Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.10.2009, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 22.10.2009, Blaðsíða 3
Á undanförnum árum hefur myndast sú hefð hjá Karla - kórnum Þröstum að hefja starfs árið á söngferð um landið þar sem sungið er til styrktar einhverju góðu málefni. Árið 2008 fór kórinn í hringferð um landið og hélt ferna tónleika til styrktar Barnaspítala Hringsins. Í september sl. héldu Þrestir ferna tónleika til styrktar MND félaginu á Íslandi og var sungið í Grindavík þar sem Karlakór Keflavíkur var með Þröst um og Kvenfélag Grinda víkur sá um veitingar, á Sel fossi þar sem Karlakór Selfoss var með og í félagsheimili Hrunamanna þar sem Karlakór Hreppamanna var þátttakandi. Lokatónleikar voru í Víði staða kirkju sem voru einnig minn ingartónleikar um tvo Þrastar félaga sem létust úr MND-sjúkdómnum. Þar komu einnig fram Flugfreyjukórinn, Sigurð ur Skagfjörð og Diddú en án dyggs stuðnings Jónasar Þóris og Jóns Kristins Cortez, undir leikara og söngstjóra Þrasta hefði þetta verkefni aldrei orðið jafn glæsilegt og raun varð á. Afrakstur tónleikanna, 725 þúsund krónur, var afhentur MND-félaginu um síðustu helgi þar sem hluti kórsins söng fyrir viðstadda. www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 22. október 2009 Þriðjudaginn 27. október Gospelkvöld til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar kl. 20 Edgar Smári og hljómsveit leika og syngja gospellög. Sr. Þórhallur Heimisson sóknarprestur flytur hugleiðingu. Tekið verður á móti framlögum til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar TÖLVUHJÁLPIN Vírushreinsanir, viðgerðir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum. Mæti í heimahús Sanngjarnt verð Sími 849-6827 Kaupi gull ... Nonni Gull Úr & skartgripir Strandgötu 37 • Hafnarfirði ! Látið vini vita ... veiti ráð Fríkirkjan Sunnudagur 25. október Sunnudagaskóli kl. 11 Æðruleysismessa kl. 20 Fríkirkjubandið leiðir söng. Allir velkominir í Fríkirkjuna! www.frikirkja.is Þrestir gáfu 725 þúsund kr. Afrakstur fernra tónleika karlakórsins gefinn MND félaginu Fulltrúar Þrastanna og MND félagsins við afhendingu styrksins. L jó sm .: G e ir A . G u ð st e in ss o n Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Sunnudaginn 25. október Síðdegis sveifla kl. 17 Herdís Egilsdóttir kennari talar um vináttuna. Tónlist: Matthías Baldursson saxófónleikari og Áslaug Helga Hálfdánardóttir söngkona ásamt Helgu Þórdísi tónlistarstjóra flytja ameríska negrasálma og tónlist eftir þau Matthías og Áslaugu. Kór kirkjunnar tekur lagið og sr. Bára leiðir stundina. Mánudaga og fimmtudaga kl. 13 Ganga frá Ástjarnarkirkju. Molasopi og spjall á eftir. Þriðjudaga kl. 10-12 Foreldramorgnar fyrir alla foreldra. Mikið prjónað núna. Vertu hjartanlega velkomin(n) í kirkjuna þína. www.astjarnarkirkja.is Dansað í Hraunseli við upphaf vetrar föstudaginn 23. október Þorvaldur Halldórsson leikur fyrir dansi. Dansað er í Hraunseli, Flatahrauni 3, kl. 20.30 - 24. Allir eldri borgarar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið opnað kl. 20 Næsti dansleikur verður svo 13. nóvember Upplýsingar á www.febh.is og í síma 555 0142 Keppa í Útsvari Erla Ruth Harðardóttir leik - kona, Gísli Ásgeirsson þýðandi og Steinn Jóhannsson sagn fræð - ingur keppa fyrir hönd Hafn - arfjarðarbæjar í Útsvari á laugar - daginn. Keppa þau við lið Ísa - fjarðar. Þetta er í þriðja sinn sem keppt er en í fyrsta sinn sem ekki er skipt út öllu hafnfirska liðinu því Gísli Ásgeirsson (sem líka var „vinur“ í fyrsta sinn) keppir nú í annað sinn.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.