Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.02.2009, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 05.02.2009, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 5. febrúar 2009 MÁLÞING UM RAFRÆNT EINELTI SAFT vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á netinu og tengdum miðlum, hefur á síðustu árum staðið fyrir viðburðum á alþjóðlega netöryggisdaginn. Í ár standa Síminn, Microsoft, menntamálaráðuneytið, Lýð - heilsustöð, Heimili og skóli og SAFT sameiginlega að málþingi um rafrænt einelti þennan dag. Málþing verður haldið þriðjudaginn 10. febrúar í Skriðu, Háskóla Íslands, við Stakkahlíð, kl. 14.30 - 16.15. Á þinginu verður fjallað um ýmsar tegundir og birtingar form rafræns eineltis, sagt frá nýjum rannsóknum á rafrænu einelti og fjallað um tæknilegt umhverfi tölvu notkunar og netsins. Einnig munu einstaklingar lýsa reynslu sinni af rafrænu einelti og sálfræðingur fjalla um sál – og félagsfræðilegar hliðar eineltis. Í lok málþingsins verða umræður og veitingar. Málþingið er öllum opið – fundarstjóri Þorlákur Helgason Vinsamlega tilkynnið þátttöku á saft@saft.is Sérstök athygli er vakin á því að málþingið verður einnig sent út á vefnum, vefslóð fyrir netútsendingu er http://sjonvarp.khi.is/ Það hefur verið aumkunarvert að fylgjast með tilraunum Haraldar Þórs Ólasonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði til að rökstyðja og réttlæta af hverju flokkur hans tók ekki þátt í vinnu við gerð fjárhags - áætlunar fyrir þetta ár. Hann hefur ekki heldur tekið þátt í öðru starfi samráðshóps bæjar - ráðs, sem hefur það verkefni að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum efnahags - þrenginganna á íbúa í Hafnar - firði. Haraldur Þór skrifaði grein í síð asta Fjarðarpósti, þar sem hann reynir að réttlæta gjörðir sín ar. Við ætlum ekki að elta ólar við einstök efnisatriði í grein Haraldar. Það er heldur ekki víst, að við sem þetta skrifum, séum sammála um það allt. Hitt erum við aftur á móti sammála um, að afar ósmekklega og ómaklega er vegið að bæjar stjóra, Lúðvík Geirs syni í grein Haraldar. Þar seg ir hann: „Skyldi það vera að Lúðvík sé einfaldlega ekki gefinn sá eiginleiki að hvetja fólk til sam starfs?“ Hér er heldur betur verið að snúa hlutunum á hvolf. Þeir eru vandfundnir sem eru lipurri í samstarfi en Lúðvík bæjarstjóri. Það vita allir sem með honum starfa, hvort sem þeir eru samherjar í pólitík eða ekki. Nema þá oddviti Sjálfstæðis - flokks ins. Það er raunar sérstakt að hann skuli tala með þessum hætti um hæfileika til að laða fólk til samstarfs, miðað við hve marga kjósendur honum tókst að laða til samstarfs við Sjálfstæðis flokk - inn í síðustu kosningum. Sjálfur notaði Haraldur orðið veru leikafirringu í fyrirsögn í grein inni um samstarfsvilja bæj ar stjóra. Spurning hvort það á ekki vel við innihaldið í um ræddri grein. Dæmir sig sjálft Flótti Haraldar undan eigin afstöðu og ábyrgðarleysi dæm ir sig sjálfur. Með fram komu sinni hefur Sjálfstæðis flokk urinn dæmt sig úr leik í um fjöll un um afleið - ingar hruns hag kerfis ný frjáls - hyggjunnar. Bæjar full trúar Sam - fylkingar innar og Vinstri grænna töldu einfald lega – eins og sveitar stjórnar menn í öllum flokkum um allt land – að það væri skyn samlegt að fara sam - eiginlega í þessa vinnu. Það að Sjálf stæðis menn skyldu kjósa að taka ekki þátt í henni lýsir engu öðru en þeirra eigin viðhorfum. Guðmundur Rúnar er bæjar - full trúi Samfylkingar og for - maður bæjarráðs. Jón Páll er bæjarfulltrúi VG og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Á harðahlaupum undan sjálfum sér Guðmundur Rúnar Árnason Jón Páll Hallgrímsson Deildakeppni Badminton sam - bands Íslands var haldin í Reykjavík um helgina. Fjögur lið frá Badmintonfélagi Hafnar - fjarðar tóku þátt í keppninni. BH naglar, sem að mestu er skipað eldri spilurum, kepptu í B-deild og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu með glæsibrag. Naglarn - ir voru því krýndir Íslands meist - arar í B-deild og voru stolt félags ins í keppninni þetta árið. Í A-deild voru tvö lið frá BH. BH gamlir sem urðu í 3. sæti og BH ungir sem urðu í 5. sæti. Mikil barátta var í báðum liðum og stóð unga fólkið sig sér - staklega vel, stal óvæntum sigr - um öðru hvoru. BH keppti í sameiginlegu liði með ÍA í Meistaradeildinni. BH- ÍA liðið endaði í fjórða og síðasta sæti í deildinni en stóð sig engu að síður vel. Margir leikir voru spilaðir gegn sterkum and - stæðingum og létu sigur ekki af hendi áreynslulaust auk þess sem nokkrir leikir unnust. BH naglar Íslandsmeistarar BH naglarnir sem urðu Íslandsmeistarar í B-deild í badminton. Dansað í Hraunseli föstudaginn 6. febrúar Ingólfur Steinsson og Stefán Jökulsson leika fyrir dansi. Dansað er í Hraunseli, Flatahrauni 3, kl. 20.30 - 24. Mikið fjör og mikið gaman. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið opnað kl. 20 Upplýsingar á www.febh.is og í síma 555 0142 DEIGLAN ATVINNU- OG ÞRÓUNARSETUR Hafnarfjarðarbær óskar eftir hugmyndaríkum sjálf boðaliðum til að koma að uppbyggingu Deigl - unnar sem er atvinnu- og þróunarsetur Hafnar - fjarðarbæjar. Deiglan mun taka til starfa í febrúar og verður þar vettvangur fyrir þá sem misst hafa vinnuna eða hafa á einhvern hátt fundið fyrir þrengingum á atvinnumarkaði. Í Deiglunni er ætlunin að byggja upp starfsemi fyrir íbúa Hafnarfjarðarbæjar sem leita nýrra tækifæra í atvinnu eða námi þar sem boðið verður upp á fjölbreytt námskeið, fræðslu og ráðgjöf. Þar verð - ur jafnframt hægt að huga að atvinnusköpun, tómstundum, menningarstarfsemi og líkamsrækt í samstarfi við fjölmarga aðila. Allir sem vilja leggja hönd á plóginn og búa yfir góðum hugmyndum sem nýtast myndu við uppbyggingu setursins eru hvattir til að hafa samband við Brynhildi Barðadóttur, verkefnisstjóra Deiglunnar í síma 664 5526 eða á netfangið brynhildur@hafnarfjordur.is Deiglan verður til húsa í Menntasetrinu við Lækinn, gamla Lækjarskóla. Aðalfundur Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Hauka verður haldinn þriðjudaginn 17. febrúar kl. 18 á Ásvöllum. Fundarefni samkvæmt lögum félagsins. Aðalstjórn Hauka Lögbann á deilisíðu staðfest Héraðsdómur Reykjaness hefur staðfest lögbann sem sett var á deili síð una torrent.is sem gerði fólki kleift að hlaða niður ýmsu efni sem ekki var alltaf heimild fyrir. STEF, Samband tónskálda og eigenda flutn - ings réttar fékk lögbannið sett 19. nóvember 2007. Aug l ý s i n g í F j a r ð a r p ó s t i n um bo rg a r s i g ! Auglýsingasími: 565 3066 Óbreytt verðskrá frá nóvember 2001

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.