Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.03.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 05.03.2009, Blaðsíða 4
Í leikskólanum Álfabergi er unnið með stafi á fjölbreyttan hátt fyrir 5 ára börn. Í vetur var tekin ákvörð un um að vinna námssviðin í lotum. Íslenska er kennd í þremur lotum og hefur stafavinna ver - ið hluti af þeim lotum. Stafavinna hefur verið í þró un á Álfabergi og hef ég, undirrituð, haft um sjón með íslensku - kennslu leikskólans. Ekki er hægt að segja annað en að ég sé einstaklega ánægð þennan vetur hvernig til hefur tekist. Stafavinnan í leikskólanum hefst alltaf á stuttri stafainnlögn með 10-14 börnum og eru staf - irnir kynntir samkvæmt svo kall - aðri hljóðaaðferð. Til þess að gera stundina áhuga verða fyrir þenn an aldur kemur Mína mús í heimsókn og kynnir hvern staf. Stund in er stutt, hnit miðuð og umfram allt skemmtileg. Mína kynn ir stafinn, hljóð hans og hvernig hann er skrifaður. Mína mús hefur algjörlega sleg ið í gegn og börnin hafa mikið velt vöngum yfir hvort hún sé alvöru mús. Það kom skemmti lega á óvart hversu spennt börnin eru gagnvart Mínu mús og spyrja mikið um hana og hvort hún sé ekki á leiðinni þegar að einhver tími hefur liðið síðan hún kom. Áhuginn á stöfunum er því greinilega til staðar. Þegar að stafainnlögn líkur er börnunum skipt í smærri hópa 4-7 börn í hverjum hópi og unnið er í stöðv arvinnu í 15 mínútur í senn. Í stöðva vinnunni er fjöl breytni og leikur í fyrirrúmi og eru staf - irnir málaðir, leiraðir, klipptir út, skrifaðir með tússi, í hrísgrjón, á töflur, perlaðir, saumaðir og svo mætti lengi telja. Einnig vinna börn in eitthvað verkefni sem tengist stafnum, farið er í mál - örvunarleiki, mynd uð orð og jafnvel farið í vettvangsferðir tengdar stöfum (t.d. farið til Reykja víkur þegar unnið var með R), farið er út í markvissa stafaleit og fleira og fleira. Reynslan hefur kennt manni, auk þess að hafa kynnt sér rann - sóknir, hvaða kennsluaðferðir virðast henta best þessum aldri. Það sem kom mér mest á óvart er sá mikli áhugi sem börnin sýna slíkri vinnu og hversu tilbúin þau eru til þess að meðtaka þessa nýju þekkingu. Áhugi þeirra á stöfum hefur aukist verulega og þau taka flest eftir þeim allsstaðar í um - hverfinu og í strætóferðum sitja þau og horfa út um gluggann og sjá stafi og orð. Þetta er mjög ánægju leg reynsla og gleður kenn ara hjartað. Þegar áhugi barnanna er til staðar á nám sér stað, þannig er lögmálið. Mörg börn leikskólans eru komin af stað með lesturinn án þess að bein lestrarkennsla hafi átt sér stað. Þarna er þeirra stórkostlega áhuga hvöt að verki. Ég er grunnskólakennari að mennt og hef kennt á báðum skóla stigunum. Ég tel að þessi námsreynsla 5 ára barna verði til þess að börnin kveðji sæl og sátt við leikskólastigið og gangi sterk og tilbúin inn í það næsta þar sem góður kunnugleiki hefur myndast á milli skólastiganna. Nú stendur yfir innritun í leikskólann fyrir komandi skólaár og hvet ég for - eldra til að koma í heimsókn, skoða og fræðast enn frekar um skóla starfið. Ennfremur er hægt að sækja beint um skólavist í gegn um íbúagáttina inni á hafnar - fjordur.is. Höfundur er grunnskólakennari. 4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. mars 2009 Íslenska og leikur - stafavinna Linda Björk Halldórsdóttir • Ég hef ákveðið að bjóða fram krafta mín í þeirri uppbyggingu sem framundan. Ég lít á það sem for gangsverkefni að bæta stöðu fjölskyldna. Félagslegur stuðningur er öllum mikilvægur. Stór hluti íslenskra barna eiga tvö heimili og fjölskyldustefna þarf að taka mið af marg breytileika fjöl - skyldna. • Tryggja þarf að allir foreldrar, óháð forsjá eða hjúskaparstöðu, hafi jafnan aðgang að upp lýs - ingum um börnin sín frá skóla og heilbrigðisþjónustu. Breyta þarf skattalögum til að tryggja að með lagsgreiðendur teljist for eldr - ar og njóti barnabóta til jafns við aðra foreldra. • Öll heilsugæsla, námsbækur og annar stuðningur á að vera að - gengilegur börnum og ung menn - um þeim að kostnaðarlausu til að draga úr þeirri stéttaskiptingu sem nú blasir við. • Ég er talsmaður þess að Íslend ingar noti vistvæna orku á sjálf bæran hátt til að byggja upp vistvæna atvinnuvegi en í dag eru u.þ.b. 77% orkunnar nýtt til meng andi stóriðju. Í þessu sam - bandi tel ég mikilvægt að efla ferða þjónustu með áherslu á nátt - úruskoðun, hefja út - flutn ing á lífrænt rækt - uðum land búnaðar - afurðum, byggja upp fyrir tæki í hátækni - iðnaði, þróa nýstárlega orkugjafa s.s. metan - gas o.fl. • Efla þarf lýð ræðis - legri vinnu brögð í stjórn málum og stjórn - sýslu. Þátttaka al - menn ings er mikil væg og ég styð tillögur um þjóðar - atkvæða greiðslur og aukið íbúa - lýðræði. Um frambjóðandann • Formaður og stofnandi íbúa - samtakanna Sól í Straumi og jafn framt Formaður Félags stjúp - fjölskyldna frá stofnun þess 2005 . Framkvæmdastjóri Félagsráð - gjafa félags Íslands, stunda kenn - ari við HÍ og heldur úti síðunni - www.stjuptengsl.is • Meistarapróf í félagsráðgjöf, starfs réttindi í félagsráðgjöf, kennslu - og uppeldisfræði til kennslu réttinda og og BA próf í stjórnmálafræði frá HÍ. Ég á tvö börn og stjúpdóttur. Ég gef kost á mér Gefur kost á sér í 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Valgerður Halldórsdóttir Morgunverðarfundur með hafnfirskum frambjóðendum Í vor verður kosið um framtíð Íslands. Hvort að hér verði áfram byggt upp öflugt þjóðfélag vel - ferðar og velmegunar eða hvort að við festumst í kreddum mið - stýringar og ríkisforsjár til frambúðar. Íslenskt þjóðfélag rétt eins og heimsbyggðin öll hefur orðið fyrir þungum búsifjum. Hrun fjármálakerfisins hefur leitt miklar hörmungar yfir land og þjóð. Við stöndum frammi fyrir því þungbæra verkefni að þurfa byggja atvinnu - lífið og fjármálakerfið á nýjan leik. Það er enginn launung á því að næstu mánuðir verða erfiðir en okk ur mun takast að vinna okkur út úr vandanum hraðar en marga grun ar ef rétt er haldið á málum. Und ir stöður atvinnulífsins og þjóð - félagsins eru traustar. Fiskurinn syndir enn um í sjónum, stóriðjan dælir inn gjaldeyri og á Íslandi býr vel menntuð og harðdugleg þjóð. Það hversu vel hefur verið stutt við rannsóknir og ný sköp un á síðustu árum gerir að verkum að ómæld tækifæri á sviði ný sköp - unar og þróunar bíða handan við hornið. Við stjórnarskiptin í febrúar misstum við dýr mætan tíma – tíma sem við máttum ekki missa. Við þessu höfðu margir var að, m.a. Gör - an Persson, fyrr ver andi for sætis ráð herra Sví - þjóð ar. Sam fylk ingin kaus hins vegar póli tíska tækis fær - is mennsku í stað ábyrgð ar. Minni hlutastjórn Vinstri grænna og Sam fylkingar virðist þegar upp er staðið engar lausn ir hafa aðrar en þær sem þegar var búið að ákveða. Ekkert bólar á málum frá ríkis - stjórn inni til lausnar á vanda heim - ila og fyrirtækja. Aðeins eitt mál frá ríkis stjórn inni hefur verið af - greitt sem lög og þar er ekki Alþingi um að kenna. Við sjálfstæðismenn höfum boðið ríkisstjórninni að leggjast á árarnar með henni ef tími Alþingis verður nýttur í það sem mestu máli skiptir fram að kosningum: Að koma atvinnulífinu í gang, skapa störf og slá skjaldborg um heimilin. Fyrir því virðist hins vegar ekki vera mikill áhugi af hálfu vinstri stjórnarinnar sem er óskiljanlegt í ljósi aðstæðna. Við verðum að leggja áherslu á svigrúm til frumkvæðis og verð - mætasköpunar svo íslenskt at - vinnu líf muni blómstra á nýjan leik. Í þjóðinni býr mikill kraftur og dugur. Hann verðum við að virkja. Höfundur er þingmaður og gefur kost á sér í 1.-2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks. Ákvarðanir í atvinnumálum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir og Jón Rúnar Halldórsson verða á morgunverðarfundi n.k. laugardag kl. 10.30 - 12. Framsögur og fyrirspurnir - kaffi og meðlæti. Sjálfstæðisfélag Hafnarfjarðar Norðurbakka 1a Basar Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður haldinn sunnudaginn 8. mars í safnaðarheimlinu Linnetsstíg 6 strax eftir messu. Munir verða sýndir í HB búðinni, Strandgötu. Basarnefndin. Gunnar Andri Kristinsson og Karl Reynir Geirsson hafa opnað sólbaðsstofuna Sól 220 að Miðvangi 41. Þeir segjast ætla að bjóða upp á mjög gott verð á þjónustunni en þeir eru með 3 vandaða bekki. Aðstaðan er góð, sturtur og góð setustofa auk þess sem þarna er hægt að kaupa fjölbreytt úrval af húðvörum. Bjóða þeir Hafnfirðinga og aðra velkomna og segja kærkomið að létta lundina með sólarlit í skammdeginu og kreppunni. Stofan var opnuð fyrir viku síðan og meðal tilboða er helgartími á 350 kr. auk þess sem þeir bjóða viðskiptavinum Einkasólar sem þarna var á undan að nýta kortin sín hjá þeim út mars. Ný sólbaðsstofa Karl Reynir, Sigrún Björk og Gunnar Andri í Sól 220 að Miðvangi 41 L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.