Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.04.2013, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 04.04.2013, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11 Fimmtudagur 4. apríl 2013 Íþróttir Handbolti: Úrslitakeppni kvenna: 4. apríl kl. 18, Vestmannaeyj. ÍBV ­ FH 4. apríl kl. 19.30, Hlíðarendi Valur ­ Haukar 6. apríl kl. 13.30, Kaplakriki FH - ÍBV 6. apríl kl. 16, Ásvellir Haukar - Valur 8. apríl kl. 18, Vestmannaeyj. ÍBV ­ FH 8. apríl kl. 19.30, Hlíðarendi Valur ­ Haukar Körfubolti úrslit: Konur: Grindavík ­ Haukar: 109­55 Kaffisetur Samfylkingarinnar 60+ í Hafnarfirði Opið hús alla fimmtudaga kl. 10-12 Strandgötu 43 Líflegar umræður um þjóðmál og allt á milli himins og jarðar. Sjáumst. Samfylkingin. Sími 414 9900 www.tekkland.istekkland@tekkland.isHoltagarðar AkureyriReykjavíkurvegurBorgartún . Samanburður á verðskrá aðalskoðunar bifreiða undir 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd, skv. vefsíðum fyrirtækjanna 1. mars 2013 8.945 9.840 9.600 Tékkland Aðalskoðun Frumherji Í samræmi við 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga auglýsir sveitarstjórn eftirfarandi niðurstöðu sína vegna breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Erindið var tekið fyrir á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 27.02.2013: Tekin fyrir að nýju tillaga Skipulags- og byggingar- sviðs að breytingu á aðalskipulaginu hvað varðar Hringbraut 16 og lóðir kring um St. Jósefsspítala. Tillagan var samþykkt í auglýsingu skv. 30. og 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010, en við nánari athugun hefur komið í ljós að engir hagsmunir skerðast og er því hægt að fara með tillöguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi sk. 2. mgr. 36. greinar sömu laga. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að farið verði með aðalskipulagsbreytinguna sem óveru- lega skv. 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: „bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að farið verði með aðalskipulagsbreytingu fyrir Suðurbæ Hafnarfjarðar dags. 27.11.12 sem óverulega skv. 2. mgr. 36. greinar skipulags­ laga nr. 123/2010.“ breyting á aðalSkipulagi HaFnarFjarðar 2005­2025 Í Fjarðarpóstinum 27. mars sl. er mjög góð og þörf hugvekja um Sólvang eftir Elísabetu Valgeirsdóttur, sem ég fagna og vil þakka. Þar kemur fram, að alger óvissa er um framtíð Sólvangs, en stjórnvöld hafa gefið í skyn, að núver andi starfsemi Sólvangs verði lögð niður, þegar nýtt öldrunarheimil efst í Vallahverfi kemst í notkun og vistmenn á Sólvangi fluttir þangað. Þegar litið er til þess, að þetta nýja heimili mundi aðeins fjölga um 5 þeim vistrýmum, sem nú eru á Sólvangi, er nánast ekkert komið til móts við þá knýjandi þörf í Hafnarfirði að fjölga verulega vistrýmum við þá öldruðu og öryrkja, sem þurfa á hjúkrun að halda á vistheimilum. Þar sem enn eru ekki hafnar framkvæmdir við öldrunar heim­ ilið á Völlum, þótt næstum þrjú ár séu liðin frá fyrstu skóflu­ stungu, ætti að mínu mati að taka til alvarlegrar umhugsunar að fresta þeim framkvæmdum, en þess í stað að ráðast sem fyrst í að hrinda í framkvæmd fyrri áformum um stækkun Sólvangs að vestanverðu við húsið. Til staðar eru teikn­ ingar af nýbyggingu við Sól vang með 40 vist rým um. Augljós ávinn ingur yrði af slíkri stækkun Sólvangs að því er varð ar verulega fjölgun vistrýma, ákjós­ anlega staðsetn ingu, aðra hag kvæmni og að halda vörð um sögu og fram tíð Sólvangs. Megi sú ógæfa aldrei gerast, að núverandi starfsemi Sólvangs verði lögð niður. Því eru Hafn­ firðingar hvattir til varnar Sól­ vangi og því ómetan lega hlutverki, sem sú merka stofn un hefur þjónað í þágu hinna öldruðu í næstum 60 ár. Tek ég undir lokaorðin í grein Elísa­ betar, að Hafnfirðingar kynni sér þetta velferðarmál aldr aðra áður en það verður of seint. Höfundur er hæstaréttar- lögmaður og fv. bæjarfulltrúi. Verjum Sólvang Árni Gunnlaugsson 6 sóttu um starf skólastjóra Víðistaðaskóla Sex einstaklingar sóttu um stöðu skólastjóra Víði staða­ skóla, sem auglýst var fyrir skömmu. Eftirtaldir sóttu um stöðuna: Anna Bergsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar, Anna Kristín Guðmundsdóttir, deildarstjóri í Víðistaðaskóla, Friðþjófur Helgi Karlsson, skóla stjóri Smáraskóla, Hrönn Bergþórsdóttir, starfandi skólastjóri í Setbergsskóla, Þorkell Ingimarsson, fv. skólastjóri, Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, f.v. skólastýra. Hefðbundið ráðningarferli er nú að fara af stað. Leikfélag Hafnarfjarðar frum­ sýnir á laugardaginn barna­ og fjölskylduleikritið Sjóræningja­ prinsessuna eftir Ármann Guð­ mundsson, einn af meðlimum Ljótu Hálfvitanna, en hann sem­ ur einnig tónlistina ásamt Guð­ mundi Svavarssyni. Leikstjóri er Lárus Vilhjálmsson. Verkið fjallar á ærslafenginn hátt um ævintýri barnanna Soffíu og Matta sem alist hafa upp hjá gistihúsinu Sporðlausu haf meyj­ unni á friðsælli eyju í Suður­ höfum allt frá því að Soffía kom þangað með dularfullum hætti sem ungabarn. Ólíkt Matta upp­ eldisbróður sínum þráir hún að lenda í ævintýrum og heldur því statt og stöðugt fram að hún sé sjóræningjaprinsessa, fóstur for­ eldrum sínum til mikillar ar mæðu. En svo gerist það eitt óveð urs kvöld að tveir grunsam­ legir náungar skjóta upp kollin­ um á Sporðlausu hafmeyjunni og áður en Soffía veit af er hún komin út á rúmsjó með stór­ hættu legum og ótrúlega heimsk­ um sjóræningjum á leið til Milljón maðkaeyju þar sem mann ætur ráða ríkjum. Næstu sýningar á verkinu eru sunnudagana 14., 21. og 28. apríl kl 14. Panta má miða á midi.is og í síma 5655900. Leikritið er sýnt í Gaflara leik­ húsinu við Víkingastræti. Sjóræningjaprinsessan kemur í Hafnarfjörð Aron Rafn í Guif Haukar og Guif í Svíðþjóð hafa gert samkomlag um félags­ skipti Arons Rafns Eðvarðssonar, markmanns Hauka, eftir yfir­ stand andi tímabil. Aron hefur gert þriggja ára samning við sænska liðið. Aron tekur með þessu skref í þá átt sem mark­ miðin hafa verið hjá honum og Hauk um síðustu ár, að Aron skipi sér í hóp þeirra bestu á heimsvísu. „Við Haukarnir sjá­ um á eftir frábærum Haukastrák úr okkar herbúðum en munum stoltir vinna með Aroni áfram á hans afreksleið, eins og öðrum af okkar drengjum. Það skarð sem Aron lætur eftir sig hjá Haukum verður vandfyllt, en Haukar eru ekki á flæðiskeri staddir í mark­ mannsmálum,“ segir í tilkynn­ ingu frá Haukum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.