Prentarinn - 01.01.1981, Síða 3

Prentarinn - 01.01.1981, Síða 3
hefur sta Nú við þessi áramót tók Félag bókagerðarmanna yfir starfsemi bókagerðarfélaganna 3ja. Skrifstofa félagsins er að Hverfisgötu 21 og er síminn 16313 fyrst urn sinn. Skrifstofan verður staðsett í vesturhluta jarðhæðar hússins en það húsnæði hefur verið leigt út hingað til. Stjórn félagsins hefur ráðið eftirtalda nrenn til starfa: Magnús Einar Sigurðsson í fullt starf, Ólaf Emilsson í fullt starf. Ómar Harðarson í hálft starf og Svan Jóhannesson í hálft starf. Stjórn félagsins ákvað að ekki væri rétt að svo komnu máli að auka starfs- mannahaldið frá því sem var hjá gömlu félögunum, tveir menn voru í fullu starfi hjá HÍP. tveir menn í hálfu starfi hjá GSF og opið á skrifstofu BFÍ tvisvar í viku og önnuðust formaður og gjaldkeri BFÍ þá vinnu. Af þessu má vera ljóst að stjórnin vill forðast alla „yfirbyggingu" og láta tímann og reynsluna skera úr um það hvort þörf er á meiri starfskrafti. Það er von stjórnarinnar að skrifstofan verði þess megnug nú í allra næstu framtíð, að auka og bæta þjónustuna við félagsmenn á sem flestum sviðum. Hér skal þess þó getið að ekki fer hjá því að nú í upphafi árs verður að inna af hendi ýmsa undirbúningsvinnu. í því sambandi má nefna flutninga og önnur slík atriði, áður en starfsemin getur komist verulega á skrið. Meiningin er að koma á all-glöggri starfsskiptingu á milli starfsmanna félagsins, en enn á eftir að ganga endanlega frá henni. Ljóst er þó að Ólafur mun alfarið sjá um fjármálin, það vill segja bókhald, innheimtu og greiðslur. Hinir þrír starfsmennirnir munu fyrst og frenrst sjá um félagslega þætti og er eðlilegt að ætla að þeir muni skipta með sér verkefnum eftir iðnsviðum að vissu marki. Magnús á HÍP iðnsvið, Svanur á BFÍ iðnsvið og Ómar á GSF iðnsvið. Þá má geta þess að meiningin er að auka útgáfu „Prentarans málgagns FBM“ til muna og ef að sá draumur rætist er ljóst að veruleg vinna fer í þá starf- semi, en ritstjóri blaðsins er einn af starfsmönnunum. r mmims 'ii'Sn Íí’ X , * . . Hér á Hverfisgötu 21 verður skrifstofa félagsins til húsa og síminn er 16313. Að síðustu vill stjórn félagsins árna félagsmönnum farsældar á nýju ári og væntir þess að eiga gott samstarf við þá. Það hefur sjaldan verið meiri ástæða en einmitt nú á þessu fyrsta ári Félags bókagerðarmanna að brýna fyrir okkur öllum að sýna stéttarvitund og þol- gæði, þolgæði vegna þess að ýmislegt getur rekist hvað á annars horn þann tíma sem það tekur FBM að slíta barnsskónum. —mes. Prentarinn málgagn Félags bókageröarmanna • Útgefandi FBM Hverfis- götu 21 • Ritstjóri Magnús Einar Sigurðsson • Ljóssetning og prentun Prentsmiöjan ODDI hf • Filmuvinna Korpus hf • Bókbandsvinna Sveina- bókbandið hf • Letur Times og Vega • Forsíöa er hönnuö af Þórleifi V. Friörikssyni PRENTARINN 1.-1/81 3 —’-m ~~ ir —>———i

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.