Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.06.2010, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 10.06.2010, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 13 Fimmtudagur 10. júní 2010 Grillaður kjúklingur + franskar og 2 l Coke 1.198 kr. Tilboðið gildir fimmtudag og föstudag – Samkaup úrval, Hafnarfirði Reiðskóli Hafnarfjarðar hóf starfsemi fyrir skömmu og vel var mætt á fyrstu námskeiðin. Blaðamaður Fjarðarpóstsins leit við og hitti skælbrosandi krakka á hestbaki en hver og einn fékk leiðsögn og aðstoð en sumir voru að setjast á bak í fyrsta sinn. Starfsmenn skólans eru Eyjólfur Þorsteinsson sem er menntaður reiðkennari frá Hólum og landsliðsmaður og Íslandsmeistari í hestaíþróttum og Vigdís Matthíasdóttir. Kvefpestin herjar ekki mikið á hesta skólans og hefur ekki áhrif á námskeiðin. Námskeiðin eru fyrir börn, 7-15 ára og eru hálfan daginn, fyrir eða eftir hádegi. Næsta námskeið hefst 21. júní en námskeiðin verða fram í ágúst. Sjá má nánar um námskeiðin í auglýsingu framar í blaðinu. Hestarnir heilla þá ungu Góð þátttaka hjá nýjum reiðskóla, Reiðskóla Hafnarfjarðar Eyjólfur Þorsteinsson reiðkennari með einum nemenda sinna.Þessi strákur var aldeilis flottur á hestbaki. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.