Prentarinn - 01.01.1981, Qupperneq 10
3. Rætt um gerð félagsskírteina og
spjaldskrár FBM. — Frestað til
næsta fundar.
4. Samþykkt að láta prenta bréfsefni
til bráðabirgða.
5. Samþykkt að Magnús Einar
Sigurðsson og Ólafur Entilsson
verði ráðnir í fullt starf hjá félag-
inu. Starfskjör þeirra verða þau
sömu og var hjá HlP.
6. Samþykkt að halda stjórnarfundi
hálfsmánaðarlega og að þeir hefjist
kl. 15. Stjórnarmönnum sem ekki
eru fastir starfsmenn sé greitt dag-
vinnutap á stjórnarfundum.
7. Rætt um húsnæðismál FBM og
samastað félagsins i framtíðinni.
Samþykkt að segja upp leigjendum
á jarðhæð Hverfisgötu 21. Málinu
annars frestað.
8. Ráðstefna í Ungverjalandi um vís-
inda- og tækniþróun í grafiskum
iðnaði. Boð um að senda fulltrúa.
Samþykkt að svara boðinu jákvætt.
2. desember1980
1. Sýnd 15 minútna löng óklippt
kvikmynd af stofnfundi FBM.
Frestað að taka ákvörðun um hvort
á að láta fullgera myndina.
2. Samþykkt að ráða Svan Jóhannes-
son og Óntar Harðarson í hálfsdags
starf hvorn frá 1. janúar. Saniþykkt
að kjörin verði þau sömu og hjá
öðrum starfsmönnum FBM.
3. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu
um ástand og horfur í atvinnumál-
um bókagerðargreina. Samþykkt
að fela starfsmönnum að kanna
þetta eins og frekast er kostur og
svara bréfinu.
4. Bréf frá GSF um reglur og úthlut-
anir úr Menningar- og utanfarar-
sjóði GSF. Samþykkt að hafa söniu
eindaga hjá honum og Styrktar-
tryggingasjóði HÍP. Eindagar verði
1. mars og 1. október 1981.
5. Bréf frá GSF. Bréfið fjallar um
ákvörðun stjórnar FBM að af-
greiða aðild félagsins að ASÍ fyrir
áramót. Formaður gat um and-
stöðu við samþykkt stjórnar FBM
og var samþykkt að fresta málinu.
6. Erindi frá iðnnema í Ijósmyndun
um aðstöðu í sambandi við kaup og
kjör. Samþykkt að vísa málinu til
Iðnnemasambands íslands.
7. Húsnæðismál. Samþykkt að fela
Eggert Sigurðssyni, Ólafi Entilssyni
og Geir Þórðarsyni umsjón með
sölu á húseign félagsins að Óðins-
götu 7.
8. Samþykkt að fela starfsmönnum að
útbúa félagsskírteini og taka
manntal á verkstæðum strax eftir
áramót.
9. Samþykkt að láta kosningu
trúnaðarmanna á vinnustöðum
fara fram sem fyrst eftir áramót.
10. Samþykkt að fela gjaldkera að
ganga frá samskonar skyndilána-
fyrirgreiðslu fyrir félagsmenn í AI-
þýðubankanum eins og verið hef-
ur.
11. Prentarinn. Ákveðið að brot blaðs-
ins verði í A4.
12. Félagsgjöld: Samþykkt að þeir sem
taka laun eftir sveinatöxtum greiði
25 kr. á viku og aðrir félagsmenn
greiði kr. 14 á viku.
15. desember 1980
1. Bréf frá Hjúkrunarheintili aldraðra
í Kópavogi varðandi styrk. Vísað til
aðalfundar.
2. Bréf frá Föroya prentarafelag,
þakkir vegna boðs á stofnfund.
3. Bréf frá NGU vegna trygginga-
mála.
4. Bréf nr. 713 frá IGF um ráðstefn-
una í Ungverjalandi 12.— 13. maí
1981.
5. Lagðar fram tillögur FBM um
könnun á kjörum bókagerðar-
manna. Sbr. síðustu kjarasamninga
félaganna. Haldinn hefur verið
einn fundur með FÍP um málið, og
annar með fulltrúa verkalýðs-
hreyfingarinnar í Kjararann-
sóknarnefnd.
6. Samþykkt að fela starfsmönnum að
kanna heppilegt fyrirkomulag síma
á skrifstofunni svo og kaup á frí-
merkjavél.
7. Trúnaðarmannaráðskosningarnar.
Uppástungur bárust um 42 menn í
ráðið, 17 nöfn af HÍP iðnsviði. 13 af
BFÍ iðnsviði og 12 af GSF iðnsviði.
Samþykkt var að tilnefna eftirtalda
menn í kjörnefnd til að úrskurða
um lögmæti uppástungnanna:
Braga Jónsson, Herntann Aðal-
steinsson og Sigurð Guðgeirsson.
8. Forntaður gat þess að síðasta tölu-
blaði HÍP Prentarans yrði dreift til
allra félagsmanna FBM.
9. Samþykkt að fela Helga Magnús-
syni endurskoðanda að vera end-
urskoðandi FBM.
8. janúar 1981
1. Samþykkt að stjórnarfundir verði
vikulega fyrst um sinn á þriðju-
dögum kl. 16.00.
2. Samþykktur styrkur úr Sjúkrasjóði
til Ingibjargar Leifsdóttur, Blaða-
prenti.
3. Samþykktir styrkir úr Utanfarar-
og menningarsjóði GSF til þeirra
Ragnars Kristjánssonar og Ólafs
Steingrimssonar. en umsóknir
þeirra bárust GSF fyrir áramót.
Styrkurinn er veittur vegna nám-
skeiðs hjá Planeta verksmiðjunum í
Austur-Þýskalandi.
4. Samþykkt að þeir nemar sem greitt
er af til Sjúkrasjóðs njóti skyndi-
lánafyrirgreiðslu í Alþýðubank-
anunt.
5. Samþykkt fyrirkomulag inntöku-
beiðna. hvaða upplýsingar eigi að
koma þar fram. Inntökugjald
verður kr. 10 og skal mynd af við-
komandi fylgja inntökubeiðninni.
6. Eftirtaldir voru kosnir í úthlutun-
amefnd atvinnuleysisbóta: Ólafur
Emilsson, Svanur Jóhannesson og
Ársæll Ellertsson. Undir þessum lið
kom fram að þremur félagsmönn-
unt hefur verið sagt upp í Skjald-
borg á Akureyri og eru þeir kornnir
á atvinnuleysisskrá.
7. Samþykkt að reyna að efna til
annars bridgenámskeiðs á næst-
unni og ákveðið að tala við Stellu
Gunnarsdóttur þar að lútandi.
8. Samþykkt að ekki verði gefin út
félagsbréf eins og HÍP og GSF
gerðu, en þess í stað var ákveðið að
reynt yrði að gefa út Prentarann
eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði
10
PRENTARINN 1.-1.81