Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.01.2013, Page 15

Fjarðarpósturinn - 10.01.2013, Page 15
www.fjardarposturinn.is 15 Fimmtudagur 10. janúar 2013 Nýr dansskóli hefur hafið starfsemi sína í Hafnarfirði og er til húsa í íþróttahúsinu við Strandgötu. Dansskóli Birnu Björnsdóttur býður upp á vandað, markvisst dansnám, og er bæði boðið upp á byrjenda­ og framhaldsflokka. Allir kennarar skólans eru vel þjálfaðir, með margra ára reynslu af dansnámi, ­kennslu og choreo­ grafíu. Kenndir eru ýmsir dansstílar og má þar helst nefna jazzballet, street jazz, jazzfunk, söngleikjadans, modern, hip­ hop, break og fleira. Meðal þess sem nemendur læra má nefna grunntækni, stökk, hringi, samsettar tækni æfingar og dansrútínur ásamt ýmsum dansstílum, en sérstök áhersla er lög á að kynnast sem flestum dansstílum. Einnig er unnið mikið með sviðsframkomu og leikræna tjáningu, en dans gleði og skemmtun er höfð í fyrirrúmi. Birna Björnsdóttir hefur unnið sem danshöfundur árum saman og sett upp fjölda sýninga ásamt því að vera danshöfundur í fjölda vinsælla söngleikja. Þar má nefna söngleikina Grease og Gosa í Borgarleikhúsinu, söng­ leikinn Fame í Vetrargarðinum, barnaleikritið Kalla á þakinu í Borgarleikhúsinu og uppfærslu Þjóðleikhússins á Ástin er diskó, lífið er pönk. Kardimommu­ bærinn í Þjóleikhúsinu. Birna hefur einnig verið höfund ur dansa og sviðs hreyf­ inga fyrir Eurovisonfara Íslend­ inga árum saman og hefur unnið mjög mikið við auglýsinga­ og myndbandagerð. Tónlistar­ mynd bönd áramótaskaup aug­ lýs ingar o.fl. Þá er ótalin vinna hennar við framleiðslu Lata­ bæjar þáttanna, þar sem hún hefur haft umsjón með dönsum og sýningum síðustu 10 ára. Ýmsar nýjungar verða í boði fyrir Hafnfirðinga og aðra nem­ endur skólans á árinu. T.d. verður danskeppni í Gaflaraleikhúsinu og dansworkshop. Einnig munu allir nemendur taka þátt í nem­ endasýningum í Borgar leikhús­ inu. Kynning á hópfim leikum Á laugardaginn kl. 13.30­15 verður Fimleikafélagið Björk með kynningu á hópfimleikum hjá félaginu. Að þessu sinni eru aðallega vonast eftir að fá stúlkur og pilta á aldrinum 13­15 ára til að koma og kynna sér þessa vinsælu íþrótt. Allir eru þó vel komn­ ir. Þjálfarar og stjórnarfólk fim­ l e i k a d e i l d a r verða á staðnum. Berg-Ejvind Sýningar Kvikmyndasafnsins hefjast á nýju ári þriðjudaginn 15. janúar kl. 20. Á dagskrá janú ar og febrúar mánaðar verður sænska kvik myndin Berg­Ejvind och hans hustru eða Fjalla­Eyvindur og kona hans frá árinu 1918. Kvikmyndin er byggð á leikriti Jóhanns Sigurjónssonar, Fjalla­Eyvindi, þar sem stóru stef mannlífsins líf og dauði, ást og fórn, vinátta og afbrýði og að lokum hatrið eru til umfjöll­ unar í átakamikilli ástarsögu þeirra Eyvindar og Höllu. Þau neyðast til að segja sig úr lögum við samfélagið og flýja til fjalla. Andstætt mannheimum eru fjöllin þeim hliðholl í fyrstu. Þau eignast þar dótturina Tótu og komast vel af. En þar kemur að náttúran býr þeim örlög, sem að lokum dregur þau öll til dauða. Náttúran gaf og náttúran tók... Myndin markar þáttaskil í þróun myndmálsins í alþjóða­ sögu kvikmyndanna og kom Svíþjóð sem kvikmyndalandi á heimskortið. Náttúruöflin og hrikalegt landslagið gegndu svo nýstárlegu hlutverki í myndinni. Jóhann Sigurjónsson segir frá því að heimsstyrjöldin fyrri hafi komið í veg fyrir að myndin væri tek in á Íslandi. En hann var mjög ánægður með upp­ töku staðina sem Sjöström valdi í nyrstu héruðum Svíþjóðar og Lapp lands og bætti við að svip­ brigði Eyvindar og Höllu í mynd inni hefðu komið geði hans „í heima ástarinnar, í skugga land þrautanna, út á hengi flug dauðans, já inn í friðar faðm hans“. Fjalla­Eyvindur var frumsýnd í aðalkvikmyndahúsi Stokk­ hólms, Röda Kvarn, á nýársdag 1918 en á Íslandi í Gamla Bíói á páskum 21. apríl 1919. Hún gekk til 8. maí eða mun lengur en algengt var á þeim tíma og var endursýnd dagana 19. og 20. maí vegna fjölda áskorana. Alþjóðlegar viðtökur voru góðar og höfðu Frakkar það á orði að fyrsti ástardúett kvik­ mynd anna hefði litið dagsins ljós. Dansskóli Birnu Björns í Hafnarfirði

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.