Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.06.2013, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 20.06.2013, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. júní 2013 HS Veitur hf Brekkustíg 36 260 Reykjanesbæ Sími 4225200 www.hsveitur.is hs@hs.is Skrifstofuhúsnæði til leigu Laust er til leigu skrifstofuhúsnæði á 2. og 3. hæð að Bæjarhrauni 14 Hafnarfirði. Flatarmál á hvorri hæð er um 130 m2 eða alls um 260 m2. Nánari upplýsingar fást hjá: Jóni Gesti Hermannssyni eða Guðmundi Björnssyni í síma 422 5200. Á sunnudaginn verður haldið upp á 90 ára afmæli Hellisgerðis og vonast er eftir því að bæjarbúar komi í garðinn, skoði og njóti, dansi og þeir eldri rifji upp gamlar minningar. Guðrún Ágústa Guðmunds­ dóttir bæjarstjóri setur hátíðina við gamla ræðupúltið og Sara Blandon syngur. Fjölbreytt tón­ listar dagskrá verður á sviðinu við Oddrúnarbæ og þar koma fram White Signal, TutTugu, Sara Blandon, Polla pönk, Jón Jónsson og Sveinn Sigurjónsson og félagar spila á harmón­ ikkuballi. Hollvinafélag Hellis­ gerðis stendur að af mælis hátíð­ inni með styrk frá Hafnarfjarðar­ bæ. Hellisgerði 90 ára Afmælishátíð á sunnudaginn kl. 14 Þann 6. júní opnuðu 4 feðgar ásamt mökum sportbarinn All­ inn í gamla Mónuhúsinu við Stakkahraun. Þetta eru þeir Anton, Ingvar og Kristján og faðir þeirra Magnús Jónasson. Bræðurnir sjá um reksturinn og stóðu í ströngu við að standsetja húsnæðið. Að sögn Antons er húsnæðið ríflega 500 m² og hafa þeir innréttað tvær stáss stofur og poolsal með tveimur atvinnu­ mannaborðum en aðal salurinn er stór og hlýlegur. Anton segir þá bræður hafa skilgreint félögin, FH, Hauka, Álftanes, Stjörnuna og Breið blik sem sín heimalið og skreyta þeir veggi með árituð um treyjum frá þess­ um félögum auk þess sem þar má finna áritaðar treyjur frá bara daga manninum Gunnari Nelson, frjálsíþróttakonunni Ásdísi Hjálmsdóttur og hlaup­ aranum Kára Steini Karlssyni. FH og Haukamenn Fjölskyldan er þekkt Hauka­ fjölskylda en þó er einn bræðr­ anna FH­ingur. Þetta á ekki að koma að sök því markmiðið er að allir skemmti sér og njóti þess að spila pool, foosball, skák eða píluspil eða fylgjast með íþróttaviðburði á stór­ skjám. Alls er hægt að sýna frá 4 viðburðum samtímis og úr mörgu er að velja, golf, íslenski fótboltinn, álfukeppnin, hand­ boltinn og í raun það sem áhugi er fyrir hverju sinni. Lifandi tónlist Anton segir áherslu vera lagða á lifandi tónlist um helgar en inn á milli verði plötusnúðar. Á fimmtudögum er lítt reyndum trúbadorum leyft að spreyta sig en þekktir trúbadorar koma þess á milli. Gott í gogginn Opnað er kl. 11 á daginn og í eldhúsinu er nú hægt að fá pítsur, ostafingur, franskar, nachos og fljótlega bætast við hamborgarar og rif. Að sögn Antons er staðurinn hentugur fyrir hvers kyns sam­ komur, afmæli og slíkt og má nýta stássstofu eða pool salinn undir slíkt á meðan ann að fer fram í aðalsalnum. Frábærar viðtökur Viðtökurnar hafa verið langt umfram væntingar að sögn Antons og segir þá bræður himinlifandi. Samkeppni á milli staða er orðin mikil nú í Hafnarfirði en nú sé fólk farið að koma til Hafnarfjarðar enda úr þremur góðum stöðum að velja. All­in er opinn kl. 11­01 sunnudaga til fimmtudaga en kl. 11­03 föstudaga og laugar­ daga. Nýr sportbar við Stakkahraun All-in sportbar opnaði glæsilegan stað fyrir skömmu Eigendurnir Magnús, Ingvar, Anton, Jónas og Kristján. Bardagamaðurinn Gunnar Nelsson var friðsamur. Anton Magnússon. Úr Hellisgerði. Endilega kíkið á heimasíðuna okkar www.solgardur.is Opið alla virka daga frá 15.30 til 18.30 og laugardaga frá kl 13.00 til 16.00 Sól sýningargarður Óseyrarbraut 27, Hafnarfirði solgardur@solgardur.is | sími 864 5111 Erum með mold og sand og flest sem tilheyrir garðinum til sölu Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Á Bæjarhrauni 2 er rekin hæfingarstöð fyrir mikið fatlaða einstaklinga þar sem ýmissa leiða er leitað til að hjálpa þeim að tjá sig og örfa virkni þeirra á annan hátt. Kvenfélagið Hring­ urinn hefur styrkt starf semina, sem nú heyrir undir Hafnar­ fjarðarbæ, og sl. haust færði félagið stöðinni dágóða upphæð til kaupa á skyn örvunarljósröri og fleiru til að koma fyrir í sérstöku skynörv unar herbergi. Gáfu skynörvunarljósrör Hringskonur styrkja Hæfingarstöina á Bæjarhrauni Hringskonur ásamt Höllu Hörpu Stefánsdóttur, forstöðuþroskaþjálfa við afhendingu gjafarinnar. Úr skynörvunarrýminu. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.