Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.02.2011, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 25.02.2011, Blaðsíða 27
E f ég á að vera alveg hreinskilinn, þá höfum við enga ferska slóð að fylgja akkúrat núna.“ Þetta viðurkenndi Stig Edquist, sem stýrir rannsókninni á morðinu á Olof Palme, á blaðamannafundi sem sænska lögreglan hélt á mánudag. „En ég er sannfærður um að við fáum fullt af vís- bendingum í dag, það er yfirleitt svoleiðis eftir svona fundi.“ Hann sagði einnig að í gegnum tíðina hefðu 130 manns játað á sig morðið á Olof Palme en aldrei hafi framburður þeirra reynst trúverðugur. Edquist er fjórði maðurinn sem stýrir rann- sókninni, sem er fyrir löngu orðin sú lengsta og dýrasta í sögu Svíþjóðar. Hann hefur gegnt því starfi í 14 ár og viðurkennir að vinnan reynist oft þung í vöfum. Engu að síður segist hann enn hafa von um að finna morðingjann. „Þegar við höfum ekki lengur eina einustu vís- bendingu að vinna með, þá verður [rannsókn- inni] hætt. En sá tími er ekki enn kominn.“ Banvæn bíóferð Olof Palme var skotinn til bana í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir miðnætti 28. febrúar 1986, þar sem hann var á göngu heim úr bíói ásamt Lisbeth eiginkonu sinni. Á mótum Sveavägen og Tunnelgatan kom maður aftan að hjónunum og skaut Palme einu skoti í bakið. Hann skaut aftur og sú kúla straukst við bakið á Lisbeth. Eftir þetta hljóp maður- inn sinn veg. Olof Palme var lýstur látinn við komuna á sjúkrahúsið nokkrum mínútum síðar. Hann hafði þá verið forsætisráðherra Svíþjóðar í alls 11 ár. Morðið markaði djúp spor í sænska þjóðar- sál og vakti mikla athygli erlendis. Fyrir marga Svía hefur morðmálið viðlíka þýðingu og pólitísku morðin á John F. Kennedy og Mahatma Gandhi. Vandræðagangur í lögreglu- rannsókninni og hneykslismál sem fylgdu í kjölfarið hafa lifað lengi í samfélagsumræðunni. Dæmdur og sýknaður Einn maður hefur verið sóttur til saka fyrir morðið. Eitur- lyfjafíkillinn Christer Pettersson var dæmdur í lífstíðar- fangelsi í héraðsdómi í Stokkhólmi í júlí 1989 en sýknaður í hæstarétti sama ár, vegna skorts á sönnunargögnum og mis- taka við vitnaleiðslur. Hann lá undir grun allt þar til hann dó árið 2004, án þess að ný sönnunargögn fyndust sem dygðu til að taka málið upp á ný. Þremur árum eftir andlát Petterssons kom fram bréf frá honum, til þáverandi kærustu hans, þar sem hann viðurkenndi fyrir henni að hafa framið morðið. Það þótti hins vegar ekki nógu áreiðanlegt sönnunargagn til að taka af allan vafa. Í gegnum tíðina hafa komið upp ýmsar samsæriskenningar. Ein sem gekk fjöllunum hærra var sú að sænsku hægriflokk- arnir, sem mislíkaði hvað Olof Palme sýndi Bandaríkjunum lítinn áhuga og samstarfsvilja, hafi látið ryðja honum úr vegi. Með þeirri sögu fylgdi gjarna að sænska lögreglan hefði verið með í ráðum. Þannig mætti útskýra slæleg vinnubrögð lög- reglunnar, meðal annars að lögreglumenn á vettvangi hefðu látið hjá líða að girða af morðvettvanginn svo klukkutímum skipti. Herdís Sigurgrímsdóttir 130 hafa játað á sig morðið Á mánudaginn kemur eru 25 ár liðin frá því sænski forsætisráðherr- ann Olof Palme var myrtur. Rannsóknin heldur áfram svo lengi sem einhver von er um að finna morðingjann, segir sænska lögreglan. Bröns alla laugardaga og sunnudaga Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is Verð aðeins 1.795 með kaffi eða te Fimm tímar í viku – hreinsun, liðleiki og styrkur 3 tímar – jóga, liðleiki og öndun 2 tímar – léttar styrktaræfingar í tækjasal Tímar kl. 17:30 Þjálfari er Sigríður Guðjohnsen NORDICASPA 28 daga hreinsun með mataræði og hreyfingu WWW.NORDICASPA.IS Hjá okkur nærðu árangri! Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Lúxusnámskeið NORDICASPA fyrir konur og karla 4 vikna Á námskeiðinu hreinsum við líkamann af óæskilegum eiturefnum, aukum getu hans til að vinna rétt úr fæðunni, aukum liðleika og styrk og komum þér af stað í nýjan lífsstíl! Ertu að glíma við: • Mataróþol • Matarfíkn og sykurlöngun • Maga- og ristilvandamál • Verki og bólgur í liðum • Streitu, þreytu og svefnleysi • Þunglyndi • Aðra lífsstílssjúkdóma Lúxusnámskeið hefst 7. mars 28 daga hreinsun hefst 14. mars Verð kr. 34.900 Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is – Lifið heil Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is ÍS LE N SK A /S IA .I S /L Y F 5 35 00 0 2/ 11 KALSÍUM, MAGNESÍUM OG SINK – uppbyggjandi og slakandi Mikilvæg næringarefni til að viðhalda almennri heilsu. Kalsíum fyrir tennur, taugar og vöðva- samdrátt. Magnesíum hjálpar til við fótaóeirð og er vöðvaslakandi. Sink er fyrir ónæmiskerfið. Hver myrti Olof Palme? Sænski forsætisráðherrann var myrtur fyrir 25 árum en lögreglan heldur áfram að rannsaka málið. Helgin 25.-27. febrúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.