Prentneminn - 01.02.1961, Page 4

Prentneminn - 01.02.1961, Page 4
Nokkur orð frá rifnefndinni Meö þessu blaði hefst 8. árg. Prentnem- ans. Útgáfa blaðsins hófst fyrir réttum tuttugu árum, eða 1941. Voru gefin út tvö tölublöð það ár. Árið 1942 voru gefin út fjögur blöð. Þrjú blöð komu út 1943 og þrjú blöð einnig 1944. Tvö blöð komu út 1945. Síðan lá útgáfan niðri þar til árið 1951, að gefið var út myndarlegt afmælisrit af til- efni þess, að þá voru tíu ár liðin frá stofn- un Prentnemafélagsins. Afmælisritið var 28 síður og var kápusíða þess litprentuð. Þeir sem stóðu að þessu myndarlega af- mælisriti voru Gestur G. Árnason og Pét- ur S. Jónsson. Þetta afmælisblað var fyrsta og eina tölublað 6. árgangs. — Að þessu hreystiverki loknu stöðvaðist útgáfan þar til í fyrra, að heiðarleg tilraun var gerð til að endurvekja útgáfuna, en því miður tókst ekki að koma út nema einu fjögra siðna blaði. Það er ætlun núverandi ritnefndar að freista þess að gefa út blað annan hvern mánuð þetta ár, og vekja með því blaðið af þeim dvala sem það hefur legið í s. 1. 10 ár. Þetta er að vísu töluverð bjartsýni, en með því að hafa blaðið ekki nema fjórar síður hverju sinni, teljum við ekki útilokað að þetta megi takast. Við óskum eftir því að þið veitið okkur lið og sendið efni í blað- ið um áhugamál ykkar. Á því byggist að miklu leyti útgáfa blaðsins. Við munum birta frásagnir um félags- starfið í hverju blaði, auk þess sem reynt verður að koma á föstum þætti, þar sem kynntir verða prentnemar. Verður þá kynntur einn i hvert skipti. Ætlunin er að kynning þessi hefjist í næsta blaði. Að lokum þetta: Prentnemar. Setjist nú niður og skrifið það sem ykkur býr í brjósti varðandi samtök okkar. Hvað finnst ykkur að félagsstarfinu? Hver eru helztu úrræði þín í þeim efnum? Greinarnar þurfa ^kki að vera langar, allt er tekið til beztu fyrirgreiðslu. Ef þið kjósið heldur að skrifa undir dulnefni, þá er það leyfilegt, með því skilyrði þó, að ritnefndin viti hver höfundurinn er og gætt sé hófs um það að særa ekki um of aðra félagsmenn. Utanáskrift er Prentnem- inn c/o Jón Júlíusson eða Bragi Garðars- son, Prentsmiðjunni Eddu, Lindarg. 9 a. Ritnejndin. Aðalfundur . . . Frh. af bls. 3. íþróttanefnd: Sveinbjörn Björnsson, ísafold. Bragi Garðarsson, Eddu. Ritnefnd: Jón J. Júlíusson, Eddu. Bragi Garðarsson, Eddu. Skemmti- og ferðanefnd voru sameinað- ar, og þess í stað komið á íþróttanefnd, sem mun eiga að reyna að auka hið líkam- lega þrek prentnema. Fráfarandi formaður, Jóhann V. Árna- son, þakkaði samstarfið á liðnu starfsári og bauð hinn nýja formann velkominn til starfa, og kvaðst vona að félagið ætti eftir að dafna, prentnemum til hagsældar. Hinn nýi formaður þakkaði það traust, er hon- um hafði verið sýnt, og kvaðst vona, að félagsstarfið mætti verða með sem beztum hætti í framtíðinni. Að stjórnarkosningu lokinni ræddu fé- lagsmenn um félagsstarfið. Rikti mikill áhugi fyrir því að efla félagslífið og lyíta því úr þeim öldudal sem það hefur legið í að undanförnu. Fjórir prentnemar gengu í félagið á fundinum. Furðuleg ummæli . . . Frh. af bls. 2. á prenti, þá gat ritnefndin ekki látið hjá líða að minnast á þetta, því sennilega er þetta ein höfuð orsökin fyrir því að nýir menn hafa tekið við stjórn félagsins. Fyrr- nefnt ástand varð ekki þolað lengur. J. J. J. Ritnefnd: Jón Júlíusson (Ábyrgðarm.), Bragi Garðarsson. PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. 4 ' PRENTNEMINN

x

Prentneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentneminn
https://timarit.is/publication/950

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.