Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.03.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 05.03.2009, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 5. mars 2009 Þriðjudaginn 3. febrúar var sam - þykkt í bæjarstjórn Hafnar fjarðar samþykkt um friðun og verndun trjáa í bænum. Það er oft sagt að stærsti og fjölbreyttasti skóg ur landsins sé á höfuðborg ar svæðinu. Íbúar hafa síð asta ár - hundr uðið unn ið ötul - lega að út plönt un í lóð - um sínum og afrakstur - inn hverjum greinilegur í því lauf skrúði sem nú klæðir byggð ina. Um leið verð ur umhverfið vist legra og skilyrði til leikja og starfa hlýlegri. Samhliða skapast menn ingar verð mæti sem segja sögu um þróun þess borgar - umhverfis sem við þekkjum í dag. Með þennan skóg, eins og annan, gildir hinsvegar að hann þarf að hirða og grisja. Það að fella stórt tré er ekki auðunnið og þarfnast íhugunar og þekkingar. Með samþykkt bæj - ar stjórnar er komið fram tæki til leið bein - ingar þeim sem íhuga að fella tré. Um leið er hún hvatning til vit - undar vakningar á þýð - ingu og mikilvægi trjá - gróðurs í umhverfi borga og bæja. Þar skiptir einstaklingurinn mestu máli með sinni fjölbreyttu og tilraunakenndu útplöntun við íbúðarhús. Til þeirra beinast sam þykkt ir bæjarstjórnar. Í fyrstu grein segir „Markmið þess arar sam þykktar er að vernda trjágróður í þétt býli Hafnar fjarð - ar sem talinn er hafa mikið nátt - úru legt og/eða menn ingarlegt gildi.“ Í þess ari grein felst viður - kenning á sér kennum og menn - ingarlegri þýð ingu trjágróðurs í sögu bæj arins. Í annarri grein um gildis svið „Samþykkt þessi gildir um öll tré innan þéttbýlis í Hafn arfirði sem vegna hæðar, aldurs, fágætis eða annars menningar sögulegs gildi eru talin hafa mikið vernd unar - gildi.“ Hér er hinsvegar komið inná þá sögu sem varðveitt er í hverju tré en um leið vísað til þess að tré eru af öllum gerðum og stærð um og sum þeirra af tegundum sem eru fágætar hér á landi. Í þriðju grein um fram kvæmd segir „Óheim ilt er að fella tré samkvæmt 2. gr. nema með leyfi skipulags- og byggingaráðs eða garðyrkjustjóra Hafn ar fjarðar. Um sókn um leyfi til að fella tré skal beint til garð yrkjustjórans í Hafn ar firði“. Það sem felst í þessari máls grein er það að fólk staldri við og íhugi nauðsyn þess að fella tré og hvaða áhrif það muni hafa á umhverfi sitt, götu mynd og yfir bragð bæjarins. Um leið er bent á þá þjónustu sem bærinn býður upp með umsögn þeirra sem þekkingu hafa. Við Íslendingar erum fátæk af gróðri og því getum við ekki breytt svo auðveldlega. Lega landsins á jarðkúlunni og loftslags- og jarð - vegsskilyrði ráða þar mestu um. Við höfum hinsvegar ekki látið segj ast og höfum óhikað plantað því út sem okkur sýnist. Árang - urinn hefur ekki látið á standa. Þeir sem fyrstir hófu ræktun sáu lík - legast fæstir fyrir það umhverfi sem við búum við í dag. Vinnu þess ara frumherja ber okkur að virða, halda áfram og rækta. Þau tré sem nú hafa náð rótfestu, vaxið og dafnað fyrir tilstuðla borgarbúa hafa verðmætagildi og þýðingu fyr ir framtíð þeirrar byggðar sem við skilum af okkur. Höfundur er varaformaður Umhverfisnefndar. Friðun og verndun trjágróðurs í Hafnarfirði Davíð A. Stefánsson Við Íslendingar stöndum nú á tímamótum. Á síðustu árum höf um við upplifað mesta góðæri Ís lands - sögunar. Nú er partýið búið og timb ur mennirnir hafa tekið við. Það er ljóst að margt fór úrskeiðis og Sjálf stæð - is flokkurinn hlýtur að bera ábyrgð. Mistök voru gerð, það er alveg ljóst annars hefði ekki farið sem fór. Það er nauð synlegt að við lær - um af þeim mistökum. Skrifum framtíðina Vitur maður sagði eitt sinn „Ég kvíði ekki framtíðinni, því ég ætla að skrifa hana“. Lykilatriði er að opna augu allra sem að málum koma fyrir því að framtíðin býr yfir margvíslegum tæki færum. Mikilvægasta auðlind okkar er sú þekking og kraftur sem býr í okkur Íslendingum. Grund vallar - atriði er að tryggja að þessi þekking og kraft ur glatist ekki. Ég býð mig fram Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í þá vinnu sem fram undan er í íslenskum stjórnmálum. Ég er viðskipta fræðingur og fjöl skyldu - kona sem trúi á réttsýni, sanngirni og heiðarleika. Ég hef áralanga reynslu af ráðgjöf á sviði ný - sköpunar og atvinnu - uppbygginar og ég trúi því að minn bak grunnur og mín gildi komi að góðum notum í því mikilvæga starfi sem fram undan er. Ég trúi því að víðsýn umbótastefna á grund - velli einstakl ingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum sé leiðin útúr þeim vanda sem við nú stönd um frammi fyrir. Ég vil að endurbætt Ísland sé sann gjarnara og fjölskylduvænna en það samfélag sem við höfum lifað í á síðustu misserum og fyrir því mun ég beita mér. Ég býð mig fram í prófkjöri sjálf stæðismanna sem fram fer 14. mars næstkomandi og óska eftir stuðningi þínum. Höfundur gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Ísland á tímamótum Bryndís Haralds Opið hús! Miðvikudaginn 11. mars kl. 13:00-17:30 Leiðsögn um skólann og opnar kennslustundir í : o almennu námi o byggingagreinum o hársnyrtiiðn o hönnun o málmiðnum o rafiðnum o tækniteiknun o útstillingum Allir velkomnir! 9. og 10. bekkingar sérstaklega hvattir til þess að koma og kynna sér nám við skólann Iðnskólinn í Hafnarfirði Flatahrauni 12 220 Hafnarfjörður www.idnskolinn.is Eftir nokkurn tíma í hýði, þá eru þeir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson, eða Stebbi og Eyfi, eins og þeir eru kallaðir dags daglega, farnir að hugsa sér til hreyfings og fram - undan eru nokkrir tónleikar með þeim félögum. Á föstu dagskvöld 6. mars verða þeir með tónleika í Hafnarborg og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskránni eru bæði eigin lög og annarra, enda af nægu að taka hjá þeim og eldri en tvævetur í bransanum. Þess má geta að hverjum að - göngu miða fylgir geisladiskur þeirra félaga „Nokkrar notalegar ábreið ur“ (meðan birgðir endast), sem kom út árið 2006 og hefur að geyma perlur eins og „Góða ferð“, „Og svo er hljótt“ og „Draum ur um Nínu“. Miðasala er í Hafn ar borg og í tískuversluninni Respekt í Firði. Stebbi og Eyfi verða síðan með tónleika á Hótel KEA, Akureyri á skírdag. Má búast við að sjá þá kumpána í Hlíðarfjalli um pásk - ana enda báð ir annálaðir skíða - garpar. Fram undan eru svo tón - leikar á Akranesi og á Egils stöð - um, og svo verða þeir á Gos - lokahátíð í Vest manna eyj um. Stebbi og Eyfi í Hafnarborg Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson. Góðhjarta börn sína oft hug sinn til þeirra sem eiga bágt með því að safna fé til hjálparstarfs Rauða krossins. Rauði krossinn tekur þessu framlagi barnanna fagnandi og veit að hugurinn skiptir mestu máli. Rósa Marí Sigmarsdóttirdóttir og Telma Mjöll Lárusdóttir söfnuðu nýlega 2.404,- kr. fyrir Rauða krossinn. Jón Brynjar Kjartsson og Viðar Elí Utley söfnuðu nýlega 773,- kr. fyrir Rauða Krossinn. Tombólubörn Jón Brynjar og Elí.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.