Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.01.2013, Qupperneq 18

Fjarðarpósturinn - 10.01.2013, Qupperneq 18
18 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. janúar 2013 Hafnarfjarðarbær lét í haust kanna ánægju með þjónustu Hafnarfjarðar og annarra stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar á. Einn ig var skoðuð þróun frá fyrri mælingum. Þetta var netkönnun sem 4787 svöruðu þar af 488 Hafnfirðingar. Svarhlutfall var 61% hjá Hafnfirðingum og 58,5% að meðaltali hjá öllum. 89% voru ánægðir með Hafnar fjörð sem stað til að búa á, 7% voru hlutlausir og 4% voru óánægðir. Er jákvæðnin yfir meðaltali í öðrum sveitar­ félögum. 78% voru ánægðir með að stöðu til íþróttaiðkunar, 12% voru hlutlausir og 9% voru óánægðir. Er ánægjan eins og meðaltal í öðrum sveitar félög­ um. 76% voru ánægð með gæði umhverfisins í nágrenni við heimili sitt, 10% voru hlutlaus og 14% voru óánægð. Er ánægj­ an einnig eins og meðal talið. 68% voru ánægð með þjón­ ustu leikskólanna, 22% voru hlutlaus og 11% voru óánægð og var ánægjan eins og meðal­ talið. 61% voru ánægð með þjón­ ustu Hafnarfjarðar í heild, bæði út frá reynslu og áliti, 26% voru hlutlaus og 12% voru óánægð og er ánægjan minni en meðal­ tal í öðrum sveitarfélögum. 58% voru ánægðir með þjón­ ustu grunnskólanna, 29% voru hlutlausir og 13% voru óánægð­ ir og er ánægjan þó nokkuð undir meðaltali í öðrum sveitar­ félögum. 54% voru ánægðir með það hvernig bærinn sinnir menning­ ar málum, 38% voru hlutlausir og 8% voru óánægðir og var ánægjan í takt við önnur sveit­ arfélög. 47% voru ánægðir með þjónustu við barnafjölskyldur, 32% voru hlutlausir og 21% voru óánægðir og er ánægjan þó nokkuð undir meðaltali í öðr um sveitarfélögum. 39% voru ánægðir með skipu­ lagsmál almennt, 34% voru hlutlausir og 27% voru óánægð­ ir sem er hæsta óánægju hlut­ fallið í könnuninni í Hafn ar firði en jákvæðnin var þá sama og meðaltalið. 35% vor ánægðir með þjón­ ustu við fatlaða í bænum, 47% voru hlutlausir en 18% voru óánægðir og var það aðeins undir meðaltalinu. Óánægja eykst með þjónustu 22,8% þykir starfsfólk bæjarins hafa illa leyst úr erind­ um sínum, en árið 2008 var hlutfallið 11,3%. Óánægja og ánægja eykst með skipulagsmál Þeim sem eru mjög ánægðir með skipulagsmál fækkar um meira en helming frá 2008 og frekar ánægðum fækkar aðeins en að sama skapi fækkar mjög óánægðum töluvert á meðan frekar óánægðir eru næstum jafnmargir og 2008. Ánægja barnafjölskyldna minnkar Ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur minnkar frá 2008 þegar hún var meiri í Hafnarfirði en í öðrum sveitarfélögum yfir í það að vera þó nokkuð minni núna. Afstaða eldri borgara neikvæðari Ánægja með þjónustu við eldri borgara minnkar mikið og óánægjan eykst verulega Nálægð við fjölskyldu skiptir mestu Þegar Hafnfirðingar eru spurð ir um það hvað mestu máli skiptir þegar valið er hvar á að búa er nálægð við fjölskyldu mikilvægast og mikilvægara en í öðrum sveitarfélögum. Hins vegar skipta atvinnumöguleikar miklu minna máli en í hinum sveitarfélögunum og mikilvægi aðgengi að heilbrigðisþjónustu og möguleikar á framhaldsskóla minna máli. Fleiri voru ánægðir með framboð á atvinnu en þeir sem voru óánægðir en helm­ ingur svaraði hvorki né. Flestir vilja bæta samgöngumál 15,2% svarenda telja að mikilvægast sé að bæta sam­ göng ur í Hafnarfirði, 13,2% leikskólamál, 12,2% íþróttir og tómstundir og 11,5% þjónustu við börn/barnafólk. Fæsti nefndu atvinnumál, upplýsinga­ flæði, dagvistun, lóða­ og hús­ næðismál, allt undir 3% völdu þessa flokka. Þá voru margir sem sögðu að bæta þyrfti aðhald og sparnað og að bæta þyrfti samgöngur og gagnakerfi. Ánægja minnkar frá 2008 Það vekur athygli að ánægja í könnuninni allri minnkar meira í Hafnarfirði en í öðrum sveitar­ félögum. Árið 2008 virðist ánægja hafa verið almennt meiri í Hafnarfirði en í öðrum sveitarfélögum en skv. könn­ uninni núna hefur dæmið snúist við í flestum tilfellum. Capacent Gallup gerði könn­ unina sem var netkönnun gerð 15. október til 29. nóvember sl. Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is Reikningar • Nafnspjöld Umslög • Bæklingar Fréttabréf Bréfsefni Og fleira Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 þjónusta Kaupi bilaðar gamlar þvottavélar og þurrkara. Uppl. í s. 772 2049. Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hægstætt verð. Sími 664 1622 - 587 7291. Bílaþrif. Kem og sæki. Alþrif, þvottur, bón og vélarþvottur. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Topptölvur. Allar almennar tölvuviðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fast verð. Sæki og skila. topptolvur@gmail.com. s. 848 2627. tapað - fundið Gullarmband (ættargripur) tapaðist 3. jan. líklegast á Bæjarhrauni. Uppl. í s. 863 3999. Stórt úr fannst á göngustíg í Norðurbænum í Hafnarfirði um miðja desember. Uppl. í síma 823 8702 smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . m a x 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Tapað - f u n d i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.fjardarposturinn.is – bæjarblað Hafnfirðinga! 89% íbúa ánægðir með að búa í Hafnarfirði Mest óánægja með skipulagsmál – ánægja minnkar meira í Hafnarfirði Hafnfirðingar una glaðir við sitt ­ að mestu. Nýjar sýningar í Hafnarborg Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Hafnarborg á laugardaginn kl. 15. Ný innsetning eftir Björk Viggós- dóttur, sem ber yfirskriftina Að dráttar afl – hringlaga hreyfing, verður opnuð á efri hæð safnsins og sýning á teikningum eftir Ingólf Arnarsson í Sverrissal. Báðir hafa listamennirnir unnið sér sess í íslensku listalífi; Björk sem ungur og efnilegur listamaður en Ingólfur sem einn af frumkvöðlum sam tímalistar á Íslandi sem á að baki rúmlega þrjátíu ára áhrifamikinn feril en teikningar hans einkennast af fíngerðum línum, nákvæmni og tíma. Boðið verður upp á samtal við lista- mennina í tengslum við sýningarnar. Björk Viggósdóttir ræðir við gesti um sýninguna Aðdráttarafl – hringlaga hreyfing fimmtudaginn 17. janúar kl. 20. Ingólfur Arnarsson ræðir við gesti um sýninguna Teikningar fimmtudaginn 24. janúar kl. 20. Tónleikar í Hafnarborg Á sunnudaginn kl. 20 verða fyrstu tónleikar ársins í Hafnarborg þar sem fram koma Sæunn Þorsteins- dóttir sellóleikari og Sam Armstrong píanóleikari. Sæunn og Armstrong hafa bæði hlotið mikið lof fyrir heillandi tónlistarflutning, en á tón- leikunum munu þau leika verk eftir Beethoven, Brahms, Britten og Martinu. menning & mannlíf Lj ós m .: G uð ni G ís la so n F J A R Ð A R B Ó N Kaplahrauni 22 www.fjardarbon.is fjardarbon@fjardarbon.is sími 565 3232 • Alþrif • Mössun • Eðal-bónhúðun • Djúphreinsun • Vélaþvottur Fjölmennt var á þrettándagleði sem Haukar stóðu að í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ á Ásvöllum þar sem jólasveinarnir kvöddu áður en þeir héldu heim á leið. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.