Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.12.2006, Page 22

Fjarðarpósturinn - 07.12.2006, Page 22
22 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 7. desember 2006 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir HarðarsonSverrir Einarsson Eldsneytisverð 6. desember 2006 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 111,2 112,0 Atlantsolía, Suðurhö. 111,2 112,0 Esso, Rvk.vegi. 112,7 113,5 Esso, Lækjargötu 112,7 113,5 Orkan, Óseyrarbraut 111,1 111,9 ÓB, Fjarðarkaup 111,2 112,0 ÓB, Melabraut 111,2 112,0 Skeljungur, Rvk.vegi 112,7 113,5 Öll verð miðast við sjálfsafgreiðslu og eru fundin á vefsíðu olíufélaganna. Líður þér ekki vel? Finnurður fyrir þunglyndi, kvíða, sorg? Varðst þú fyrir ofbeldi í æsku? Er hjónabandið ekki í lagi? Einstaklings miðuð meðferð - Hugræn meðferð - Hjónaráðgjöf. Tímapantanir í s. 868 2118 Gréta Jónsdóttir, Fjölskyldu- og hjónaráðgjafi Óska eftir að taka á leigu 2-3 herbegja íbúð í Hafnarfirði. Gunnþóra, sími 896 3163. Tökum að okkur jólahreingerningar, flutningsþrif og stigaganga. Vönduð og góð þjónusta. Uppl. í síma 692 9392 og 867 9898. VILTU PENING Svartur 80GB IPOD tapaðist á Brekkugötu 26 í Hafnarfirði mánudaginn 4. des. Í honum eru myndir og tónlist sem er sárt saknað. VEGLEG PENINGA- FUNDARLAUN ERU Í BOÐI. Eigandi er Þröstur í síma 896 0315 Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T Tapað - fundið Þrif Húsnæði óskast Ráðgjöf www.vaxtarvorur.com Spjallvefur um líkamsrækt Gjafakort í nudd í jólapakkann Heilsustofa Lilju og Ella Bæjarhrauni 2, 2. h. sími 699 0858 HEILSA Fjárfestu í líkamanum og komdu þér í gott form með Herbalife. Heilsuráðgjöf, eftirfylgni. Ingibjörg, hjúkrunarfr. 691 0938 Það var mörgum illa brugðið um síðustu helgi þegar nokkrir fulltrúar sem sitja í kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fóru að krukka í niður- stöðu prófkjörs okkar og henda fólki út. Með vinnubrögðum þessara örfáu einstaklinga var réttlætiskennd margra misboðið. Steinunni Guðnadóttur sem hlaut 10. sætið í prófkjörinu er hent út en hún hlaut 1844 atkvæði í 1.-6. sæti listans, en sá sem hlaut 9. sætið með 1865 atkvæði heldur sínu sæti. Aðeins þriðjungur flokksbund- inna Sjálfstæðismanna í Hafnar- firði kom á kjörstað eða um 1100 manns, meðan um 60% kjörsókn var í hinum sveitarfélögunum. Því eru þetta enn furðulegri og óskiljanleg vinnubrögð kjör- nefndar. Töpuð orrusta Undirritaður var kosninga- stjóri framboðs Steinunnar. Ákvörðun hennar um framboð kom fram 5-6 vikum fyrir próf- kjör. Þessi tími var afar skemmti- legur, allt á fullri ferð, fjöldi fólks gekk í flokkinn, mikil gleði og kraftur ríkjandi. Með niður- stöðu kjörnefndar er þessi orrusta töpuð, en það verður blásið til nýrrar sóknar síðar, stuðningsmenn Steinunnar hafa ekki lagt árar í bát, skemmtilegu starfi verður haldið áfram. Stöndum saman Einn af okkar fremstu leiðtogum Rósa Guðbjartsdóttir mun skipa 7. sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins fyrir Alþingiskosning- arnar í vor. Eitt helsta áherslu- atriði okkar í prófkjörsbaráttunni var að Hafnfirðingur skipaði 6. sæti listans, þannig að það sjónarmið varð ofan á. Það er a.m.k. okkar sigur. Ég hvet stuðningsmenn Steinunnar að taka ávallt hagsmuni Sjálfstæðis- flokksins fram yfir alla aðra hagsmuni, kjörnefndir koma og fara, en Sjálfstæðisflokkurinn er hin styrka stoð. Stöndum öll saman undir forystu okkar öfl- ugu og glæsilegu fulltrúa Þor- gerðar Katrínar og Rósu, aðeins þannig sigrum við saman í vor. Höfundur er viðskiptafræðingur Steinunn úti Guðmundur Jónsson Komið er út Átthagaspil um Hafnarfjörð en spilið hefur að geyma fjölmargar spurningar um Hafnarfjörð og bæjarlíf og geta þátttakendur í spilinu þannig fræðst um ýmsa hluti í skemmtilegum leik. Það er Astrid Örn Aðal- steinsson á Vopnafirði sem gefur spilið út en nú eru komin út spil fyrir 4 sveit- arfélög. Fjölmargir aðstoðuðu við gerð spilsins og flestar myndir sem prýða spjöldin koma frá ljósmyndara Fjarðarpóstsins, Guðna Gíslasyni, en spurn- ingar gerðu Jón Már Halldórsson og Jónatan Garðarsson. Spilið fæst í Bókabúð Böðvars og Mambó í Firði. Átthagaspil um Hafnarfjörð Á forsíðu Fjarðarpóstsins þann 16. nóvember s.l. var grein þar sem fjallað var um að leikritið/forvörnina Hvað ef? Mér brá nokkuð í brún þegar ég las að forvarnarfulltrúi bæjarins fannst að hér væri gengið of langt. Hún segir að of langt sé gengið með því að sýna sjálfsvíg ungrar konu. Í gegnum leikritið er síðan leitt í ljós að hún var hætt á eiturlyfjum en var þunglynd eftir notkun þeirra. Árum seinna bindur hún enda á líf sitt. Ég (og allir sem ég hef rætt málið við, sem flest voru ungmennin sem leikritinu er beint að) er fullkomlega ósammála. Hér er gengið mátu- lega nógu langt. Flestir forvarnarfyrirlestrar sem unglingar eru látnir hlusta á eru annaðhvort frá kennaranum, lögreglunni eða frá fyrrverandi fíklum. Fyrri tveir eru venjulega 3. persónu fyrirlestrar sem eiga það til að hljóma eins og predikanir. Og fíklarnir eru venjulega menn sem eru búnir að komast á stað þar sem þeir eru þokkalega sáttir við lífið. Sem er ekki alltaf sannleik- urinn. En í þessu leikriti er sýndur blákaldur sannleikurinn. Ef fólk ræður ekki við það hefur leikritið náð því sem það á að gera. Því að þá eru meiri líkur á að sú manneskja hugsi sig mun betur um áður en hún tekur eitthvað sem hún veit ekki hvað er. Ég segi: Ekki gera neitt við leikritið nema styðja það og dreifa. Það á að vera skylda allra að sjá það meðan þeir eru í grunnskóla. Ingimar Bjarni Sverrisson. Mátulega langt gengið Þessa dagana eru haldnir fjöl- margir jólatónleikar í Tónlistar- skólanum. Lætur nærri að allir nemendur skólans komi fram á einhverjum þeirra. Sunnudaginn 10. desember kl. 15 verða jólatónleikar Kammersveitar skólans. Á tón- leikunum verða flutt verk eftir W. A. Mozart „Jólakonsert“ eftir A. Corelli og Omnia Vincit eftir stjórnandann sjálfan Óliver Kentis. Gestaspilarar með sveit- inni verða félagar úr Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna. Að loknum tónleikum verður sveitin með kaffisölu til styrktar ferðasjóði sveitarinnar. Þriðjudaginn 12. desember verða jólatónleikar og jólaball Forskólans kl. 17.10 og 18.30 Miðvikudaginn 13. des. verða tvennir tónleikar. Jólatónleikar Grunndeildar hefjast kl. 18 og Jólatónleikar Miðdeildarinnar verða kl. 20. Fimmtudaginn 14. desember verða síðan jólatónleikar Fram- haldsdeildarinnar. Á öllum þessum tónleikum verður flutt mjög fjölbreytt tónlist. Tón- leikarnir fara fram í Hásölum og eru allir hjartanlega velkomnir á tónleikana og aðgangur ókeypis Jólatónleikar Tónlistarskólans

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.