Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.12.2006, Blaðsíða 23

Fjarðarpósturinn - 07.12.2006, Blaðsíða 23
Jólasveinar voru við ÓB stöðina við Fjarðarkaup fyrir skömmu og glöddu börn og kaupendur því þeir sem hitta karlana á ÓB stöðvunum fá 5 kr. afslátt af lítranum og gætu fengið jólagjöf í kaupbæti. Hægt er að fylgjast með á Rás 2 eða www.ob.is hvenær karl- arnir mæta á þína stöð. Heppinn viðskiptavinur fékk einn daginn ferð fyrir tvo til Evrópu og 80 aðrir fengu skemmtilegan jólaglaðning Jólasveinar við ÓB Jólasveinar veita 5 kr. aukaafslátt www.fjardarposturinn.is 23Fimmtudagur 7. desember 2006 www.fjardarposturinn.is Handbolti Úrvalsdeild karla: Haukar - Fram: 31-28 Haukar - ÍR: 31-29 1. deild karla: Grótta - FH: Miðv.dag FH - Afurelding: 21-34 Selfoss - Haukar 2: 27-30 Körfubolti Úrvalsdeild karla: ÍR - Haukar: 103-90 Úrvalsdeild kvena: Haukar - Breiðablik: 91-60 Evrópukeppni kvenna: Gran Canaria - Haukar: 94-67 Næstu leikir: Handbolti 10. des. kl. 16, Akureyri Akureyri - Haukar (úrvalsdeild karla) 10. des. kl. 20, Ásvellir Haukar 2 - Afurelding (1. deild karla) Körfubolti 7. nóv. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Montpellier (Evrópukeppni kvenna) 10. des. kl. 19.15, Hveragerði Hamar - Haukar (úrvalsdeild kvenna) Íþróttir Eina hafnfirska fréttablaðið! — kemur skilaboðum til bæjarbúa Fatahreinsun JAKKAFÖT .................................... 1.550,- HEIMILISÞVOTTUR (30 stk, 15 lítil og 15 stór) ......3.790,- SKYRTUR ........................................ 380,- KÁPUR.......................................... 1.365,- GARDÍNUR (pr. kg.) ................................ 775,- ÞVOUM OG HREINSUM ALLAN FATNAÐ GLUGGATJÖLD OG MARGT FLEIRA ALLT Á HREINU SÍÐAN 1965 HRAUNBRÚN 40 SÍMI 555 1368 Hrafnista Hafnarfirði Vinnustofa Óskum eftir að ráða starfsmann á vinnustofu Hrafnistu í Hafnarfirði Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af að vinna með fólki. Kunni að mála, vinna með gler og búa til skemmtilega hluti úr margvíslegu efni. Upplýsingar gefur Magnea í síma 585 9529 eða á magnea @hrafnista.is Umsóknareyðublöð liggja frammi á símavakt. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Hrafnistu, www.hrafnista.is www.hrafnista.is Ástjarnarsókn Sóknarbörn þjóðkirkjunnar í Áslandi og á Völlum Minnum á safnaðarfundinn sem verður haldinn í kvöld 7. desember kl. 20.00 í Samkomusal Haukanna Dagskrá: Tillaga um að óskað verði eftir því að embætti sóknarprests í Ástjarnarsókn verði auglýst laust til umsóknar. Sóknarnefnd Ástjarnarsóknar. www.ast jarnarkirkja . is Nei eða já? Sumir foreldrar kaupa áfengi fyrir börnin sín og telja að þeir geti þannig frekar stjórnað drykkju þeirra. Þá er verið að horfa á að með þessu sé hægt að takmarka magnið, kenna börnunum að drekka einhverjar „réttar“ tegundir, að leyfa þeim frekar að drekka léttar tegundir en að missa þau í hættulegri vímuefni og með þessu telja foreldrarnir sig tryggja að barnið drekki ekki hættulegan landa. Hinsvegar virðist raunin vera önnur því að það er ýmislegt sem bendir til að þessi rök haldi ekki nema að takmörkuðu leiti. • Við erum með því að kaupa áfengi handa þeim, að viður- kenna að þau megi drekka og þá bera foreldrar fulla ábyrgð á því sem upp kemur í kjölfarið. • Rannsóknir sýna að með þessu þá verði unglingar oftar ölvaðir en þeir unglingar sem þurfa að fara erfiðari leiðir við öflun áfengis. • Með því að láta okk- ar eigin ungling fá áfengi erum við í leið- inni að auka aðgengi annarra unglinga að áfengi. • Nýlegar rannsóknir sýna að með því að útvega unglingum áfengi eru foreldrar að bæta við neysluna hjá unglingnum. Almennur árangur af for- varnastarfi er skýr tölfræðilega en gagnvart einstökum börnum erum við að tryggja þeim en betri uppvaxtarskilyrði. Eyðum hátíðunum með unga fólkinu og verum góðar fyrir- myndir. Höfundur er forvarnafulltrúi. Á ég að kaupa vín, fyrir börnin mín? Geir Bjarnason Mikið var. Virðulegur formaður framsóknaríhaldsins hélt ræðu um helgina og kynnti undir baráttu fyrir næstu alþingiskosn- ingar. Byrjað var að rakka niður fyrrverandi formenn framsóknaríhalds og íhaldsins, þeim gefið á baukinn og líkt og hjá framsóknarmönnum þá var það gert nokkrum mánuðum eftir að við- komandi formenn yfir- gáfu stólana. Þannig eru nú framsóknar- íhaldsmenn og tindátar þeirra, þora ekki að ræða málin nema viðkomandi aðilar séu víðsfjarri, horfnir af vettvangi. Hvar er umræðan og lýðræðið í slíkum flokkum? Ég held það sé ekki til, það er bara einræði sálarinnar sem þar ræður ríkjum eða hefur ráðið ríkjum. Tveggja manna tal. Er einhver von á bata, þeir sem þekkja til sögu þessara flokka telja að slíkt sé ekki til staðar og hafa aldrei verið, ein sál, ein rödd og hún skal ráða. Þessum flokkum íhalds og framsóknaríhalds er ekki treystandi til jákvæðra hvetjandi verka það hefur svo sannarlega sýnt sig á umliðnum árum. Nið- urlæging íhalds og framsóknaríhalds hef- ur sýnt sig á alltof mörgum sviðum und- anfarin ár. NATO - Bandaríkjamenn horfnir á braut og formenn flokkanna fóru með skottið á milli fóta sér á fund Bush en ekkert gerðist, komu aft- ur með skottið enn meira lafandi á milli fóta sér eftir viðskilnað Bandaríkjamanna á Keflavíkur- flugvelli, en sú niðurlæging og skömm. Svo biður hæstvirtur utanríkis- ráðherra íslensku þjóðina afsök- unar vegna leka á Keflavíkur- flugvelli. Þetta hefði nú NATO átt að greiða eða Bandaríkjamenn, nei íslendingar þurfa greiða allan pottinn. Kannski var brottför Bandaríkjamanna og samninga- viðræður ríkisstjórnarinnar bara „tæknileg mistök“. Það er svo margt sem er tæknileg mistök þessa dagana, ja ég held bara að íhaldið og framsóknaríhaldið séu ein stór tæknileg mistök. En þau þarf að leiðrétta og ekki seinna en 12. maí 2007, það skulum við jafnaðarmenn hafa að fyrsta og síðasta markmiði okkar. Fram til baráttu jafnaðarmenn látum ekki „tæknileg mistök“ ráða för á næstu árum. Íslensk þjóð á betra skilið. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingar í Suðvestur- kjördæmi. Hinir staðföstu Jón Kr. Óskarsson Lífið er saltfiskur

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.