Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.01.2008, Side 4

Fjarðarpósturinn - 31.01.2008, Side 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 31. janúar 2008 FH-ingar undirbúa nú sitt sjötta þorrablót og Risaball í Kapla krika 9. febrúar og sem fyrr er Björgvin Halldórsson list rænn ráðunautur þeirra og í sam tali við Fjarðarpóstinn segir Björg vin að úrval lista - mann anna verði glæsi - legt. Má þar nefna Ragga Bjarna og Þorgeir Ást valds son, Geir Ólafs - son, stórs öngvara, South River Band og Eyjólf Kristjáns son.Verður Katrín Júlí us dóttir, þing - maður veislu stjóri ásamt Björgvini sjálf um. Hljómsveitin Von frá Sauðár króki leikur fyrir dansi, hörku hljómsveit að sögn Björgvins en hann verður gesta söng v - ari með þeim ásamt Siggu Beinteins og Stef - áni Hilm ars syni. Sveitaball á mölinni Árlegt Risaball og þorrablót verður í Kaplakrika 9. febrúar – og aldrei glæsilegra en nú Björgvin Halldórsson. Fulltrúar íbúa á Álftanesi lögðu í gær fram athugasemdir við skipulagsbreytingarnar á Álfta nesi en þá rann út réttur íbúa til að gera athugasemdir. Sam tals voru þetta mótmæli um það bil sjöhundruð íbúa. Sig urð - ur Magnússon bæjarstjóri sagði við móttöku athuga semd anna að hann fagnaði áhuga íbúanna á skipu lagsmálunum og að þeir kæmu athugasemdum sínum til bæjar yfirvalda. Bæjarstjórn og skipulags- og byggingarnefnd hefðu vandað mjög vinnuna við skipulag miðsvæðisins og nú yrði vandlega farið yfir athuga - semdir og reynt að koma til móts við óskir sem þar kæmu fram. Annars vegar voru lögð fram mótmæli um 600 íbúa þar sem lagningu Skólavegar og lokun hluta Breiðumýrar var mótmælt. Lagt var til að hætt yrði við lagn - ingu Skólavegar og að íbúða - svæð ið við Suðurtún og Skóla - tún og Breiðumýrin yrði höfð óbreytt. Hins vegar voru lögð fram mótmæli um 100 íbúa Suðurtúns og næsta nágrennis. Í því mótmælabréfi var færslu á Norð - ur nesvegi til austurs og breyttri land notkun mótmælt og um - hverfis mats krafist. Þá var bens - ín stöð sem lögð er til í deili - skipulagi hafnað. Enn fremur var Skólavegi án opinnar Breiðu - mýrar hafnað. Sigurður Magnússon bæjar - stjóri: „Meginmálið er að litlar athuga semdir voru gerðar við grund völl skipulagsins um hinn græna miðbæ heldur við fá og ein angr uð atriði. Nú þarf skipu - lags- og byggingarnefnd og bæjar stjórn að svara íbúunum fljótt og vel og gera breytingar sem koma til móts við athuga - semdir íbúanna, en það er mikil - vægt að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Nokkurs misskilnings gætir hjá sumum þeim sem gera athugasemdir. Það var til dæmis ekki ætlunin að byggja háhýsi á spildu milli þjóðvegar og byggðar í Suðurtúni. Þessi spilda er utan miðsvæðaskipulagsins og engar tillögur eru gerðar um deiliskipulagningu húsa þar, síst af öllu háhýsa.“ Undirskriftalistar með athugasemdum afhentir - bæjarstjóri segir að leitað verði farsælla lausna Gerður Björk Sveinsdóttir og Brynja Guðmundsdóttir afhentu Sigurði Magnússyni bæjarstjóra Álftaness mótmælabréf. Undirskriftalistar bæjarbúa sýna hversu annt þeir láta sér um nærumhverfi sitt og fagna ég því. Bæjarstjórn og skipu - lags- og byggingarnefnd munu nú fara vandlega yfir efni þeirra og gera breytingar sem koma til móts við þær athugasemdir sem þar eru gerðar, en mikilvægt er að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Ánægjulegt er að þær ábend ingar sem við höfum fengið miðast við fá og af - mörkuð atriði. Grundvöllur skipu lags hins græna miðbæjar heldur sér. Sigurður Magnússon, bæjarstjóri Álftaness Yfirlýsing frá Sigurði Magnússyni, bæjarstjóra Álftaness Vegna athugasemda íbúa á Álftanesi við fyrirhugaðar skipulagsbreytingar Aldrei drukkið mjólk Friðrik Oddsson, meintur stofnfjáreigandi, Fiddi, hefur vakið athygli í mjólkur aug - lýsingu frá MS þar sem hann lýsir því yfir að hafa byrjað að missa tennurnar á þrítugsaldri og leiðir að því líkum að það geti verið vegna þess að hann drekki aldrei mjólk. Hann er sagður áhugaleikari á heimasíðu MS. Hann hefur vonandi ekki fengið greitt fyrir aug lýsinguna í mjólk! EF? A f v e f M S

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.