Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.01.2013, Síða 2

Fjarðarpósturinn - 10.01.2013, Síða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. janúar 2013 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað erSverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR RAGNAR SCHEVING ÚTFARARÞJÓNUSTA ÓLÖF HELGADÓTTIR ÚTFARARÞJÓNUSTA HÁLFDÁN HÁLFDÁNARSON ÚTFARARSTJÓRI FRÍMANN ANDRÉSSON ÚTFARARSTJÓRI FJÖLSMÍÐ LÍKKISTUVINNUSTOFA Síðan 1993 Stapahraun 5 220 Hafnarfjörður www.uth.is uth@simnet.is 565-9775 Hafnfirska fréttablaðið Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Nú hefur bæjarstjórn Hafnar­ fjarð ar velt skuldum íþróttafélags yfir á bæjarbúa. Stór hluti skuld­ anna er kominn til vegna óábyrgs reksturs deilda félagsins þar sem kaup á leikmönnum valda mestu auk launakostnaðar. Ég hef áður sagt það hér að það er ekki líðandi að þeir sem sitja í stjórnum félaga og koma þeim í erfiða skuldastöðu með glannalegum aðgerðum skuli ekki þurfa að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Hingað til hafa stjórnmálamenn ávallt skorið félögin úr skuldasnöru ­ trúandi að þarna séu atkvæði að veði. Menn tala um neyðarúrræði en það er til komið vegna aðgerða stjórnmálamanna sem skiptu upp íþróttamannvirkjum í tvo eignarhluta svo félögin gætu veðsett í stað þess að mannvirkin væru í einni óskiptri sameign þar sem bærinn átti yfir 80% í. Landsbankinn stillti Hafnarfjarðarbæ upp að vegg og hræðslan við að bankinn eignaðist m.a. búningsklefana sem skólabörnin nýta varð til þess að bærinn tók á sig 271 millj. kr. skuldbindingu. Ábyrgð stjórnmálamann­ anna er mikil, sem í miklum flýti gerðu 271 millj. kr. samning án aðkomu bæjarstjórnar, sem hlýtur að vera brot á 58. grein sveitarstjórnarlaga. Hingað til hafa félögin fengið að ráða ferðinni mikið sjálf enda telja menn sig þar oftast hæfari en Hafnar­ fjarðar bær sem var í vikunni m.a. sakaður um setja of lítinn pening í íþróttastarfsemina. Framkvæmdir hafa farið fram úr áætlun og ávallt hefur Hafnarfjarðarbær þurft að borga mismuninn þegar upp er staðið. Nú eru miklar hugmyndir uppi í Kaplakrika, um byggingu nýs knattspyrnuhúss eða húsa og fleiri bygginga og þar ætla menn að framkvæma án aðkomu Hafnarfjarðarbæjar. Hverjir ætla að bera ábyrgðin þar? Hverjir koma til með að borga brúsann á endanum? Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.