Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.02.2011, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 25.02.2011, Blaðsíða 24
Verri en skíturinn á götunni. Það var skömmin sem ég upplifði. Sjálfsmyndin bara gjörsam- lega hrundi til grunna.“ Hvernig tókst þér að brjótast út úr þessu sambandi? „Ég veit það eiginlega ekki. Ég sagði honum að þetta væri búið. Mér liði illa og ég vildi þetta ekki. Ég væri farin og myndi ekki koma aftur. Ég vildi ekki hitta hann aftur. Þá varð hann mjög reiður og fór að grenja; sagði að ég væri svo vond við hann. Sem lét mér líða ennþá verr. Ég bar sökina algerlega á herðum mér. Það var ekki fyrr en undir þrítugt sem ég gerði mér grein fyrir því að þessi maður hafði framið glæp gagnvart mér.“ Sjálfsmyndin í molum Erla segist hafa komist ágætlega í gegnum tíunda bekk en eftir það hafi sálarlífið tekið stóra dýfu niður á við. „Ég byrjaði í fjölbrautaskóla en var þá orðin svo þunglynd að ég hætti í skólanum á annarri önninni. Ég fór líka að mis- nota áfengi á þessum tíma.“ Vissu foreldrar þínir eða vinkonur að þú hafðir verið að hitta þennan mann? „Ekki foreldrar mínir en eitthvað af vinkonum mínum. Þær voru hins vegar bara á sama aldri og ég og átt- uðu sig ekki á eðli málsins, frekar en ég. Það var svo lítil umræða um svona í samfélaginu á þessum tíma. Ég geri mér grein fyrir því núna að ég hef ver- ið orðin mjög þunglynd sextán ára.“ En þú tengdir þetta ekki saman? „Nei, ég gerði það ekki. Sjálfsmynd- in var gjörsamlega í molum. Það var enginn vilji til að vera neitt eða gera neitt. Ég hugsa að það hafi að vissu leyti bjargað mér, þótt það hafi verið erfitt, að eignast langveikt barn þegar ég var átján ára. Ég varð ófrísk sautj- án ára og þá hætti ég áfengisneyslu á staðnum. Eftir fæðingu sonar míns varð ég að standa mig og einbeitti mér að því að það yrði í lagi með þetta barn. Svo eignaðist ég annað lang- veikt barn þremur árum síðar. Það var rosalega erfiður tími. Sonur minn var mjög veikur fyrstu tvö árin. Fyrst eftir að álagið vegna veikinda hans minnkaði aðeins varð ég mjög alvar- lega þunglynd. Einn daginn sagði barnsfaðir minn við mig: „Það er eitt- hvað mikið að þér. Nú verður þú að fara til læknis.“ Þá greindist ég með þunglyndi, tuttugu og fjögurra ára að aldri. En ég sagði aldrei frá misnotkunarsambandinu hjá lækninum. Þetta var bara mín skömm og allt það.“ Við tók mikil þrautaganga. Erla fór á þung- lyndislyf en þunglyndið háði henni alltaf. „Svo kom að því að ég fór í Stígamót árið 2000. Dóra tilkynnti mér að hún væri búin að panta tíma fyrir mig. Þar settist ég niður og lýsti því hvað hefði komið fyrir. Byrjaði á því að segja: „Vin- kona mín sagði mér að koma hingað en ég veit ekki hvort ég hef nokkuð hingað að gera. En þetta kom fyrir: Þetta er það sem mér líður illa út af ... en það var náttúrlega mér að kenna!“ Í Stígamótum fékk ég að heyra að ég væri að lýsa dæmigerðum kynferðisofbeldismanni. Þar gerði ég mér grein fyrir því að þessi at- burðarás hafði ekki verið fimmtán ára barninu að kenna, heldur fullorðna manninum sem átti ekki að gera svona.“ Kærði án árangurs Sálrænna og líkamlegra afleiðinga nauðgun- arinnar varð strax vart hjá Dóru. „Ég varð þunglynd og þjáðist af áfallastreituröskun. Ég var mjög viðbrigðin, var hvumpin, grátgjörn, pirruð og reið. Það sem fólk kallar kannski að vera skapvond. Mér fannst enginn skilja mig. Endurupplifanir þjökuðu mig. Ég þoldi ekki að heyra ákveðna tónlist eða finna ákveðna lykt, þá leið mér illa. Þegar ég heyrði tónlist með Elvis Presley eða fann lykt af ákveðnu exemkremi, sem hann notaði, þá umturnaðist ég. Fljótlega eftir nauðgunina fór ég að þjást af meltingartruflunum.Ég gekk á milli sérfræð- inga á þessum tíma. Það var alltaf eitthvað að. Mér leið illa. Ég hafði verki, var svefnlaus og þreytt.“ Árin liðu. Dóra lauk stúdentsprófi árið 1995 og útskrifaðist sem sjúkraliði 1996. Árið 1991 kynntist hún fyrrverandi eiginmanni sínum, Ragnari Pétri Péturssyni, og eignaðist þrjú börn með honum. „Ég var heppin að kynnast góðum manni en þetta var mikil þrautaganga. Árið 2000, þegar ég var nýbúin að fæða yngri dóttur mína, var ég að vinna á Landspítalanum. Á einni vaktinni brotnaði ég saman. Þá var ég að vinna með konu sem þekkti vel til þessara mála og hún benti mér á að til væru samtök sem hétu Stígamót.“ Hafðirðu ekki heyrt um þau áður? „Jú, en fannst þau kannski ekki vera fyrir mig. Mér fannst ég ekki falla neins staðar inn. En ég hringdi strax daginn eftir, fékk viðtal og þá fór allt í gang. Ég var í viðtölum hjá þeim í ár. Þar fékk ég fyrst staðfestingu á því að þetta hefði verið raunverulegt og að þetta hefði verið ofbeldisglæpur. Að þetta tengdist ekkert kyn- lífi. Að þetta tengdist ekkert minni persónu. Ég væri ekki leiðinleg, ógeðsleg eða ljót.“ Hafðir þú talið þér trú um það? „Já, maður reynir að leita allra skýringa á því af hverju einhverjum dettur í hug að koma svona fram við mann. Maður leitar þá skýringa hjá sjálfum sér og kemst að þeirri niðurstöðu að maður hafi verið ljótur og leiðinlegur og átt þetta skilið. Það stóð nú samt ekki lengi yfir.“ Dóra kærði brotið árið 2000, eftir að hafa sótt viðtöl hjá Stígamótum. „Ég ákvað það sjálf að kæra og fékk stuðning frá Stígamótum. Starfsmenn þeirra hvetja fólk samt hvorki né letja til að kæra. En ég fékk mér lögfræðing og gekk í gegnum það ferli. Ég þurfti að bíða lengi eftir niðurstöðu. Svo tjáði lögfræðingurinn mér að ríkissaksóknari teldi sannanir ekki nægar til að byggja upp mál. Það voru mjög mikil vonbrigði. Gerandinn hafði haldið því fram að þessar tvær árásir hefðu ekki verið árásir. Við hefð- um bara haft samfarir tvisvar sinnum þetta kvöld með mínu samþykki. Hann hefði komið heim glaður og þetta hefði bara verið venjulegt kvöld. Svo var þetta bara búið. Búið að afgreiða málið og ég sat ennþá uppi með skömmina. Nokkuð sem mig langaði virkilega til að skila.“ Finnst þér þú ennþá upplifa skömm? „Í raun og veru ekki. En mig langar samt að fá réttlætinu fullnægt. Maðurinn þarf ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Þetta er fjöl- skyldumaður í dag. Ég sit eftir með allar af- leiðingarnar af þeirri ákvörðun sem hann tók. Hann tók þá ákvörðun að beita ofbeldi. Þess vegna finnst mér að hann þurfi að svara fyrir þetta.“ Brotnaði niður þegar gerandinn kom inn Erla sótti einstaklingsviðtöl og hópmeðferð í Stígamótum á meðan hún var búsett í Kópa- vogi. „Þá var ég nýskilin og það var rosalega erfitt að vera einstæð móðir með tvö langveik börn og alvarlegt þunglyndi. Ég bjó fjarri for- eldrum mínum og ömmu og afa sem hafa allt- af verið mitt sterka bakland og ómetanlegur stuðningur. Þetta var afar erfiður tími bæði fyrir mig og börnin mín. Það er eiginlega það sem ég er mest reið og sár yfir í dag, hvað þetta tekur mann á stundum frá börnunum einhvern veginn. Þó svo að drengirnir mínir séu dug- legir og frábærir einstaklingar og stelpunum gangi vel með sitt, þá hefur þetta svo víðtæk áhrif á manns nánustu og það er sárt. Svo kynntist ég núverandi manninum mín- um, Karsten, við fluttum á Sauðárkrók og gift- um okkur 2002. Við eignuðumst dóttur árið 2003 en þá fékk ég fæðingarþunglyndi. Það sama gerðist þegar ég eignaðist yngstu dóttur mína 2004 en þó ekki eins mikið.“ Á Sauðárkróki vann Erla á kassa í Kaupfélag- inu. Þar varð hún tvisvar fyrir þeirri óskemmti- legu reynslu að maðurinn sem hafði misnotað hana kom inn í verslunina en hann var þá ekki lengur búsettur á staðnum. „Mér brá svo mikið þegar ég sá hann koma inn. Ég missti alla stjórn, fraus gjörsamlega og brotnaði svo niður. Ég rétt náði að hlaupa fram í fyrra skiptið og út í hitt skiptið áður en tárin fóru að renna. Þessi viðbrögð komu mér svo á óvart því ég hélt að ég hefði ágætis stjórn á hlutunum. En svo var ekki. Þarna gerði ég mér grein fyrir því að ég yrði að fara að vinna aftur í þessum málum.“ Lögum samkvæmt er refsivert að tæla barn, yngra en 18 ára, til samræðis eða annarra kyn- ferðismaka, með blekkingum eða gjöfum. Erla hefði getað kært brotið en nú er það fyrnt og í hennar tilfelli er gerandinn látinn. „Það er ástæða fyrir því að svona brot varða við lög. Á ensku kallast það „statutory rape“ þegar full- orðinn einstaklingur hefur samræði við barn undir lögaldri. Þetta hefur víðtækar og slæm- ar afleiðingar. Þetta er hreinræktað ofbeldi. Þessu fylgir sjálfsniðurbrot. Ég hef átt svo erfitt með að koma sökinni yfir á þann sem á hana. Ég sé það alveg skýrt hvað þetta er glæp- samlegt þegar ég lít á hvaða fimmtán ára ung- ling sem er og sé fyrir mér þrítuga manneskju „í sambandi“ við þennan ungling. En að heim- færa þetta yfir á sjálfan sig og skila skömminni þangað sem hún á heima er flóknara þegar maður á sjálfur í hlut. Sektarkenndin er svo rosalega sterk og erfið tilfinning.“ Var það léttir fyrir þig að maðurinn skyldi deyja? „Ég veit það ekki. Það komu upp mjög erfið- ar tilfinningar, líka af því að ég kannast aðeins við fjölskylduna hans. Ég fann til með þeim en mér fannst svo erfitt að geta ekki hugsað mér að segja „ég samhryggist“. Mér fannst að það myndi vera hræsni. Lát hans var erfitt að því leytinu til að ég hefði viljað geta skrifað honum bréf og sagt honum hvað hann gerði mér. En á móti var það léttir því það hefur alltaf hvílt á mér að ég skyldi ekki gera mér grein fyrir þessu og kæra eða segja frá. Ég hugsa ennþá: Hversu margar fleiri fór hann svona illa með? Af því að ég veit nú þegar um eina og hef óstað- festan grun um aðra. Það er mjög trúlegt að það séu miklu fleiri.“ Glímir enn við afleiðingarnar Eftir að Erla flutti norður fór hún í sjálfshjálp- arhóp hjá Aflinu á Akureyri og segir það hafa hjálpað sér mikið. Lífsins tilviljanir höguðu því þó þannig að hvert áfallið af öðru reið yfir. „Ég greindist með vefjagigt og stuttu eftir það létust tveir nánir fjölskyldumeðlimir, amma mín og frændi, með rúmlega árs millibili. Það kom að því að ég brotnaði gjörsamlega saman. Gat ekki farið í vinnuna, lá bara í rúminu og grét í marga daga og vikur. Læknirinn minn skipaði mér að fara í sjúkraleyfi. Nú væri kom- inn tími til að ég fengi hjálp. Þegar amma dó talaði ég við prestinn á staðnum og spurði af hverju í ósköpunum ég höndlaði þetta svona illa. Þá spurði hún mig hvort ég væri með eitt- hvað fleira á bakinu sem ég hefði ekki unnið úr. Málið er að þegar maður er með svona reynslu á bakinu þá á maður erfiðara með að höndla önnur áföll í lífinu. Þau taka meira á mann og maður nær illa að vinna úr þeim. Ég var orðin svo klár í að loka og læsa tilfinningarnar niðri en það kemur því miður harkalega í bakið á manni.“ Fyrir ári greindist Erla með kvíða og áfalla- streituröskun ofan á þunglyndið og vefjagigt- ina. „Ég hef verið hjá sjúkraþjálfara, geðlækni, sálfræðingi, starfsendurhæfingarráðgjafa og farið í Kristnes í endurhæfingu. Þannig að af- leiðingarnar af kynferðisofbeldi eru ýmsar. Þær hafa áhrif á alla í kringum mann; börn þolandans, maka, foreldra og alla fjölskylduna. Það tekur svo rosalega langan tíma að vinna úr þessu. Mér finnst ég reynd- ar hafa unnið úr atburðinum sem slík- um. Það eru afleiðingarnar sem ég er ennþá að takast á við. Það sem sjálfs- hjálparhóparnir í Stígamótum og Afl- inu hafa gert fyrir mig er að mér finnst orðið miklu auðveldara að tala um þetta. Maður nær að átta sig á því að maður er ekki eitthvað klikkaður eða skrítinn. Þetta eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegri reynslu. Það er mér mikil- vægt að geta nýtt þessa slæmu reynslu til góðs og það er ein ástæðan fyrir því að ég vil vinna að þessu verkefni, að fá Stígamót á staðinn.“ Verð aldrei útskrifuð Dóra hefur svipaða sögu að segja. „Árið 2002 fór ég til gigtarlæknis sem greindi mig með vefjagigt. Flestar kon- urnar í þeim sjálfshjálparhópum sem ég hef verið í hafa greinst með vefj- agigt. Það virðast vera tengsl þarna á milli, þótt ég viti ekki um neinar rann- sóknir sem styðja það. Maður verður þreyttur, pirraður og argur við sína. Þetta bitnar á manns nánustu. En sem betur fer sést þetta ekki á manni út á við.“ Dóra og barnsfaðir hennar skildu eftir tólf ára samband og segir Dóra að þunglyndi hennar hafi tekið sinn toll af sambandinu. „Ég var ein í þrjú ár, flutti aftur heim á Sauð- árkrók og fór þá að vinna í sjálfri mér og finna innri ró. Árið 2005 urðu kaflaskil hjá mér. Þá losnaði ég undan þunglyndinu og hef ekki fundið fyrir sjúklegu þunglyndi síðan þá, þótt auðvitað eigi maður sína daga eins og flestir. Árið 2006 hóf ég samband við seinni manninn minn, Árna Jónsson, og eignaðist fjórða barnið mitt með honum tveimur árum síðar. Lífið er að verða eins gott og það getur verið.“ Í janúar 2010 blossuðu gömlu áfallastreitu- einkennin upp aftur. Dóra sótti námskeiðið „kynbundið ofbeldi, vanræksla og ill meðferð“ við Háskólann á Akureyri og þá rifjaðist allt upp fyrir henni á ný. „Eftir fyrstu tvo dagana í skólanum hætti ég að sofa og varð pirruð. Á þeim tíma var ég að vinna í sjálfri mér hjá Aflinu og var í skólanum. En ég varð að fara á þriðja staðinn til að „laga mig“, þannig að ég leitaði til sálfræðings. Þetta var mjög erfitt vor. Ég varð eiginlega ekki söm aftur fyrr en um haustið. Það kom mér á óvart hvað ég gat fallið langt niður aftur. Þá áttaði ég mig á því að ég yrði aldrei útskrifuð. Þetta mun fylgja mér alla ævi. Það er alltaf hægt að ná vissri sátt en maður losnar aldrei undan þessu.“ Finnst þér þetta vera óuppgert? „Já, og mér finnst að vissu leyti erfitt að fylgj- ast með fréttaflutningi, eins og af biskupsmál- inu. Ég samgleðst Sigrúnu Pálínu og þessum konum innilega með að fá uppreisn æru og að kirkjan sé að viðurkenna þetta. En þetta er það sem mig langar að fá. Ég hef svo mikla þörf fyrir viðurkenningu á því að ég hafi ekki verið geðveik í öll þessi ár. Ég geri mér grein fyrir því að ég mun sjálfsagt aldrei fá hana.“ Þegar Dóra hugsar til baka segist hún samt vera þakklát fyrir þessa reynslu. Það hljómar kannski skringilega en ástæðan er einföld: „Vegna þess að ég væri ekki stödd þar sem ég er í dag nema fyrir þessa reynslu. Ég vil ekki breyta leiðinni sem ég fór vegna þess að þá ætti ég ekki það sem ég á í dag. Ég er þakklát fyrir þetta þótt ég hafi aldrei náð að fyrirgefa.“ Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is Nýtt meðferðarúrræði og Rann- sóknarmiðstöð fyrir ofbeldi Hinn 21. mars verður kynnt til sögunnar glænýtt úrræði fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Akureyri. Sigrún Sigurðardóttir er doktorsnemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, ásamt því að vera í hlutastarfi hjá Starfsendur- hæfingu Norðurlands á Akureyri. „Þetta er þverfaglegt með- ferðarúrræði fyrir þolendur kyn- ferðisofbeldis, það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, en ég kynntist þessu í Noregi,“ segir Sigrún. Verkefnið er rekið af Starfsendur- hæfingu Norðurlands og styrkt af Starfsendurhæfingarsjóði VIRK. Um er að ræða dagskrá fyrir tólf konur í tíu vikur. „Konurnar mæta alla virka daga kl. 10-12 í fjöl- breytta dagskrá, t.d. sálfræðihóp, sköpunar- og tjáningarhóp, jóga og fræðslu um líkamsvitund, næringarfræði o.fl. Eftir hádegi verður annað hvort viðtal við sálfræðing eða geðlækni eftir því hvað hentar hverri konu. Svo verður djúpslökun, hreyfing og svokölluð sálvefræn meðferð þar sem unnið er með líkama og sál. Eftir að verkefninu lýkur fylgi ég hópnum eftir í tvö ár.“ Þar að auki var Rannsóknar- miðstöð gegn ofbeldi opnuð núna í vikunni en Sigrún er einn forsprakka hennar. „Markmið Rannsóknarmiðstöðvar gegn ofbeldi er að útrýma öllu ofbeldi, einkum gegn börnum, og ofbeldi í nánum samböndum. Þessum markmiðum hyggjumst við m.a. ná með samvinnu við samsvar- andi stofnanir og félög hérlendis og erlendis og með því að standa fyrir ráðstefnum og málþingum til að útbreiða þekkingu á ofbeldi og afleiðingum þess. Einnig ætlum við að standa að námskeiðum um ofbeldi fyrir ýmsa hópa, opna heimasíðu og veita styrki til rannsókna á ofbeldi.“ Nánari upp- lýsingar má finna á www.ofbeldi. is <http://www.ofbeldi.is> Sigrún Sigurðardóttir „Mark- mið Rannsóknarmiðstöðvar gegn ofbeldi er að útrýma öllu ofbeldi, einkum gegn börnum, og ofbeldi í nánum samböndum.“ 24 viðtal Helgin 25.-27. febrúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.