Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.06.2013, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 20.06.2013, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11 Fimmtudagur 20. júní 2013 Þriðjudaginn 25. júní verður hin árlega dorg veiðikeppni leikja námskeiðanna haldin við Flensborgarbryggju. Keppnin er þó opin öllum börnum á aldr in­ um sex til tólf ára. Í rúm 20 ár hefur Hafnar­ fjarðarbær staðið fyrir þessari dorgveiðikeppni og í fyrra tóku yfir 300 börn þátt. Sigurvegarinn veiddi rúmlega tíu fiska og vó þyngsti fiskur keppninnar um 500 g. Þessi keppni hefur þótt takast vel og verið ungum kepp ­ endum og sumarstarfi Vinnu­ skólans til mikils sóma. Þeir sem eiga ekki veiðarfæri geta fengið þau lánuð á keppnisstað en nóg verður til af veiðarfærum. Einnig verður hægt að fá beitu og leiðbeiningar frá starfsmönnum. Verðlaun verða veitt fyrir stærsta fiskinn, þeim sem veiða flestu fiskanna og þeim sem veiðir svokallaðan furðufisk. Leiðbeinendur íþrótta­ og leikja námskeiðanna verða með öfluga gæslu auk þess sem Sigl­ inga klúbburinn Þytur verður með björgunarbát á svæðinu. Keppnin hefst um kl. 13.30 og lýkur um kl. 15. Allir krakkar á aldr inum sex til tólf ára eru vel­ komnir og hvattir til að taka þátt. Hafnarfjarðarmeistaramót í dorgveiði Íþróttir Knattspyrna: 20. júní kl. 20, Ásgarður Stjarnan ­ FH bikarkeppni karla 21. júní kl. 19.15, Ásvellir Haukar ­ Tindastóll 1. deild kvenna A 22. júní kl. 14, Víkingsvöllur Víkingur R ­ Haukar 1. deild karla 24. júní kl. 19.15, Kaplakriki FH ­ Fylkir úrvalsdeild karla 25. júní kl. 18, Kaplakriki FH ­ ÍBV úrvalsdeild kvenna 26. júní kl. 19.15, Ásvellir Haukar ­ ÍR 1. deild kvenna A Fótbolti úrslit: Karlar: Haukar ­ KA: 4­2 Víkingur Ó. ­ FH: 0­4 Konur: Fylkir ­ Haukar: 6­0 Valur ­ FH: 5­3 Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 HAFNARFIRÐI Save Water, Drink Beer KRÓM Laugardagskvöldið 22. júní kl. 23.00 Frítt inn Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Hringtorg til trafala Oft hefur verið gert grín að öllum hringtorgunum í Hafnar­ firði en sannað hefur verið að þau fækka slysum. Íbúar innst á Völlunum er kannski búnir að fá meira en nóg af hringtorgum þegar komið er nálægt heima­ slóðum og ökumenn þessara ökutækja nenntu ekki að fara einn lítinn hring í viðbót heldur tóku krappa u­beygju og óku gegn akstursstefnu í innsta hring­ torginu. Kvarta menn yfir að ekki sé hægt að beygja beint inn að blokkunum. Kannski menn vilja bæta við einu hringtorgi? Styrkur til að græða land Landsbankinn veitti nýlega 5 milljónir kr. í umhverfisstyrki. Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs var meðal styrkþega og fékk 500 þús. kr. til að græða upp örfoka land á suðvestur­ bakka Kleifarvatns í landi Hafnar fjarð ar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.