Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.10.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 08.10.2009, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. október 2009 Við Hafnfirðingar eigum tvö nafnlaus leikhús. Annað er í gamla Lækjarskólanum þar sem áhugaleikfélagið Leikfélag Hafnarfjarðar er til húsa og hitt er í gömlu Vélsmiðju Hafnar - fjarðar þar sem leikfélagið Hafnarfjarðar - leikhúsið Hermóður og Háðvör ræður ríkjum í dag. Bæði húsin eru í eigu Hafnarfjarðarbæjar og andleysið í nafnagjöf skrifast á bæinn. Menntamálaráðuneytið hefur nú auglýst eftir nýjum aðilum til samstarfs um leikhúsrekstur í sama dúr og samningur þess við Hafnarfjarðarbæ og Hafnarfjarðarleikhúsið en sá samningur rennur út um áramót. Því er óvíst hvort einhverjir verði til að leika á fjölum vélsmiðjunnar að ári þó auðvitað sé áfram - haldandi samningur inni í myndinni sæki leikfélagið um. Gagn - rýnis raddir hafa heyrst um rekstrarformið, að ekki hafi verið byggt upp atvinnuleikhús. Þess í stað hefur leikfélagið samið við ýmsa leikhópa um uppfærslur en ekki sett upp margar uppfærslur sjálft. Það má því segja að Menntamálaráðuneytið hafi yfirfært útdeil - ingar valdi sínu að hluta til Hafnarfjarðarleikhússins. Það er gaman að rifja upp að besta upplifun mín í leikhúsi hefur verið í Hafnarfirði en reyndar í hvorugu áðurnefndra húsa. Upp - færslur í húsi Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar koma þar við sögu en það var eins og erfitt húsnæði hafi ögrað höfundum, leikstjórum og sviðshönnuðum og útkoman var mörg eftirminnileg verk. Þar má nefnda t.d. Sölku hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu og Sölku miðil hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar sem sett var upp í skrifstofurými félagsins á svo eftirminnilegan hátt. Spennandi verður að fylgjast með leikhúslífinu í Hafnarfirði á komandi árum - kraftinn og ögrunina má ekki vanta. Guðni Gíslason. Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudagur 11. október Fjölskyldumessa kl. 14 Prestur sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir. Allir leiðtogar sunnudagaskólans taka þátt. Barna- og unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið. Nammi í safnaðarheimilinu eftir stundina. ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Víðistaðakirkja sunnudagur 11. október Sunnudagaskóli kl. 11 Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri, fer fram í loftsal kirkjunnar. Messa kl. 11 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Prestur: Sr. Kjartan Jónsson héraðsprestur. Foreldramorgnar á mánudögum kl. 11.00 Fjölbreytt dagskrá fyrir heimavinnandi foreldra. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Sendibílaþjónusta í 25 ár! Benni Ben. • 893 2190 Japönsk kvikmyndavika Kvikmyndasafn Íslands sýnir í Bæjarbíói í kvöld kl. 20 japönsku myndina „Ástir Nabbie“ frá 1999, leikstjóri Yuji Nakae. Föstudag kl. 20 verður sýnd myndin Matstofa Kamome (2006) eftir Naoko Ogigami og á laugardag kl. 16 verður sýnd myndin Tímaflakk - arinn (2006) í leikstjórn M. Hosoda. Myndirnar eru allar með enskum texta. Á þriðjudag kl. 20 verður svo sýnd austur-þýska myndin Spur der Steine frá 1966 í leikstjórn Frank Bayer. Fjölskylduleiðsögn í Hafnarborg Á sunnudaginn kl. 14-16 verður fjölskylduleiðsögn og ratleikur fyrir fyrir börn og forelda í Hafnarborg. Leiðsögnin og leikurinn er í tengslum við sýninguna Lífróður - föðurland vort hálft er hafið en þar getur að líta verk eftir rúmlega þrjátíu íslenska myndlistarmenn sem endurspegla hafið á ýmsan hátt. Trúin og listin eru systur Messað verður í Krýsuvíkurkirkju á sunnudaginn kl. 14. Prestur er sr. Gunnþór Ingason. Fjölbreytt tón - listar atriði. Rútuferð verður frá Hafn - ar fjarðarkirkju kl. 13. Messukaffi verð ur í Sveinssafni þar sem ný sýn - ing verður skoðuð undir leiðsögn hús ráðanda og er von á upplestrum og söng! Ganga í Grindavík Menningar- og sögutengd ganga í boði Grindavíkurbæjar og Saltfisks - setursins verður á sunnudaginn kl. 13. Gangan hefst við Hraun austan Þórkötlustaðahverfis með vígslu á sjöunda söguskiltinu sem sett er upp í Grindavík. Ómar Smári Ármanns - son og Sigrún Franklín sjá um fræðsluna. TÖLVUHJÁLPIN Viðgerðir, vírushreinsanir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum. Kem í heimahús. Sanngjarnt verð Sími 849-6827 Tölvuþjónusta Rthor Fartölvuviðgerðir og almennar tölvuviðgerðir. Kem í heimahús Ódýr og góð þjónusta Sími: 849 2502 SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 miðvikudagar lokað Sími 867 2273

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.