Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.02.2009, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 05.02.2009, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. febrúar 2009 Komdu á æfingu! www.haukar.is Hafnar - fjarðar - slagur í kvöld Haukar - FH kl. 19.30 Þeir hljóta að vera æstir í sigur Haukastrákarnir í handboltanum en FH-ingarnir sem komu upp úr 1. deild sl. ár hafa sigrað í báðum leikjum liðanna í vetur. FH-ingar sem hafa komið á óvart í vetur hafa eflst með hverjum leiknum og léku stórvel í síðasta leik á móti Stjörnunni þrátt fyrir að vera án lykilmannana Arons Kristjánssonar og Ólafs Guð - munds sonar en óvíst er með þátttöku þeirra í leiknum í kvöld. Haukar hafa verið í mikilli siglingu og hreinlega niður - lögðu topplið Fram í síðasta leik og mæta FH-ingum með sitt sterkasta lið. Opið hús verður að Ásvöll - um frá kl. 18.30 en þá leika 7. flokkar FH og Hauka, tónlist verður leikin og boðið upp á andlitsmálningu. Umgjörðin verður að venju glæsileg að Ásvöllum og von á fullu húsi. Frítt er fyrir 15 ára og yngri. Einvígi Vals og FH FH sækir Val heim á sunnu - daginn kl. 16 í undanúrslitum bikarkeppni karla í handbolta en FH sló Hauka út í miklum baráttuleik í Kaplakrika. Telja sumir að leikurinn sé hreinn úrslitaleikur þar sem tvö lið úr 1. deild leika í hinum undanúrslitaleiknum, Selfoss og Grótta. Skyldi þó enginn vanmeta 1. deildarlið í bikar - keppni. Búist er við hörkuleik en Val ur er stigi á undan FH, í 2. sæti í úrvalsdeildinni. FH- ingar reikna með að geta teflt fram sínu sterkasta liði. w w w . f j o r u k r a i n . i s - P ö n t u n a r s í m i 5 6 5 1 2 1 3 Rammíslenskt þorrablót að hætti Fjörugoðans með þjóðlegum söng víkinga og valkyrja yfir borðhaldi Hljómsveitin Papar leikur föstudaga og laugardaga allan þorrann Kjötréttir Súrmatur Sjávarfang Meðlæti Eftiréttur Hangikjöt Lundabaggar Harðfiskur Uppstúf og kartöflur Skyr Svið Lifrarpylsa Hákarl Rauðrófur Sviðasulta Blóðmör tvær tegundir af síld Rófustappa Saltkjöt Hrútspungar Sýrt hvalkjöt Grænar baunir Svínasulta Bringukollar Reykt þorskhrogn Hverabrauð Sviðasulta Flatkökur og smjör Pottréttur Skoðið tilboðspakkana okkar á vefsíðunni www.fjorukrain.is 1. Þorrapakki: Þorrahlaðborð kr. 6.400 á mann m/fordrykk og einn bjór með mat 2. Árshátíðarpakki 3. Sælkerapakki 4. Fyrirtækjapakkinn Hvunndagsmatseðill öll kvöld virka daga, tveggja rétta, á kr. 1.500. Sérstakur helgartilboðs- matseðill, þriggja rétta, á kr 4.200. Hart var deilt á 7 klukkustunda löngum bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Töluverður tími fór í umræður um tillögur um stjórn - skipulagsbreytingar þar sem sjálf stæðis menn vilja m.a. sam - eina ráð og leggja niður mið - bæjar nefnd. Telja þeir að ein - falda megi stjórnsýsluna og voru bæjarfulltrúar alls ekki á einu máli. Þá var hart deilt um formsatrið við tillögu sjálfstæðismanna vildu að bæjarstjórn samþykkti tillögu um að lækka verð á skólamáltíðum í 210 kr. og að mánaðarverð verði aldrei hærra en 4500 kr. auk þess að veita systkinaafslátt. Í tillögunni var gert ráð fyrir að fræðsluráð útfærði tillöguna og kæmi í framkvæmd. Þessu mótmælti samfylkingarfulltrúarnir og töldu að vísa ætti tillögunni til fræðsluráðs og töldu ekki eðli - legt að afgreiða hana án umræðu í fræðsluráði. Um þessa af - greiðslu var rifist í á annan tíma. Velferðarsjóður Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 0,25% hækkun á útsvari sem á að skila átti 148 millj. kr. á móti lækkunum vegna lækkunar útsvarsstofns. Við fjárhagsá ætl - unar gerðina kom hins vegar í ljós að lækkunin nam 63 millj. kr. og var þá aukin þátttaka í kostnaði við heilsurækt starfs - manna í 6,6 millj. kr. og stofnaður velferðarsjóður með 78 millj. kr. í. Sjálfstæðismenn deila á að engin skipulagsskrá er til fyrir þennan sjóð né að sérstök samþykkt hafi verið gerð um stofnun hans. Þá vanti alla stefnu um það hvernig eigi að nýta hann og hvort hann eigi að nýtast sem einhver bjargráðasjóður heimil - anna. Tillögunni var vísað frá en tillögu Samfylkingar og VG um , í rauninni sama efni, var vísað til fræðsluráðs. Stjórnskipulag Tillögu Sjálfstæðismanna um að leita ráða til að einfalda og spara í stjórnsýslu bæjarins hafði verið vísað úr bæjarráði til bæjar stjórnar og var svo aftur vísað til bæjarráðs. Telja sjálf - stæðis menn að rétt sé að hefja sparnaðinn í stjórnkerfinu en meirhluti bæjarstjórnar taldi ekki hægt að hlaupa til í slíkar aðgerðir þó skoða mætti einstaka þætti. Hart deilt í bæjarstjórn Deilt um velferðarsjóð, skólamáltíðir og stjórnskipulag

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.