Fjarðarpósturinn - 10.01.2013, Qupperneq 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. janúar 2013
Áhugi á CrossFit eykst hratt
og stöðvum fjölgar. Í nóvember
settu nokkrir Garðbæingar upp
nýja crossfitstöð, CrossFit XY
að Miðhrauni 2 í Molduhrauninu.
Mörgum finnst það vera í Hafn
arfirði enda tengt við iðnað
arhverfið í Kaplakrika og svo má
ekki gleyma að svæðið tilheyrði
Hafnarfirði allt til að Hafn
arfjarðarbær lét það af hendi í
skiptum fyrir Setbergs landið.
Nýja stöðin sem var opnuð í
nóvember er í glæsilegu 1.000
m² húsnæði þar sem íþróttasalir
rúma um 650 m². Aðgangur er
að heitum og köldum pottum og
að sjálfsögðu almenn baðaðstaða.
Nýtt íþróttagólf er í öllum sölum,
hátt er til lofts og bjart og öll
aðstaða er hin besta.
Tvenn hjón eiga stöðina, þau
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir
og Guðmundur Þórðarson og
Unnar Sveinn Helgason og
Helga Hlín Hákonardóttir.
Unnar, sem er yfirþjálfari,
hefur kennt CrossFit í um þrjú ár
og rak m.a. stöð á Akureyri.
Hann æfði og keppti handbolta
með FH og er keppnismaður í
CrossFit og keppti m.a. á
heimsleikunum í Los Angeles
2012. Hann segir að markmið
með CrossFit æfingum sé að
bæta líðan og heilsu, „að styrkja
vöðva til að takast á við dagleg
störf og bæta lífshæfni almennt,“
segir Unnar og telur það
markmið eigi að ríkja í allri
líkamsrækt. „Með CrossFit
kemst fólk í form fyrir lífið en
ekki fyrir spegilinn enda byggir
CrossFit á fjölliðamóta hreyfing
um en ekki einhliða afmörkuðum
æfingum,“ segir Unnar. Hann
minnir jafnramt á að mikill mun
ur er á hefðbundnu CrossFit og
keppnisíþróttinni CrossFit og
allir geti byrjað að æfa CrossFit
óháð reynslu eða formi.
Svanhildur Nanna er fram
kvæmda stjóri og þjálfari. Hún
æfði fimleika með Björk í 12 ár
og kenndi fimleika í 8 ár. Hún er
líka keppnismanneskja í Cross
Fit.
Með þeim starfa þaulreyndir
íþrótta menn og CrossFit iðk
endur en það eru Jónas
Stefánsson sem var markmaður í
hand bolta hjá FH, Haukum og
Þór og er keppnismaður í
CrossFit, Árni Björn Kristjánsson
sem var keppnismaður og þjálf
ari í tennis og varð Íslandsmeistari
í Ólympískum lyftingum 2011
og keppti á heimsleikunum í
Cross Fit 2011 og 2012 og Víg
lundur Helgason (bróðir Unnars)
sem lék handbolta með FH og
hefur mikla reynslu sem nuddari.
Hefst með grunnnámskeiði
Allir byrjendur í CrossFit fara
fyrst á grunnnámskeið en þar er
lögð áhersla á undirstöðuæfingar
CrossFit, þjálfun í réttri líkams
beitingu og bætt þrek. Þegar
grunnnámskeiði lýkur er boðið
upp á opna tíma þar sem þjálfari
leiðbeinir iðkendum, auk þess
sem hægt er að mæta í aukatíma
milli kl. 10 og 12 virka daga og
þeim sem hafa áhuga á að prófa
er boðið upp á prufutíma. Unnar
segir að almennt sé miðað við að
fólk mæti 34 sinnum í viku og
hægt sé að kaupa 3, 6 og 12
mánaða kort. Nánari upplýsingar
má finna á www.crossfitxy.is
Ný CrossFit stöð í Molduhrauninu
Unnar S. Helgason, einn eigenda CrossFit XY
U N
bókhald ehf
Almenn
bókhaldsþjónusta
Stofnun félaga
Skattframtöl fyrir
einstaklinga og fyrirtæki
Allt á einum stað
UN Bókhald ehf • Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði
568 5730 • unbokhald.is • unbokhald@unbokhald.is
Hafnarfjarðarbær og Vega
gerðin undirrituðu í síðustu viku
samn ing um að Vegagerðin
greiði helming kostnaðar við
gerð ákveðinna hjólreiða og
göngustíga í Hafnarfirði. Sk.
sam komulaginu greiðir vega
gerðin samtals 31 millj. króna til
ársins 2014 og verða gerðir
stígar á þessu ári við Bæjarhraun
milli Flatahrauns og Hólshraun,
við Hvammabraut hjá kirkju
garðinn og við Risann í Kapla
krika á þessu ári. Stígar verða
gerðir frá Hólshrauni við Fjarð
ar kaup að Engidal og við Suður
braut frá Háholti að Byggðabraut
árið 2014. Sambærilegir samn
ingar eru gerðir við nágranna
sveitar félögin og mun stígagerðin
bæta almennar samgöngur hjól
andi og gangandi á höfuðborgar
svæðinu.
Víða pottur brotinn
Öryggi gangandi vegfarenda í
Hafnarfirði er víða bágborið,
sérstaklega þar sem fara þarf yfir
götur. Fjarðarpósturinn hefur
nokkrum sinnum bent á ómerktar
„gangbrautir“ en það eru staðir
sem flestir ætla að séu gang
brauti r en eru það ekki vegna
þess að lögboðnar merk ingar
vant ar. Þetta á m.a. við um þver
anir yfir Fjarðargötuna þar sem
tekið eru úr gangstéttarbrún og
miðeyju og fólk áætlar að þar sé
gangbraut en einnig víða þar sem
hraðahindranir eru með sebra
merkingu líkt og gang brautir en
enga gangbrautar merk ingar. Í
skýrslu sem Mann vit vann fyrir
Vegagerðina og var birt í des
ember sl. er líka bent á sam bæri
leg dæmi og bent er á hættur sem
því fylgja að merkja gangbraut
aðeins með tveimur samhliða
línum. Þess má geta að fyrir all
nokkrum árum voru sebrabrautir
víða fræstar burtu í Hafnarfirði
og svona tvær sam hliða línur
settar í staðinn en í dag eru þær
víðast komnar aftur enda minnk
aði aðgerðin öryggi veg farenda.
Í reglugerð um umferða merki
og notkun þeirra segir um
merkingu gangbrauta: „Gang
braut (M13) yfir akbraut skal að
jafnaði merkt með hvítum
samhliða röndum langsum á
vegi. Heimilt er þó að merkja
gang braut með tveimur óbrotn
um línum eða bóluröðum þvert
yfir akbrautina. Merkingu þessa
má einnig nota þar sem hjól
reiða stígur eða reiðvegur þverar
veg“.
Í sömu reglum segir um gang
brautarmerki: „Merki þetta er
notað við gangbraut og skal vera
báðum megin akbrautar. Ef eyja
er á akbraut má merkið einnig
vera þar.“
Reiðhjól og mótorknúin
farartæki á gangstéttum
Á sínum tíma var veitt heimild
fyrir því að hjóla mætti á gang
stéttum en það var gert þar sem
hvergi voru hjólreiðastígar og
umferð á götum hafði aukist til
muna. Í nágrannalöndum okkar
Gangbrautir sem eru ekki gangbrautir
Samkomulag um gerð hjólreiða- og göngustíga
er bannað að hjóla á gangstéttum
að viðurlögðum sektum.
Undanfarið hafa bæst við á
gangstéttarnar rafdrifin reiðhjól
og sk. rafvespur sem ná umtals
verðum hraða enda virðist vera
minnsta mál að taka hraðatak
mark anir úr sambandi og það
gert í miklum mæli.
Í sérreglum í umferðalögum
fyrir reiðhjól, bifhjól og torfæru
tæki segir m.a. um reiðhjól:
„Heim ilt er að hjóla á gangstétt
og gangstíg, enda valdi það ekki
gangandi vegfarendum hættu eða
óþægindum. Hjólreiðamaður á
gangstétt eða gangstíg skal víkja
fyrir gangandi vegfarend um.“
Þar segir einnig: „Bifhjóli má
eigi aka á gangstétt eða gang
stíg..“.
Í skilgreiningu á léttu bifhjóli
segir í lögunum: „Bifhjól sem
búið er brunahreyfli sem ekki er
yfir 50 rúmsentimetrar að slag
rúmmáli eða búið rafhreyfli og
er eigi hannað til hraðari aksturs
en 45 km á klst.“
Í skilgreiningu á reiðhjóli segir
jafnframt í lögunum: „a.
Ökutæki, sem knúið er áfram
með stig eða sveifarbúnaði og
eigi er eingöngu ætlað til leiks. b.
Vélknúinn hjólastóll, sem eigi er
hannaður til hraðari aksturs en
15 km á klst. og verður einungis
ekið hraðar með verulegri
breytingu. c. Lítil vél eða raf
knúin ökutæki, sem hönnuð eru
til aksturs á hraða frá 8 km og
upp í 25 km á klst. Undir þessa
skilgreiningu fellur m.a. vélknúið
hlaupahjól sem búið er stigbretti,
er á hjólum og með stöng að
framan sem á er stýri. Slíkum
farartækjum má ekki aka á
akbraut.“
Því mætti ætla að það væri ljóst
skv. lögunum að ekki sé heimilt
að aka sk. rafvespum á gang
stéttum en Umferðarstofa hefur
aðra skoðun á málinu og skil
grein ir þær sem reiðhjól skv. skil
greiningu c en ekki sem bif hjól
búið rafhreyfli sem eigi er hann að
til hraðari aksturs en 45 km/klst.
Hér mætti halda að væri gangbraut en allar merkingar vantar.
Á Vesturgötunni er tekið úr gangstéttum og miðeyju en engar merkingar.
Hér á Strandgötunni er gangbraut sæmileg áberandi en þó vantar skilti á miðeyju skv. reglugerðinni.
Hér vantar allar merkingar en gangandi hafa samt á tilfinningu
að þarna sé gangbraut.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n