Fjarðarpósturinn - 11.06.2009, Page 2
Nú er búið að mynda borgarstjórn í Borgar -
byggð. Reyndar kalla þeir hana þjóðstjórn og
þá eru allir flokkar komnir í meirihluta. Þetta
þykir mér afar merkilegt og sýnir kannski ljóst
að vilji fólks er til þess að vinna saman í stað
þess að mynda minnihluta og meirihluta án
þess að brotið hafi á í nokkrum málum.
Jóhanna alræðis gekk svo langt að kalla
minnihlutann stjórnarandstöðu strax eftir að
hún tók við án þess að þeir gætu í raun verið í andstöðu við eitt eða
neitt enda hafði þá ekkert verið gert.
Í Grindavík er farin merkileg leið en margt er skrýtið undir steini
þar í pólitíkinni. Þar gengu tveir bæjarfulltrúar til liðs við VG sem
ekki átti fulltrúa í bæjarstjórn. Annar frá Frjálslynda flokknum og
hinn frá Samfylkingu. Ætla þeir samt að verja samstarf Sam -
fylkingar og Framsóknarflokks. Menn spyrja sig eðlilega hver
tilgangur hafi verið með flokksræðinu. Fólki er bannað að kjósa
fólk, verður að kjósa flokka. Fólkið í flokkunum sem kosnir voru
í sveitarstjórnir geta svo yfirgefið flokkana - enda hafi þeir verið
kosnir sem einstaklingar ??? og jafnvel gengið til liðs við flokk
sem ekki náði inn í kosningum eða var jafnvel ekki til þá.
Það er löngu tímabært að afnema flokksræðið í sveitarstjórnum
enda enginn stefnumunur sem tengja má við flokkana heldur
miklu frekar við einstaklingana. Með persónukjöri geta flokkarnir
ekki tekið með sér farþega inn í sveitarstjórnir, fólk sem fær örfá
atkvæði í prófkjöri eða er handvalið og fylgir með dugmiklu fólki
í efstu sætunum inn í sveitarstjórnir. Þetta þarf að afnema.
Nú fer að líða að sveitarstjórnarkosningum og ekki seinna
vænna fyrir bæjarbúa að huga að því hverjum sé best treystandi að
stjórna bænum okkar. Stjórnsýslu, sem ekki getur tekið á einföld -
um málum eins og vitlausu skilti fyrir framan ráðhúsið er heldur
ekki treystandi. Þar þarf að taka til og setja betri verklagsreglur,
jafnvel gæðakerfi fyrir stjórnun bæjarfélagsins.
Guðni Gíslason.
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. júní 2009
Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is
Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
Sunnudagur 14. júní
1. sunnudagur eftir þrenningarhátíð
Messa kl. 11
Prestur: Sr. Kjartan Jónsson.
Organisti: Guðmundur Sigurðsson.
Kór: Barbörukórinn í Hafnarfirði
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNARFJARÐAR
SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS
Frímann Andrésson
útfararstjóri
hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON
útfararstjóri
Víðistaðakirkja
Helgistund á sumarkvöldi
Sunnudaginn 14. júní kl. 20:00
Kór Víðistaðasóknar
syngur undir stjórn
Arngerðar Maríu Árnadóttur
Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson
Allir velkomnir
www.vidistadakirkja.is
Líka á Netinu!
www.fjardarposturinn.is
Tjaldvagni
stolið
Hvítum Camplet tjaldvagni
með gráu segli yfir var stolið í
Vallarhverfinu í Hafnarfirði í
vetur. Stór svartur geymslu -
kassi á beisli en númerið á
tjaldvagninum er JE 411
Þeir sem verða var við
tjaldvagninn á ferðinni í sumar
eru beðinir að hafa samband í
síma 696 4607 við lögregluna í
Hafnarfirði. Fundarlaun eru í
boði.
Námskeið um kristin tákn
Leiðbeinandi er sr. Þórhallur Heimis -
son. Námskeiðin verða á
fimmtudagskvöldum, fyrst í kvöld kl.
20-22. Aðgangur er ókeypis og öll -
um opinn.
Víkingahátíð hefst á morgun
Sjá nánar dagskrá á bls. 10.
Specials á Fjörukránni
Hljómsveitin Specials sem séhæfir
sig í lögum sjöunda áratugarins
heldur uppi stuðinu á dansleikjum á
Fjörukránni föstudags- og laugar -
dags kvöld.
Varðeldur á Vormóti
Hraunbúa í Krýsuvík
„Lífið er leikur“ er mottó 69. Vormóts
Hraunbúa sem haldið verður í
Krýsuvík um helgina. Það er ætlað
skátum sem koma víðs vegar að en
á laugardaginn kl. 20 bjóða
skátarnir gömlum skátum, velunn -
urum og foreldrum skátanna á
hátíðarvarðeld og boðið er upp á
skátakakó og kex á eftir.
Skrúðganga rétt fyrir kl. 14
Að venju leiða skátar og
lúðrasveitarmenn skrúðgöngu á
þjóðhátíðardaginn. Helgistund verður
í Hellisgerði kl. 13.30 og þaðan
verður haldið í skrúðgöngu niður
Reykjavíkurveg, eftir Fjarðargötu,
Strandgötu, Vesturgötu og inn
Hraunbrún að Víðstaðatúni þar sem
skemmtun fer fram. Sjá má dagskrá
dagsins í auglýsingu á bls. 5.
Vættir í Hafnarborg
Tvær sýningar standa nú yfir í
Hafnar borg, sýning Jónínu Guðna -
dóttur, Vættir og sýning Guðnýar
Guðmundsdóttur, Madame Lemon -
ique og Madame Lemonborough.
LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA
Viðgerðir og uppsetningar á
loftnetum, diskum, heimabíóum,
flatskjám. Síma- og tölvulagnir
Loftnetstaekni.is
sími 894 2460
Sýningin „Lífið við höfnina“ sem stendur yfir í Byggðasafninu.
L
j
ó
s
m
.
:
G
u
ð
n
i
G
í
s
l
a
s
o
n