Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.06.2010, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 10.06.2010, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 10. júní 2010 Sunnudagur 13. júní Fjallgönguguðsþjónusta Gengið á Helgafell Ekið á einkabílum frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 11 í Kaldarsál Leiðsöguprestur sr. Þórhallur Heimisson Nesti í boði kirkjunnar þegar komið er á tindinn. Öll hjartanlega velkomin. ARABIC FOOD Humus- Falafel-Shawerma Macloobeh -Mskhan Grill - Salads Bæjarhraun 4 - 220 Hafnarfirði Sími 555 4885 - Farsími 820 5882 Alamir-island@hotmail.com AL-AMIR RESTAURANT Bæjarhrauni 4 • sími 555 4885 Sumartilboð Taktu með eða borðaðu á staðnum! Tilboð 1 Shawarma og gos í dós aðeins kr. 1.190,- Tilboð 2 Kebab og gos í dós aðeins kr. 1.290,- Tilboð 3 Falafel og gos í dós aðeins kr. 900,- Fjölskyldutilboð 1 Shawarma fyrir 4, franskar og 2 lítra gos aðeins kr. 3.990,- Fjölskyldutilboð 2 Kebab fyrir 4, franskar og 2 lítra gos aðeins kr. 4.990,- Fríkirkjan Sjómannadagurinn 6. júní Guðsþjónusta kl. 11 Fermdar verða Kristín Jóna Skúladóttir og Sigrún Elva Reynisdóttir. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Arnar Arnarsonar Allir velkominir í Fríkirkjuna! Reykjavíkurvegi 66 - Hafnarfirði Ég er Hafnfirðingur Svipmyndir frá Björtum dögum Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Ratleikurinn hefst á morgun Ratleikur Hafnarfjarðar sem standa mun í allt sumar hefst formlega á morgun kl. 15.30 í Þjónustuveri Hafnarfjarðar að Strandgötu 6 þar sem fyrstu ratleikskortin verða afhent. Nánari upp lýs­ ingar um leik inn má fá á www. ratleikur.blog.is og á Facebook­ síð unni Rat leikur Hafnarfjarðar. Fjöldi fyrirtækja styrkja leikinn og gefa einnig vinn­ inga en að al ­ s t y r k t a r a ð i l i leiks ins í ár er Rio Tinto Alcan. Hönnunarhúsið sér um útgáfu leiks ins og Guðni Gíslason lagði leikinn. Þema leiksins í ár eru hleðslur og tók Jónatan Garðars­ son sam an fróðleiks punkta. Leikurinn er tilvalinn fyrir alla fjölskylduna. Léttfeti: Vandaðir Scarpa Nangpa-la gönguskór frá Fjallakofanum að verðmæti 32.995,- kr. Aukaverðlaun: 6 mánaða kort í líkamsrækt í Hress að verðmæti 39.990 kr. 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar að verðmæti 8.900 kr. Göngugarpur: 6 mánaða kort í líkamsrækt í Hress að verðmæti 39.990 kr. Aukaverðlaun: Polar F4 kalor íu- úr frá Altis að verðmæti 15.900 kr. 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar að verðmæti 8.900 kr. Þrautakóngur: Árskort í líkamsrækt í Hress að verðmæti 58.990 kr. Aukaverðlaun: 6 mánaða kort í sundlaugar Hafnarfjarðar að verðmæti 8.900 kr. frá Músik og sport að verðmæti kr. Útdráttarverðlaun: Úr öllum innsendum lausnum verða dregin út aukaverðlaun: 2 x Súpa og aðalréttur í Fjörunni fyrir tvo að verðmæti 3.000 kr. 3 x Hundrað, hafnfirsk myndabrot eftir Björn Pétursson og Steinunni Þorsteinsdóttur að verðgildi 3.500 kr. frá Músik og sport að verðmæti kr. 1 Skotbyrgi á Mógrafarhæð: Mógrafarhæð nefnist öxlin sem geng ur suðaustur frá hábungu Ásfjalls í áttina að Blá- berjahrygg. Austarlega í hæðinni er skotbyrgi sem breskir hermenn hlóðu sumarið 1940. Þeir stóðu vaktina með rifla en þar var einnig gervi fallbyssa úr gildum trjálurk sem leit út eins og fallstykki úr lofti. 2 Grjótvirki á Hádegisholti: Hlaðið grjótvirki sem stendur nálægt efsta hluta Hádegisholts, en hæðin var einnig nefnd Flóðahjalli. Skotbyrgið hlóðu breskir hermenn úr 1/7 herfylki Wellingtons vorið 1940. Það er um 800 m² að stærð og víða hefur hrunið úr veggjum þess, sem voru rúmlega 1 m háir. 3 Stekkur við Stekkjartún: Fallega hlaðnir veggir af smáhýsi eða stekk við Stekkjartúnið. Suðvestan við klett sem tóftin stend ur hjá er einföld kvíahleðsla kvíar sem er nánast vall- gróin. Hraunhóllinn Einbúi er skammt frá hleðslunum og norðaustan þeirra er allnokkur furutrjálundur í Flatahrauni. 4 Beitarhús nærri Selgjá: Veggir af fornu beitarhúsi í landi Urriðakots sem hlaðið var til skjóls fyrir útigangsfé og senni- lega smalann líka. Ekki er vitað um aldur hússins sem er ekki lengur reft og standa veggirnir einir eftir, ásamt sér kennilegri hleðslu á milli hraunkletta með einskonar glugga sem snýr í austurátt. 5 Hleðsla við Selgjárhelli: Norðurhellar eru í Selgjá (Norður- hellagjá) sem er beint framhald Búrfellsgjár. Hellarnir voru nýtt ir í tengslum við selbúskap 8 kóngsjarða á Álftanesi. Talið er að selin hafi verið 11 talsins og eru tóftir nokkurra mjög greinilegar við gjárbarmana, en minna ber á öðrum seltóftum. 6 Vatnsendaborg: Fjárborg Vatnsendabænda stendur hátt á Hjallabrúnum skammt frá landamerkjarvörðu á Arnarbæli (Arnarsetri) sem skipti löndum milli Vífilsstaða og Vatnsenda. Borgin er rétt innan við landamerki Vatnsendalands og var helsta skjól sauðanna sem voru þar á vetrarbeit. 7 Gjáarrétt í Búrfellsgjá: Gjáarrétt var fjallskilarétt Álftnesinga og bendir margt til að hún hafi verið stærri áður fyrr. Al menn- ingurinn er óvenju lítill, en þessi rétt var hlaðin árið 1839 og hætt að nota hana 1920 þegar Hraunrétt í Gráhelluhrauni varð lögrétt. Gjáarrétt var friðlýst 1964. 8 Fallin fjárborg á Selhöfða: Selhöfði ber nafn með rentu því nokkur sel voru norðan og vestan við hann. Ofarlega á höfðanum er tölu verð grjóthrúga; leifar hruninnar fjárborgar. Grjótið lætur ekki mikið yfir sér þar sem það liggur á víð og dreif en auðvelt er að ímynda sér hversu stór fjárborgin var. 9 Húsatóft við Fremstahöfða: Rétt austan við Fremstahöfða eru vegghleðslur fjárhúss sem byrjað var að reisa úr hraun- grjóti rétt eftir aldamótin 1900 en var aldrei klárað að því er næst verður komist. Húsatóftin minnir á það hversu mikið menn voru tilbúnir að leggja á sig til að skýla sauðfé sínu fyrir vertrarveðrum. 10 Fallin fjárborg á Borgarstandi: Vestur af Borgarstandi er beitarhúsatóft með gerði en suðvestan Smalaskála eru nokkrir fjárhellar með tilheyrandi hleðslum. Tvær fjárborgir stóðu á Borgarstandi en grjótið úr eystri borginni var fjarlægt á sínum tíma. Vestari borgin er hrunin og eru minjar hennar friðlýstar. 11 Vatnsveituhleðsla í Lambagjá: Veturinn 1917-18 voru hlaðnar undirstöður fyrir 1.600 m opna trérennu sem lá frá Kaldárbotnum að Sléttuhlíð, þar sem vatn var látið renna niður í hraunið. Öll hleðslan milli Lambagjár og Kaldárhnúka er friðuð og ekki má raska þessu mannvirki á neinn hátt. 12 Fallinn stekkur í Helgadal: Hellarnir í Helgadal voru fyrrum notaðir sem fjárskjól og eru fornar hleðslur í nokkrum þeirra. Skammt suður frá hellunum eru tóftir beitarhúss sem var líkast til sel í eina tíð. Helgadalsstekkur sést á lágri hraunklöpp rétt norðan hellanna, en hann er löngu fallinn. 13 Túngarðurinn vestan við Óttarsstaði: Heimatúnið á Óttarsstaðabæjunum tveimur var girt tvístæðum túngarði sem hlaðinn var úr hraungrjóti að vestan en sjávargrjóti að austan. Þessi vandaði garður var feiknarmikið mannvirki og þurfti talsvert viðhald. Hann stendur að hluta enn þó víða hafi hrunið úr honum. 14 Norðurfjárhús: Á sjávarbakkanum skammt frá bæjarhól Lónakotsins, beint niður af klapparhól sem var ýmist nefndur Krumhóll, Vökhóll eða Sönghóll, er það sem eftir er af Norður- fjárhúsum. Þykkhlaðnir veggirnir standa enn þó svo að þekjan hafi fyrir löngu fokið á haf út. 15 Hausthellir vestan við Lónakot: Hausthellirinn var skammt vestan við Lónakotstúnið og þótti ekki merkilegt skjól. Hellirinn var notaður þegar taka þurfti lambærnar heim á bæ alveg undir jólin. Vegna smæðar sinnar var hann lagður af um leið og Norðurfjárhúsin höfðu risið um aldamótin 1900. 16 Fyrirhleðsla við Smalaskálaskúta: Rétt norðan Reykjanes- brautar nærri Lónakoti er Sjónarhóll, mikill og margskiptur hraunhryggur. Norðaustan Sjónarhóls og vestan við Jakobs- vörðuhæð er fjárhellir með fyrirhleðslu. Þetta er fjárskjól sem heitir Smalaskálaskúti þó svo að skútinn sé spottakorn frá Smala skálahæð. 17 Jakobsvörðuhæðarrétt: Norðan Jakobsvörðu er forn stekkur ásamt æva gamalli fjárrétt sem dregur nafn sitt af hæðinni, en minjarnar vitna um búskaparhætti fyrri tíðar. Réttin er skammt frá fornum götum, sem heita annarsvegar Vetrarleið og hinsvegar Óttarsstaðafjárborgarstígur. 18 Jakobsvarða: Jakobsvarða líkist lágri heysátu og hefur örlítið hrunið úr henni þar sem hún stendur á Jakobs- vörðuhæð. Enginn kann skil á Jakobi. 19 Stekkurinn við Þorbjarnarstaði: Nokkuð stór réttagarður liggur utan um Stekkatúnið norðan undir Stekkatúnshæðinni. Innan garðsins var Stekkatúnið sem var slegið þegar leið á sumar enda allt sauðféð fyrir löngu farið á fjall. Innan Stekkatúnsins var hlaðið gerði sem skiptist í stekkinn og lambakró. 20 Skotbyrgi við Mosastíg: Víða í Hraunum voru hlaðin skotbyrgi snemma á 19. öld sem refaskyttur notuðu til að felast er legið var fyrir tófu. Flest skotbyrgin hafa staðist tímans tönn en þeim var oftast fundinn staður nálægt grenjum eða þar sem smalar sátu yfir sauðfé sem var á útigangi árið um kring. 21 Réttargjá: Náttúrleg hraunsprunga skammt austan við jarðvegsnámu þar sem áður stóð gjallhóllinn Þorbjarnar staða- rauðimelur. Hlaðið er fyrir sprunguna að norðanverðu og þar var eitt sinn réttarhlið úr timbri til að létta smölum fjárgæsluna þegar vetrarbeit var stunduð þarna. 22 Skotbyrgi á Smalaskálahæð: Á Smalaskálahæð við Krist- rún arfjárborg er lítið skotbyrgi þar sem skyttur dvöldu dægrin löng í von um að góma varginn áður hann næði að drepa búsmalann. Kjötstykki af sóttdauðu hrossi eða sauðkind sem lyktaði vel var lagt í skotlínu til að lokka varginn út úr fylgsni sínu. 23 Bekkjarskútinn: Bekkjarskútinn í Bekkjarhraunskeri er nokkuð stór og framan við hann eru fyrirhleðslur sem loka opinu sem snýr mót norðvestri. Hraunið umhverfis skútann nefnist einu nafni Bekkjarhraun en hæðirnar kallast Bekkir. Tvær fornar götur liggja til sitthvorrar handar við Bekkina. 24 Óttarsstaðaselsrétt: Suður af Óttarsstaðaseli er stór hraun- bás og þar er ævagömul rétt eða nátthagi sem tilheyrði selinu. Réttin er allrúmgóð og stendur á klöpp en réttarveggirnir eru hlaðnir frá hvorum kersbarmi fyrir sig. Hlið hefur verið fyrir réttaropinu en það fúnaði og varð að engu. 25 Óttarstaðaselshellar: Fjárskútar eru við flest selin í Almenningi og fyrir bragðið þurfti ekki að byggja þar beitarhús. Vestan Óttarsstaðasels er hraunhryggur og í honum er ágætur fjárskúti sem rúmaði fjölda fjár. Annar skúti er suður af selinu og átti hvor Óttarsstaðabóndi sinn fjárskúta þegar þar var tvíbýlt. 26 Fjallgrensbalar: Nokkuð sunnan frá Fjallgrensbalavörðu er hlaðið skotbyrgi þar sem refaskyttur gátu legið fyrir bráð sinni. Fjallgrenið er nærri byrginu og þegar melrakkinn kom út úr greninu til að afla matar fyrir hungraða yrðlinga sína var skyttan í góðri aðstöðu til að vinna dýrið og hreinsa grenið. 27 Búðarvatnsstæði: Búðarvatnsstæðið virðist vera mótað af manna höndum og þar er staðið regnvatn sem er varla drykkjarhæft nema í hallæri. Um mitt vatnsstæðið liggur hleðsla sauðfjárveikivarnagirðingar sem markaði landaskil milli Óttarsstaða og Hvassahrauns, og þar með á milli Hafnarfjarðar og Voga. Vatnsstæðið er rétt undir háum hraunkanti. Álverið í Straumsvík einsetur sér að vera í fremstu röð í allri starfsemi sinni, að hafa stöðugar umbætur að leiðarljósi og að starfa ávallt í sátt við umhver og samfélag. Nýlega gaf fyrirtækið út sjálfbærniskýrslu sem er greinargerð um frammistöðu fyrirtækisins á sviði umhvers-, samfélags- og efnahagsmála á liðnu ári. Í sátt við uhver og samfélag Við hvetjum alla til að kynna sér efni skýrslunnar. Í henni kemur meðal annars fram að álverið í Straumsvík greiddi fyrirtækjum í Hafnarrði 1,4milljarðar 1,4 milljarða króna fyrir kaup á vörum og þjónustu. Skýrsluna er að nna á heimasíðu okkar, www.riotintoalcan.is. Rio Tinto Alcan Straumsvík | Pósthólf 244 | 222 Hafnarfjörður | Sími 560 7000 www.riotintoalcan.is Stórhöfðastígur Stórhöfðastígur liggur frá Ástjörn um Hádegisskarð og Ásflatir, sniðhallt yfir Bleikisteinsháls að Hamraness- flugvelli og út á Selhraun. Gengið er suður með Stórhöfða þar til Kaldársel blasir við, en þá hlykkjast leiðin á hraun hrygg að Bruna og í áttina að Snókalöndum. Þegar þang að er komið er farið yfir Krýsuvíkurveg í áttina að Brund torfum og þrísteinavörðum fylgt að Fjallgjá. Gengið er með misgenginu að Fjallinu eina og austanverðum fjallsrótum fylgt að Hrútagjárdyngju. Þar mætast Stór höfðastígur og Undirhlíðavegur sem fylgja norðanverðum Sveifluhálsi að Ketilstíg. Hrauntungustígur Hrauntungustígur liggur frá Áslandi um Hádegisskarð með Hamranesi og suður yfir Háabruna að Hrauntung- um í Almenningi. Þaðan liggur leiðin milli Gjásels og Forna sels, hjá Hafur bjarnarholti upp í hæsta hluta Almennings að Sauðabrekkum. Farið er yfir Sauðabrekkugjá um Mosa vestur fyrir Fjallið eina að Hrúta- gjárdyngju. Stefnt er á Hrúthólma og farið um helluhraun að Hrútafelli og þá er stutt í Ketilstíginn, sem liggur yfir hálsinn til Krýsuvíkur. Undirhlíðaleið Undirhlíðaleið hefst við Kaldársel og liggur norðan Undir hlíða yfir Bláfjallaveg að Vatnsskarði. Þar er farið yfir Krýsuvíkurveg og gengið með Sveifluhálsi um Norð- ligasand og Sandfellsklofa upp að Hrútagjárhrauni, yfir Norðlingaháls um Stórusteina brekku, framhjá Köldu námum, um Hofmannaflöt í áttina að Katl inum. Þar tekur Ketil- stíg ur við og liggur yfir Sveifluháls fram hjá Arnar vatni, að Seltúni þar sem heimalönd Krýsuvíkur taka við. Gerðisstígur Stígurinn liggur frá Gerði í Hraunum, með vesturbrún Brunans eða Kapelluhrauns í áttina að Gjáseli. Slóðin er vörðuð að litlum hluta og fyrir nokkrum árum var hún stikuð, af starfsmönnum Byggðasafns Hafnarfjarðar. Leiðin liggur að malar námum þar sem áður var Þor- bjarnarstaðarauðimelur í áttina að Efri-Hellum sem þekkjast á áberandi hraunkletti. Þar verður slóðin óljós þar sem hún liggur um Kolbeinshæð og Laufhöfðahraun að Gjáseli. Þegar þangað er komið er hægt að halda áfram yfir skógræktargirðingu að Fornaseli og þaðan liggur Hrauntungustígur í áttina að Krýsuvík. Straumsselsstígur Straumsselsstígur liggur frá Straumi um hlað Þorbjarnar- staða, norðan Draughólshrauns um Flárnar ofan Katla í áttina að Straumsseli. Þaðan liggur leiðin um Straums- selshellnastíg framhjá Gömluþúfu í áttina að Sauða- brekkugjá þar sem stígurinn sameinast Hrauntungustíg. Leiðin liggur um Mosa, síðan norður með Hrútagjá og sunnan Mávahlíðar, framhjá Hrúthólma og Hrútafelli yfir hraunhellurnar að Ketilstíg. Alfaraleið Það er víða auðvelt að fylgja Alfaraleiðinni, en svo nefnist elsta leiðin á milli Innnesja og Suðurnesja. Gatan er víða vel mörkuð í hraunhelluna eftir aldalanga notkun, en hún lagðist af þegar vélknúin farartæki tóku við hlutverki hestanna. Þegar komið er vestur fyrir tóftina í Kapelluhrauni liggur leiðin spölkorn suðaustan Þorbjarnastaðatúngarðs nærri Tókletti. Hún hlykkjast í áttina að Suðurnesjum um hraunlægðir sem nefnast Draugadalir. Á þessum slóðum er gatan vel vörðuð og auðvelt að fylgja henni að Gvend ar brunni og meðfram Löngu brekkum. Þegar komið er framhjá þeim fækkar vörðunum en slóð in sést ágæt lega þar sem hún liggur hjá Taglhæð um Sprengi lendi í áttina að Hvassa hrauni. Þar skiptir leiðin um nafn og nefnist eftir það Al menn ings vegur þar sem hann ligg ur um Kúa gerði og Vatnsleysu strönd að Vogum. Við Vogastapa tekur Stapa- gatan við, en svo nefnist gamla leiðin sem liggur frá Vogum til Njarðvíkur. Gamlar þjóðleiðir, frh. Hressandi útivist í allt sumar! Vinningar Ratleikur Hafnarfjarðar 2010 Fróðleiksmolar Bæjarhrauni 8 • sími 565 1533 • www.altis.is Ratleikur Hafnarfjarðar Hafnarfjarðarbær býður upp á ratleik fyrir alla, unga sem aldna, í fjórtánda sinn. Leikurinn skiptist í þrjá styrkleika- flokka: Léttfeta, Göngugarp og Þrautakóng en að sjálf- sögðu er hverjum í sjálfs vald sett að nýta sér leikinn á hvern þann hátt sem hentar best. Markmiðið með leikn um er að hvetja til útivistar og náttúru skoðunar í fjöl breyttu landi nágrennis Hafnarfjarðar og um leið að vekja athygli á þeim fjölmörgu perlum sem leynast í okkar næsta nágrenni. Fróðleiksmolar Fróðleiksmolum er ætlað að auðvelda væntanlega leit og veita nánari upplýsingar um viðkomandi stað en skyn - samlegt er að treysta einnig á hyggjuvitið og glöggskyggni til að finna ratleiksmerkin. Jónatan Garðarsson hefur lagt til fróðleiksmola og tillögur að stöðum en þema leiksins í ár eru hleðslur. Það er skátinn og ritstjórinn Guðni Gíslason sem leggur leikinn í þriðja sinn og hefur notið krafta góðra manna en auk Jónatan hefur Ómar Smári Ármannsson veitt drjúga aðstoð sem fyrr. Ábendingar og viðbótarfróðleik ef við á má finna á www.ratleikur.blog.is Vandað útivistarkort Loftmyndakort frá Samsýn er notað nú í annað sinn og á að auðvelda útivistarfólki að rata um svæðið og sjá betur breyting ar á landi, mismunandi hraun o.s.frv. Kortið má að sjálfsögðu nota í öllum gönguferðum enda eru merktir inn á það fjölmargir áhugaverðir staðir. Á kortinu eru nokkr ar númeraðar göngu leiðir og gömlum þjóðleiðum eru gerð skil í leiðarlýsingum. Meginstef leiksins Leikurinn nær yfir bæjarlandið vítt og breytt og jafnvel út fyrir það. Þátttak endur eru leiddir á staði með því markmiði að fólk kynnist bæjarland inu um leið og menn njóta hressi legrar útivistar. Þema leiksins í ár eru hleðslur. Íbúar fyrri alda hafa nýtt landið mun betur en við gerum í dag og víða sjást um merki eftir þá, sum áberandi og önnur sem næst um eru horfin. Ekki er alltaf langt á milli merkja og er þá verið að vekja athygli á því hversu mikið fólk fyrri tíma lagði á sig í lífsbaráttunni. Einfaldar reglur Leitað er að spjöldum á stöðum sem merktir eru á kortið og er vísbendingar að finna á lausnarblaðinu til hliðar við kortið. Á hverju spjaldi eru þrír bókstafir og þrír tölustafir. Þátt takendur sýna fram á að þeir hafi fundið viðkomandi spjald með því að skrifa þessa stafi inn á lausnablaðið. Mikilvægt er að hreyfa ekki við sjálfum ratleiksspjöldunum. Ert þú Léttfeti, Göngugarpur eða Þrautakóngur? Til þess að verða Léttfeti þarftu að finna fyrstu 9 spjöldin, eða einhver 9 spjöld. Til þess að verða Göngugarpur þarftu að finna 18 spjöld en til þess að verða Þrauta kóng ur þarftu að finna öll spjöldin 27. Þegar þátttakandi hefur fundið 9 ratleiksspjöld getur hann skilað inn lausnum í Léttfeta flokki og eftir 18 spjöld er hann gjald gengur í flokk Göngugarpa. Þátttakendur velja reynd ar sjálfir hvaða spjöldum þeir leita að, en mælt er með því að byrja á fyrstu 9 spjöldunum til að átta sig á leiknum. Síðan er hægt að feta sig áfram og bæta við ratleiksstöðum eftir getu og vilja til að halda leiknum áfram. Sá sem afrekar að finna öll 27 spjöldin fyllir sjálfkrafa flokk Þrautakóngs Ratleiks Hafnar fjarðar 2010. Í haust verður dreginn út sigurvegari í hverjum styrkleika- flokki og fær sigurvegari í Léttfeta Polar vandaða gönguskó frá Fjallakofanum, sigurvegari í Göngugarpi fær púls- mælir og vega lengda mælir og sigurvegari í Þrauta kóngi fær árskort í líkams ræktarstöðinni Hress. Auk þess verða nokkrir heppnir kepp endur dregnir út í hverjum flokki og fá þeir aukavinninga. Munið að skila lausnum í Þjónustuver Hafnarfjarðar í síðasta lagi 21. september. ... við Helluhraun í HafnarfirðiReykjavíkurvegi 64 • sími 510 9505 • Finndu okkur á Facebook Allt fyrir göngugarpana ... og líka miklu meira! símar 565 6455, 893 2855 við Kaldárselsveg Velkomin í Höfðaskóg Harðgerðar trjáplöntur og runnar www.fjardarposturinn.is með fólkinu í bænum Þjónustuver fyrir íbúa og gesti hafnarfjordur@hafnarfjordur.is Upplýsingamiðstöð • www.hafnarfjordur.is sími 585 5500 • Strandgötu 6, 220 Hafnarfjörður Opið mán. - fim. kl. 8-16 • Um helgar er upplýsingagjöf fyrir ferðamenn í Byggðasafni Hafnarfjarðar, Vesturgötu 8 Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. fyrir Hafnarfjarðarbæ Hönnun og umsjón með útgáfu: Hönnunarhúsið ehf. Lagning ratleiks og umsjón: Guðni Gíslason Fróðleikur með punktum og leiðarlýsingar: Jónatan Garðarsson Góð aðstoð: Jónatan Garðarsson og Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir Kortagerð: Samsýn ehf. Teikningar: Brian Pilkington Ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason Prentun: Steinmark ehf.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.