Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.06.2013, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 20.06.2013, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. júní 2013 Tómstundaklúbburinn í Setbergi er ætlaður börnum með sérþarfir á aldrinum 9 - 12 ára (f. 2000 - 2003). Boðið er uppá fjölbreytta og skemmtilega dagskrá þar sem hver vika hefur sitt þema. Nánari upplýsingar er að finna inná sumarvef ÍTH; www.tomstund.is undir flipanum sumarvefur. Upplýsingar veitir starfsfólk Tómstundaklúbbsins í síma 664 5522. TómSTundaklúbburinn í SeTbergi Hafnarfjarðarmeistari í DORGVEIÐI Þriðjudaginn 25. júní stendur íþrótta- og tómstundanefnd Hafnarfjarðar fyrir dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju Keppnin er ætluð börnum á aldrinum 6-12 ára og eru allir á þeim aldri velkomnir og hvattir til að taka þátt. Hægt verður að fá beitu og veiðarfæri á keppnisstað. Verðlaun verða veitt fyrir flestu fiskana, stærsta fiskinn og furðufisk. Veiðibúðin við lækinn gefur glæsileg verðlaun. Siglingaklúbburinn Þytur sér um öryggisgæslu á sjónum. Keppnin fer fram á milli kl. 13.30 og 15. © H ön nu na rh ús ið e hf . L jó sm .: G uð ni G ís la so n Hafnfirska sundfólkið stór hluti af liði Íslands á nýliðnum Smáþjóðaleikum, en SH átti sjö af sextán keppendum. Þetta voru þeir Hrafn Traustason, Kolbeinn Hrafnkelsson, Aron Örn Stefánsson, Arnór Stefáns­ son, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Karen Sif Vilhjálmsdóttir. Leikarnir voru haldnir að þessu sinni í Luxembourg dagana 27. maí til 1. júní en næst verða þeir á Íslandi. Hafnfirska sundfólkið var sigursælt og fékk samtals 6 gull, 6 silfur og 4 brons, að meðtöldu boð sundi. Að auki sigraði Hrafnhildur fjórðu leikana í röð í 100 m og 200 m bringusundi og setti mótsmet í 200 m bringusundi og 200 m fjórsundi. Stelpurnar þrjár settu mótsmet í þeim boðsundum sem þær syntu. Liðið var hlutfallslega ungt og má því segja að framtíðin sé björt hjá sundfólki bæjarins og stefnir allt í það að á næstu leikum verði enn stærri hópur úr SH. SH-ingar áberandi á Smáþjóða leikunum Sjö af sextán keppendum Íslands í sundi SH-ingarnir Arnór, Ingibjörg Kristín, Hrafn, Karen Sif, Kolbeinn, Hrafnhildur og Aron Örn. Á aðalfundi Skólameistara­ félags Íslands sem haldinn var á Akureyri 4. júní sl. var Ársæll Guð mundsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði kjörinn nýr formaður. Hann tekur við af Valgerði Gunnarsdóttur fráfar­ andi skólameistara Framhalds­ skólans á Laugum í Þingeyjar­ sýslu, sem verið hefur formaður Skólameistarafélagsins frá ár inu 2009, en hún hefur verið í stjórn félagsins alls í ein þrettán ár. Valgerður var kjörin á Alþingi fyrir Sjálfstæðis flokk­ inn í Norðausturkjördæmi í síð­ ustu Alþingiskosningum og hef ur því látið af störfum sem skólameistari. Minna fé til framhaldsskóla og laun kennara dragast aftur úr Á aðalfundinum komu fram miklar áhyggjur skólameistara af stöðu mála í framhaldsskólum landsins. Frá árinu 2007 hafa fjárframlög til reksturs fram­ haldsskólanna dregist saman sem nemur 12 milljörðum króna. Nú er svo komið að fæst ir framhaldsskólar ná end­ um saman, lítið er endurnýjað af tækjabúnaði, námshópar mjög fjölmennir og yfirvinnu er haldið í lágmarki. Einnig hafa skólameistarar verulegar áhyggj ur af launaþróun kennara en vegna þess hversu mjög þeir hafa dregist aftur úr viðmiðunar­ stéttum verður æ erfiðara að manna kennarastöður. Einnig er kennarastéttin að eldast og stefnir í mikið óefni innan tíu ára ef ekki verður veruleg breyt ing á kjörum kennara almennt. „Í því samhengi er einnig nauðsynlegt að skoða vinnutímaramma kennara sem og starfstíma skóla“, segir Ársæll Guðmundsson, nýkjör­ inn formaður Skólameistara­ félags Íslands. Ársæll formaður Skólameistarafélagsins Ársæll Guðmundsson, skólameistari Iðnskólans. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Þrengingar á Strandgötu Unnið er að gerð húsagötu til að leysa bílastæðavandamál íbúa við Strand- götu sunnan Drafnar og á meðan er ekkert rými fyrir gangandi vegfarendur. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.