Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.12.2006, Page 24

Fjarðarpósturinn - 07.12.2006, Page 24
Sóknarbörn í Kálfatjarnarsókn í Vogum hafa óskað eftir því að embætti prests við sóknina verði auglýst eins og lög heimila. Var sú ósk staðfest á safnaðarfundi 22. nóv. sl. og mun úrskurðar- nefnd Þjóðkirkjunnar gefa álit sitt áður en kjörmenn afgreiða tillöguna. Verði kosið, verður það í fyrsta sinn sem þessum heimildarákvæðum verður beitt eftir að æviráðning presta var afnumin árið 1996. Það sem gerir stöðu sitjandi sóknarprests, Carlosar Ferrer sérstæða, er að hann er í fullu starfi sem prestur í Ástjarnar- sókn í Hafnarfirði og í Kálfa- tjarnarsókn í Vogum en þessar tvær sóknir mynda Tjarnar- prestakall. Á safnaðarfundi í kvöld leggur safnaðarnefnd fram tillögu um að óskað verði eftir því að embætti sóknarprests í Tjarnar- prestakalli verði auglýst laust til umsóknar og segir Hafsteinn Eggertsson, sóknarnefndarfor- maður að í þeirri tillögu felist engin gagnrýni á sitjandi prest, heldur sé verið að bregðast við samþykktinni í Kálfatjarnarsókn. Í lögum um starfshætti Þjóðkirkjunnar er ekkert sem segir að sóknarnefnd skuli gera tillögu að kosningu þó önnur sókn í sama prestakalli hafi samþykkt slíka tillögu og er málið flókið enda eru engin fordæmi um slíka stöðu. Verði ofan á að embætti prests verði auglýst, jafnvel þó ekki væri áhugi á slíku í Ástjarnar- sókn, er lítil sókn að hafa mikið vald yfir stórri sögn að mati eins viðmælanda Fjarðarpóstsins. Rætt var innan sóknarnefndar fyrir alllöngu að sækja um að Ástjarnarsókn hefði prest í 100% stöðu en í dag deila sóknirnar starfi prests til helminga. Í Ástjarnarsókn eru yfir 3000 sóknarbörn og fer þeim ört fjölgandi en í stefnumörkun um framtíðarskipan sókna frá 2000 kemur fram að meginreglan sé sú að meðaltalsmannfjöldi sá, sem hver prestur á að þjóna, sé um 2000 til 3000 sóknarbörn. 24 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 7. desember 2006 Við kunnum að meta eignina þína! Nýir eigendur bjóða ykkur velkomin á g2 / cut hárstúdíó lækjargötu 34b 565 5400 ... málið er bara eitthvað gott fyrir hárið ... bed-head tigi catwalk d:fi crew-shave Það er ekki á hverjum degi sem fimm ættliðir nást saman á mynd. Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir skemmstu á Hrafnistu af fimm ættliðum. Sá elsti og sá sem ber ábyrgð á öllu saman er Páll Þorleifsson f.v. húsvörður í Flensborgarskóla aðrir á mynd- inni eru dóttir hans Gréta Páls- dóttir, sonur hennar Pálmar Óli Magnússon, sonur hans Smári Pálmarsson og dóttir hans Embla Sól Smáradóttir. - Engin furða að Hafnfirðingum fjölgi hratt. Fimm ættliðir Haukar leika við franska liðið Lattes Monpellier í Evrópu- keppninni í körfubolta kvenna í kvöld kl. 19.15 á Ásvöllum. Haukastelpurnar eru efstar í deildarkeppninni hér heima en hafa tapað öllum sínum leikjum í Evrópukeppninni en oft sýnt mikla baráttu. Evrópuleikur í kvöld í körfubolta Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Eigendur Fjarðarkaupa vígðu á sunnudaginn nýtt hlið að svæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar en Fjarðarkaup kostaði gerð nýs skiltis og hliðs. Sigurður Einarsson, arkitekt hannaði hliðið og Halldór Þór- ólfsson smíðaði það en báðir eru þeir félagar í Skógræktarfélag- inu. Eftir athöfnina var viðstöddum boðið í heitt súkkulaði og rjóma- pönnukökur í skála félagsins. Gáfu Skógræktarfélaginu hlið Við vígslu á hliðinu. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Verður kosið um prest? Sérstæð staða komin upp í Ástjarnarsókn - safnaðarfundur í kvöld Carlos Ferrer sóknarprestur.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.