Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.06.2009, Qupperneq 4

Fjarðarpósturinn - 11.06.2009, Qupperneq 4
Á sjómannadaginn voru þrír sjómenn heiðraðir við sjó - mannamessu í Fríkirkjunni í Hafnar firði. Það voru þeir Sverrir Ingólfsson, Gunnar Þór Gunnars son og Sigurður Njáls - son. Allir höfðu þeir átt langan og farsælan feril að baka við sjómennsku og fengu þeir heiðurspening og forláta styttu, eftirgerð af styttu Þorkels Guðmundssonar, Siglingu, sem sett var upp af Sjómanna dags - ráði árið 1974 til heiðurs íslenskri sjómannastétt. Karel Ingvar Karelsson afhenti heiðurspeningana. Sjómenn heiðraðir Forseti Ísland veitti Íslensku menntaverðlaunin 28. maí sl. en verðlaunin, sem einkum eru bundin við grunnskólastarfið, eru veitt í fjórum flokkum; Skóla sem sinnt hefur vel ný - sköpun eða farsælu sam hengi í fræðslustarfi; Kennara sem skilað hefur merku ævi starfi eða á annan hátt skarað framúr; Ungum kennara sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfi - leika og lagt alúð við starf sitt; Höfundi námsefnis sem stuðlað hefur að nýjungum í skóla - starfi. Sylvía Pétursdóttir, kennari við Áslandsskóla í Hafnarfirði hlaut styrkinn í flokknum „Ungt fólk sem í upphafi kennslu ferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt“. Sylvía Pétursdóttir lauk B.Ed.- prófi frá Kennara há - skóla Íslands árið 2004 og hóf kennslu þá um haustið í Áslands skóla. Undanfarin 5 ár hefur Sylvía annast kennslu yngri nemenda og séð um heimilisfræði í unglingadeild. Hún hefur einnig verið í hópi kennara sem leitar leiða til úrlausnar á sértækum hegð - unar vandamálum. Áslandsskóli hefur verið í mikilli uppbyggingu og hefur Sylvía tekið virkan þátt í því starfi með skilvirku vinnufram - lagi sem einkennist af jákvæð - um hug í garð kennarastarfsins og skólans. Hún hefur verið virkur þátttakandi í upp bygg - ingu á sviði SMT- skólafærni, námsmati skólans, morgun - stund um og margskonar vinnu með dygðir skólans. Einnig hefur hún komið að Comeni - usar-verkefni skólans og verk - efni sem eykur tengsl á milli heimilis og skóla og felst í að bangsi fer heim og kynnist lífi nemenda þar og kemur svo aftur í skólann og segir frá. Öllum þessum verkefnum hef - ur Sylvía skilað með miklum sóma. Sylvía sinnir starfi sínu af mikilli alúð og virðingu, hún hefur umhyggjusemi og kær - leika að leiðarljósi og nær ein - staklega vel til nemenda sinna, samstarfsfólks og forráða - manna barnanna. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, sagði að góður kennari þyrfti „að ná að glæða áhuga nemandans, efla góðvild hans, þroska smekk hans, hvessa vilja hans, styrkja réttsýni hans og auka um - byrðarlyndi hans.“ Sylvía hefur náð góðum árangri í þessum anda. „Sylvía Pétursdóttir er verð - ugur fulltrúi ungra kennara sem hafa sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt“, segir í dóm nefnd - ar áliti. 4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 11. júní 2009 BREYTING Á SKIPULAGI Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 19. maí 2009, að auglýsa tillögu um breytingu á iðnaðarsvæði austan Reykja víkurvegar, Reykjavíkurvegur 76-80 í Hafnar firði, skv. 1. mgr. 26. gr. skipu - lags- og byggingar laga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felst í að nýtingarhlutfall lóðanna er hækkað úr 0,8 í 1,0. Heimilt verður að hækka tvö hús úr einni hæð í þrjár hæðir. Byggingar - reitur tengigangs er stækkaður og að hluta til hækkaður. Bílastæðum ofanjarðar fækkar en heimilt verður að gera bílakjallara syðst á lóðinni fyrir um 200 bifreiðar. Deiliskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 12. júní 2009 - 13. júlí 2009. Hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna á vef Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar - bæjar, eigi síðar en 27. júlí 2009. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar Rétt fyrir hvítasunnuhelgina opnaði Aðalskoðun stækkaða og stórendurbætta skoðunar - stöð fyrir bíla að Skemmuvegi 6 í Kópavogi. Stöð þessi er einnig sérstaklega hönnuð til að taka við minni vögnum, felli- og hjólhýsum. Kristján Möller samgöngu - ráðherra opnaði skoðunar stöð - ina formlega. Aðalskoðun stækkar í Kópavogi Bergur Helgason framkvæmdastjóri, Kristján Möller samgöngu - ráðherra og Jafet S. Ólafsson stjórnarformaður vígja stöðina. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Hlaut íslensku menntaverðlaunin Sylvía Pétursdóttir, ungur kennari í Áslandsskóla heiðruð fyrir störf sín Sylvía ásamt forseta Íslands. Karel Karelsson t.v. og sr. Sigríður Kristín Helgadóttir með Sverri Ingólfssyni, Sigurði Njálssyni og Gunnari Þór Gunnars - syni og eiginkonum þeirra. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Byggingarvöruverslunin Mónu húsið sem stofnuð var árið 2007 hefur breytt um áherslur og býður nú miklu meiri fjölbreytni en fyrr. M.a. hefur fyrirtækið farið í samstarf við Slippfélagið og býður nú allar málningarvörur frá þeim. Að sögn Steingríms Ár - manns sonar, fram kvæmda - stjóra Mónu hússins leggur fyrir tækið áherslu á að bjóða góða vöru á mjög hagstæðu verði. Vöruúrvalið er aukið til muna og má m.a. nefna að þar má nú fá Stanley verkfæri, Berker raflagnaefni, breytt úrval af Novatio viðgerðar- og þéttiefnum auk fjölbreytts úr - vals af járnvörum og verk fær - um þ.m.t. garðverkfærum. Vænta má enn meiri fjöl - breytni í Mónuhúsinu á næst - unni en með þessum breyting - um lýtur Steingrímur á versl - unina sem nýja verslun og segir frábær opnunartilboð vera af því tilefni. Opið er virka daga kl. 8-18. Mónuhúsið bætir við málningu Málning frá Slippfélaginu fáanleg á ný í Hafnarfirði Steingrímur Ármannsson, framkvæmdastjóri Mónuhússins ehf. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.