Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.08.2010, Qupperneq 12

Fjarðarpósturinn - 19.08.2010, Qupperneq 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 19. ágúst 2010 Deiglan Sjálfboðaliðar Sjálfboðaliðar óskast til að vera með viðburði (námskeið) fyrir atvinnuleitendur eldri en 25 ára. Upplýsingar veitir Guðrún verkefnastjóri Deiglunnar s. 899 9116 og gudruno@redcross.is Hvenær: Virka daga kl. 11-17 Hvar: Rauða krossdeild Hafnarfjarðar og Garðabæjar Í Fjarðarpósinun birtist þann 12. ágúst síðastliðinn viðtal við nýjan bæjarstjóra Hafnar fjarða r- bæjar Guðmund Rúnar Árna son. Ég vil hér óska Guðmundi Rúnari gæfu og gengis sem bæjar stjóra og jafnframt þess að störf hans í þágu Hafnfirðinga megi verða bæjarbúum heilladrjúg. Í viðtalinu segir að ráðning Guð mund ar Rúnars hafi borið brátt að, ráðning in hafi átt sér stað vegna þess að frá far andi bæjarstjóri ákvað að skrifa ekki undir ráðningar samn- ing í kjölfar söfnunar undir skrifta til að krefj ast íbúa kosningar um ráðn ingu hans. Í viðtalinu er Guð mundur Rún ar spurður að því hvort hugsunin á bakvið íbúa kosningar sé sú að hægt sé að krefjast kosninga um einstakar ráðningar. Guðmundur Rúnar svarar svo: „Ég held það hafi aldrei hvarflað að neinum manni að það kæmi til þess þegar við bjugg um til reglurnar um íbúa- kosningar.“ Síðar segir hann: „Það eru nokkrir fyrirvarar í regl- unum um mál sem ekki er hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um. Hefði okkur dottið það í hug að setja fyrirvara vegna ráðninga, hefðum við vafalaust sett það inn líka.“ Síðan segir að Guðmundur Rúnar telji það ekki ólíklegt að reglurnar verði endurskoðaðar. Já, stundum er lýðræðið þeim sem völdin hafa erfiður ljár í þúfu. Stundum vilja kjósendur eitthvað annað en það sem meirihluti bæjarstjórnar vill. Nú vildi svo til hvað umrætt mál varðar að, þátt fyrir það að bæjarstjórnar kosn ingar væru af staðn ar, þá gátu kjós endur beitt áhrifum sínum með því að krefjast kosninga. Hér er um mikilvæg grund- vallarlýðréttindi að ræða. Nú vildi einnig svo til að þegar kjós endur vildu færa sér í nyt þessi lýðrétt indi sín að slíkt stangaðist á við vilja meirihluta bæjar stjórnar. Er það þá það fyrsta sem forsvars manni meiri hlutans Guðmundi Rúnari dettur í hug það að af nema þau lýð réttindi sem bæjarbúar hafa áunn ið sér? Það lítur út fyrir það, því miður. Það er einlæg von mín að sá ágæti maður Guðmundur Rúnar Árna son snúi af villu síns vegar hvað varðar afnám lýð- réttinda bæjar búa og taki af allan vafa hvað varðar eftir farandi orð hans í viðtalinu: „Ég hef verið og er enn talsmaður þess að auka möguleika íbúanna til að grípa inn í og hafa áhrif á ákvarðanir og þróun sam félags ins.“ Höfundur er fv. skólameistari. Lýðréttindi afnumin? Jóhannes Ágústsson Fyrirtækið Erna föt var stofnað í febrúar 2010 af Ernu Lúð víksdóttur og Einari St. Jóns syni. Að sögn Ernu var fyrir tækið, sem selur tísku- fatnað, skó og fylgihluti fyrir konur, upphaflega nær ein- göngu starfrækt með kynning- um í heimahúsum og fyrir- tækjum og í gegnum Face- booksíðuna Erna föt. Með til- komu nýs húsnæðis á 2. hæð Reykja víkurvegar 68 er nú einnig hægt að bjóða viðskipta- vinum upp á að halda kynningar þar. Nú í vikunni er netverslunin www.ernafot.is að fara í loftið og mun þá bætast við vöru- úrvalið. Á laugardaginn milli kl. 11 og 15 verður formleg opnun og af því tilefni verða ýmis opnunartilboð og þangað eru allir velkomnir. Opið verður á mánudögun, miðvikudögum og föstudögum kl. 16-18 og á laugardögum kl. 12-14. Allar nánari upplýsingar, m.a. um kynningar veitir Erna í síma 567 3505 og á erna@ernafot.is. Erna föt opnar vefverslun Nýstofnuð verslun með tískuföt vefur upp á sig Erna Lúðvíksdóttir í nýju aðstöðunni á Reykjavíkurvegi 68. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Við erum stolt af niðurstöðum könnunar sem sýnir að MP banki er fyrsti valkostur Íslendinga þegar kemur að bankaviðskiptum.* Hafðu samband í síma 540 3200, á www.mp.is eða komdu í heimsókn í útibú okkar. Við tökum vel á móti þér. *Heimild: Frétt Viðskiptablaðsins 16. júní Íslendingar velja MP bankaInga ÞórisdóttirViðskiptastjóri Ármúla

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.