frá og með 1. janúar 2006. Stangaveiði- félag Hafnar- fjarðar 55 ára Stangaveiðifélag Hafnar- fjarðar fagnar 55 ára afmæli 6. des n.k. Af því tilefnni verður opið hús í sal félagsins að Flatahrauni 29 á laugardaginn frá kl. 14-18 þar sem margt fróðlegt og gott verður á boð- stólum, t.d. kynning á félaginu. Eiríkur St. Eíríksson verður með kynningu og sölu á stangaveiðihandbókum sínum, Ingimundur Bergsson verður með kynningu og sölu á veiði- kortinu. Heitt kakó, kaffi, gos, stór afmælisterta, heitar vöffl- ur. Nú er tilvalið fyrir allt veiði- fólk og áhugamenn um stanga- veiði að kíkja og gæða sér á veitingum. Erill hjá lögreglunni Síðasta helgi var mjög anna- söm í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og Hafn- arfirði. Mikið var um útköll vegna ölvunar og alls konar pústra, einkum í heimahús og talsvert var um skemmdarverk, meðal annars rúðubrot bæði í húsum og bifreiðum. Þurfti lögreglan að hafa afskipti af fjölda fólks, bæði unglingum og fullorðnum vegna þessara mála. Engir alvarlegir áverkar hlutust af. Fjögur mál tengd fíkniefnum komu til kasta lögreglunnar um helgina, þar af eitt þar sem aðili er grunaður um sölu fíkniefna. Hjá honum voru haldlögð um 30 gr. af meintu amfetamíni. Hin málin eru vegna vörslu og/eða neyslu fíkniefna, en í þeim var haldlagt lítilræði af meintu amfetamíni. Aðventukvöld Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðar- kirkja efna til aðventukvölds í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 12. desember kl. 20. Edda Andrésdóttir fréttamaður flytur hugvekju. Lay Low, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, syngur tvö lög. Karlakórinn Þrestir syngur undir stjórn Jóns Kristins Cortez. Séra Þórhallur Heimisson leiðir athöfnina. Organisti er Jón Stefánsson. Að athöfninni lokinni býður Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar upp á kakó, piparkökur og konfekt í safnaðarheimilinu. Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarkirkja Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar Ástjarnarsókn Kirkjukórsæfingar fimmtudaga kl. 18 í Áslandsskóla. Alltaf pláss fyrir nýtt söngfólk. Æskó 9.-10. bekkjar í Áslandsskóla fimmtudaga kl. 20-22 Foreldramorgnar þriðjudaga kl. 10 - 12 í samkomusal Hauka, Ásvöllum. TTT í Áslandsskóla á þriðjudögum kl. 17 - 18. Æskó 8. bekkjar í Áslandsskóla á þriðjudögum kl. 20 - 22. Barnakórsæfing miðvikudaga kl. 16.30 - 18 í samkomusal Hauka, Ásvöllum. Enn pláss fyrir nýja meðlimi, stráka og stelpur. www.ast jarnarkirkja . is Jólaljósin í Hafnarfjarðarkirkjugarði Ljósin verða afgreidd frá og með laugardeginum 16. desember til og með laugardagsins 23. desember Opið frá kl 13 - 19 alla daga Vinsamlega athugið að ekki er hægt að greiða með debet- eða kredit kortum Lokað aðfangadag Ingibjörg Jónsdóttir Sími 555 4004 Tónleikum aflýst Áður auglýstum jólatónleikum Kvennakórs Hafnarfjarðar er aflýst. Við óskum öllum gleðilegra jóla Kvennakór Hafnarfjarðar Hrafnhildur Lúthersdóttir, 15 ára sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar er ein af efnileg- ustu sundkonum Íslands. Hún er nýkomin heim af Norðurlandamóti unglinga sem haldið var um helgina í Finn- landi þar sem hún varð önnur í 100 m bringusundi og bætti besta tíma sinn og hún varð þriðja í 50 m bringusundi og bætti besta tíma sinn þar einnig. Ung á sigurbraut Hrafnhildur Lúthersdóttir synti vel í Finnlandi Lj ós m .: H af st ei nn In gó lfs so n Jólatrén við Reykjavíkurveg eru komin með nýjar ljósaseríur og er sk. köngulóarvefur, sem sýndur var hér í blaðinu, horfinn af trjánum. Fjölmargir höfðu samband við Fjarðarpóstinn og eflaust enn fleiri við Hafnar- fjarðarbæ til að kvarta yfir þess- um ósóma eins og sumir kölluðu ljósin. Greinilegt er að hlustað er á vilja íbúana og nú geta bæjar- búar glaðst yfir jólatrjánum á Reykjavíkurveginum eins og víða annars staðar í bænum. Köngulóarvefurinn horfinn

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.