Prentneminn - 28.02.1941, Síða 3

Prentneminn - 28.02.1941, Síða 3
Notið félagið til að gera ykkur að nýtum og hæfum mönnum í iðn ykkar og alls staðar, þar sem þið verðið á ferð, og þetta mun takast, ef þið hafið ávallt hugfast, að góðum félaga ber skylda lil að gera jafnan fyllslar kröfur til sjálfs sín, gefa sér aldrei eftir, en sýna félögum sínum umburðarlyndi og vera reiðubúninn að hlaupa undir þeirra bagga, ef með þarf. Takist ykkur að lifa eftir þess- ari reglu, munuð þið hafa full not þess náms, er þið stundið, og verða að því loknu góðir og eftirsóttir verkmenn ogerþað mikils virði, en að auki munuð þið hafa aflað ykkur þess þroska og þeirrar þekkingar, sem nauðsynleg er lil að verða hlutgengir i þeirri félagslegu barállu, er lifið krefst af hverjum manni og er það sizt minna um vert. — Notið því vel námsárin, blað ykkar og félag. Heilir að starfi nemar. Magnús H. Jónsson. Gamla Prentnemafélagið Fjórtánda febrúar 1920 komu saman tiu prentnemar, á efstu hæð Iðnskólans, til þess að stofna með sér félag, sem eingöngu álti að vera fýrir prentnema. Ikið mun hafa ált einhvern þátt í stofnun félagsins, að þá hafði nýlega lognazt út af félag, sem nemendur Iðnskólans höfðu með sér, og þá vaknaði löngun hjá hinum fáu prentnemum til þess, að hafa með sér félagsskap, sem sýndi, að þeir væru ekki dauðir úr öllum æðum, þótt skólafélagið lognaðist út af. Félagið var stofnað af þessum tiu prent- nemum og hlaut nafnið Prentnemafélagið. Til- gangur félagsins var að búa prentnema sem bezt undir starf þeirra, og efla félagslegan þroska þeirra og auka þekkingu þeirra á list- inni, sem þeir ætluðu að þjóna i íramtíðinni. Tilgangur félagsins mun liafa tekizt betur en við var búist, því yfirleitt hafa þeir, sem voru í Prentnemafélaginu, orðið góðirfélagar i Ilinu íslenzka prentarafélagi, sumir þeirra gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir það og farizt það vel lir hendi. Pó liafa ekki allir verið eins góðir félagar og þeir, er ég nefndi hér að framan, þvi að í einu blaði þeirra er sagt frá þvi, að prentnema liafi verið vikið úr félaginu fyrir að neila að greiða félagsgjöld, en sem betur fer var það vist ekki nema einn. F}rrst í stað mun hafa verið gott líf í fé- laginu, til dæmis voru á fyrsta ári haldnir 11 fundir og má það teljast gott, þegar þess er gætt, að félagið var fátækt og gal þar af leið- andi ekki greitt fyrir fundarhús, en varð að vera á hnotskóm með að fá pláss fyrir fundi ókeypis. Skrifað blað var gefið út innan félagsins og var það lesið upp á fundum. Ennfremur voru fengnir menn úr prentarastéttinni til þess að koma á fundi og ræða við prentnemana, munu þeir liafa haft bæði gagn og gaman af þvi. Afmælishátíð liélt féiagið fjórtánda febrúar 1927, er það var ársgamalt, og var þá gefið út prentað blað, er í rituðu beztu menn innan félagsins. Hátiðin var hin bezta hvað skemmti- atriði snerti og félaginu til mikils sóma Bókasafni kom félagið upp hjá sér, og voru í því meðal annarra bóka íslendingasögurnar, sem hver prentnemi ætti að lesa, ekki einu sinni heldur mörgum sinnum, el' hann vill læra móðurmálið. Petta bókasafn varð síðar visir að bókasafni H. í. P. Fleiri mál hafði félagið á stefnuskrá sinni, svo sem að stuðla að aukinni útiveru prent- nema, en það er mikið skilyrði fvrir heilsu manna, sem allt árið vinna inni, að vera úti, þegar þess er nokkur kostur. Félagið fylgdist vel með þeim málum, sem á hverjum tírna voru rædd innan Prentara- félagsins, og munu nemarnir hafa notið þess siðar, er þeir fóru að taka þált í félagslífi prentarafélagsins. Félagið lag'ðist niður siðari hluta árs 1929, en þá höíðu þeir, sem mest störfuðu í félag- inu lokið námstíma sinum og gengu þar af leiðandi úr félaginu og í H. í. P., og munu þeir lial'a átt mestan þátt i þvi, að nemar og stúlkur fengu inntöku í H. I. P. Prentnemar! Tökum hina gömlu og góðu félaga úr gamla Prentnemafélaginu okkur lil fyrirmyndar, því þá mun okkur takast að gera félag okkar að góðu og gagnlegu félagi, ekki aðeins fyrir okkur, heldur og lika fyrir prent- nema þá, sem koma á eftir okkur, og þá muniim við einnig verða góðir félagar i Hinu íslenzka prentaralélagi. Kr. Á. PRESTNEMINN 3

x

Prentneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.