Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.02.2009, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 05.02.2009, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. febrúar 2009 Eldsneytisverð 4. febrúar 2009 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 142,8 164,2 Atlantsolía, Suðurhö. 139,7 163,1 Orkan, Óseyrarbraut 138,7 162,1 ÓB, Fjarðarkaup 138,8 162,2 ÓB, Melabraut 142,8 164,2 Skeljungur, Rvk.vegi 144,4 167,8 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. N1 gefur ekki upp verð á heimasíðu. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Notaleg 2-3 herbergja íbúð til leigu á jarðhæð á Vallarbarði. Verð 110 þús kr. Einnig til sölu. Uppl. í s. 899 9477 Einbýli,rað/parhús óskast frá 1. mars fyrir par m/ eitt barn. Skilvísi og reglusemi heitið og fyrirframgr. ef óskað er. Leiguverð má vera frá 100-160 þús. Uppl. í s. 8972681 Tilvalið fyrir eldri borgara! Nokkurra mánaða, nær ónotað „Sælurúm“ frá RB-rúmum til sölu. 120 cm breitt, stillanlegt m. þráðlausri fjarstýringu, vönduð springdýna. Rúmteppi og púðar geta fylgt. Uppl. í s. 896 4613. Tek að mér að stytta buxur og annan fatnað. Er klæðskeri og bý í Hafnarfirði. Uppl. í síma 866 2361 eftir kl. 16 alla daga. Förðun og neglur. Förðun fyrir öll tækifæri, einnig gelneglur. Uppl. gefur Laufey förðunar- og naglafræðingur, s. 699 4603 Námskeið í postulínsmálun. Upplýsingar í síma 565 3349 eða 821 1941. Er flutt í Hafnarfjörð. Les í bolla, spil og rúnir. Verið velkomin. Uppl. í s. 864 1281, Sigurveig spákona. Svartur sundpoki með mynd af appelsínugulum dreka framaná tap - aðist í eða við Ásvallalaug 28. jan. Í pokan um er ljósblá sundskýla, hand klæði og sundgleraugu. Skýlan er merkt nafni og símanúmeri. Uppl. í s. 892 1563. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . T a p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T Tapað - fundið Húsnæði óskast Spádómar Til sölu Námskeið Þjónusta Húsnæði í boði ÍBÚÐIR TIL LEIGU í Hafnar firði, Reykjavík og Keflavík. upplýsingar á www.heimahagar.is Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann JónassonSverrir Einarsson Jón G. Bjarnason Fiskbúðin Lækj ar gö tu 220 Hafnarfirði S-56 554 88 220 HafnarfirðiLækjargötu 34bFiskbúðin Sími-5655488 FISKBOLLUR PLOKKFISKUR ÝSA RÚGBRAUÐ FISKILASAGNE Meginforsendur fjárhagsá ætl - un ar Hafnarfjarðar fyrir árið 2009 eru að halda þjónustu gjöld um sem mestu óbreyttum. Það á þó ekki við um þjónustugjald fyrir kalt vatn sem innheimt er með hlið sjón af fast eigna - mati eigna. Ein hver fyrir tæki greiða þó auka vatnsgjald eftir mæli, enda um mikla notkun að ræða. Kalda vatnið var lækkað veru lega í Hafnarfirði. Vatnsból Hafnar - fjarðar er í Kaldár - botnum. Þaðan liggur aðfærsluæð til bæjarins me ðfram Kaldárselvegi um 6 km að lengd, síðan eftir stofnæðum og dreifilögnum sem flestar liggja í götum bæjarins. Fáeinar dælu - stöðvar innanbæjar sjá þeim bæjar hlutum sem hæst liggja fyrir vatni. Fyrstu tildrög að vatnsveitu í bænum munu vera þau að Vatns veitufélag Hafnarfjarðar var stofnað 1904. Vatnsveita var lögð til bæjarins og vatnsleiðslur í bæn um árið 1909. Á umliðnum árum hefur verið unn ið að átaki við endurgerð heima- og dreifiveitukerfis í gamla bæjarhlutanum. Einnig hefur verið unnið að nýfram - kvæmd um hjá Vatnsveitu Hafn - ar fjarðar uppá um 400 milljónir króna, en stærstu verkefnin eru smíði 6000 tonna vatnsmiðlunar - geym is við Kaldárselsveg (Ás - land 3) og borun rannsóknar hola í Fagradal í Lönguhlíðum, þar sem framtíðar vatnstaka getur farið fram. Þá hafa reglulega verið tekin sýni úr vatnsbóli Vatnsveitu Hafnarfjarðar, sem send eru til ALS í Svíþjóð til efnagreininga sem er faggilt rannsóknarstofa. Það verkefni er unnið í samvinnu við heilbrigðiseftirlit. Um er að ræða heildarúttekt á efna- og eðlisfræðilegum þáttum neyslu - vatns skv. reglugerð 536/2001 um neysluvatn. Innihald allra þessara efna eru vel innan hámarksgilda reglugerðarinnar. Gæði Kaldár - vatnsins er mjög góð. Lækkun gjaldskrár og reglur um afslætti Framkvæmdaráð fer með stjórnsýslu vatns - veitumála. Þegar ljóst var að framkvæmdir myndu dragast saman, verkefninu við vatns - miðlunartankinn yrði nær lokið og rann - sóknir í Fagra dal væru búnar, var ástæða til að lækka kaldavatnsgjaldið. Lögð var fram tillaga um 15% lækkun, en þar sem vatnsgjald tek ur mið af fasteignamati þá lækkar verð á köldu vatni í fjöl - býlis húsum um nær 20%, en fast - eigna mat fjöl býlishúsa í Hafnar - firði og víð ar var lækkað um 5% af Fast eignamati ríkisins um ára - mótin. Það verða því lægri tölur á inn heimtuseðlum þessa árs en því síð asta og er það kostur í því árferði sem nú er. Allt er þetta hægt vegna þess árangurs sem Hafn firðingar hafa náð sam eigin - lega í vatnsveitumálum, með öflugri vatnsveitu Hafnarfjarðar. Að lokum má benda á, fyrst rætt er um fasteignagjöld, að hægt er að sækja um niðurfellingu fast - eignaskatts til ellilífeyrisþega og öryrkja. Bæjarstjórn heimilar með stoð í 4. mgr. 5.laga um tekju - stofna sveitarfélaga að fella niður fasteignaskatt og holræsagjald elli lífeyrisþega af eigin íbúð. Nánari upplýsingar um afsláttar - reglur eru veittar í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar. Höfundur er bæjarfulltrúi og situr í framkvæmdaráði. Lækkun á kalda vatninu um 15-20% Margrét Gauja Magnúsdóttir Þegar óljósar fréttir bárust á aðventunni um að til stæði að flytja núverandi starfsemi St. Jósefs - spítala í Hafnarfirði til Suðurnesja og á Landspítalann, fór eðlilega um starfsmenn og velunnara spítalans. Þeir höfðu áð - ur staðið frammi fyrir slíku árið 1991 þegar Sig hvatur Björgvinsson þáverandi heilbrigðis - ráð herra hafði kynnt áform um að leggja spítal ann undir Landa kot. Í byrjun janúar komu nokkrir velunnarar spí - tal ans saman og ákváðu að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að standa vörð um spítalann og freista þess að fá heil brigðis ráð - herra Guðlaug Þór Þórðarson til að taka aftur ákvörðun sína. Haldinn var fjölmennur borgara - fundur laugardaginn 10. janúar 2009 eða aðeins 3 dögum eftir að áhugamannahópurinn var stofnað - ur. Þá var strax hafin söfnun undir - skrifta og voru ráðherra afhentar undirskriftirnar (samtals hátt í 14000) 22. janúar s.l. Á þeim tíma var fátt sem benti til annars en að þáv. heilbrigðisráðherra ætlaði að halda sínu striki þrátt fyrir að endurteknar óskir hefðu borist um fagleg og fjárhagsleg rök fyrir fyrir - huguðum aðgerðum Margt hefur verið sagt og skrifað um þetta mál allan janúarmánuð. Fólk hefur stappað í hvert annað stálinu og starfsfólk spítalans á ekki hvað síst heiður skilinn fyrir æðru - leysi og málefnalega baráttu. Þau, ásamt velunnurum slógu táknræna skjald borg um spítalann í kalsa - veðri laugardaginn 24. janúar og sung ið var vígsluljóð spítalans. Ég hef hitt margan manninn á förn um vegi og minnistæðast er þegar eldri hafnfirðingur sagði við mig. „Sannaðu til: Almættið heldur verndarhendi yfir St. Jósefsspítala!“ Þá er einnig vitað að St.Jósefssystur sem fluttar eru til Kaupmanna hafn - ar hafa beðið heitt fyrir spítalanum og ugglaust hafa fjöl margir aðrir minnst spítal ans í bæn. Umskiptin í lands - stjórn inni urðu til þess að St. Jósefsspítala var bjarg að í bili og nú virð - ist liggja fyrir að starf - semi og framtíð hans verði tekin fyrir í við - ræðum milli Hafnar - fjarð ar bæjar og ríkis valds ins um leið og fjallað verður um heil - brigðismál í Hafnar firði og málefni aldraðra í heild sinni. Bæjar stjórn Hafnarfjarðar hefur ítrek að lýst eindregnum vilja til að fara í slíkar viðræður. Í þess um mála flokkum er alger samstaða milli bæjarfulltrúa og er vert að benda sérstaklega á það enda trúi ég að fólk hafi fengið sig fullsatt af hnútuköstum milli stjórnmála manna. Reynsla janúarmánaðar af þessu máli sýnir best hvers öflug sam - staða er megnug. Ég er ekki í vafa um að þessi varðstaða og barátta bjargaði spítalanum því að ráðherra hefði vel getað keyrt málið fljótt í gegn ef engin andstaða hefði verið. Sérstök ástæða er til að þakka öflugt starf áhugamannahópsins undir dyggri leiðsögn Gunnhildar Sigurðardóttur frv. hjúkrunar for - stjóra. Ég vænti þess að hópurinn starfi áfram og fylgist vel með þró - un mála enda að mínu mati um mikilvægan áfanga að ræða en ekki endapunkt. Höfundur er bæjarfulltrúi St. Jósefsspítala bjargað Almar Grímsson Þær Bryndís Björk Bergsdóttir, Telma Mjöll Lárusdóttir og Rósa María Friðriksdóttir héldu tombólu og söfnuðu 6.100 kr. fyrir Rauða Krossinn. Duglegar stúlkur Aðalfundur Fram Landsmálafélagið Fram heldur aðalfund félagsins fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20 í húsi Sjálfstæðisflokksins, Norðurbakka 1a. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.