Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.02.2011, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 25.02.2011, Blaðsíða 20
NISSAN JUKE Framhjóladrifinn, sjálfskiptur, 1.6 bensín, eyðsla 6,3 l/100km, CO2 losun 145 g/km. 3.850.000 kr. / 44.221 kr. pr.mán.* NISSAN QASHQAI 5 manna 4WD, sjálfskiptur, 2.0 bensín, eyðsla 8,2 l/100km, CO2 losun 189 g/km 4.990.000 kr. / 57.227 kr. pr. mán.* *Mán.greiðsla m.v. 30% útb. og bílasamning í 84 mán. Nýr Nissan X-Trail er stærri og rúmbetri en flestir bílar í sama flokki. Þessi vinsæli jeppi er nú fáanlegur í nýrri og uppfærðri útgáfu. Kraftmikil dísilvél, sjálfskipting, eitt fullkomnasta fjórhjóladrif sem völ er á, þráðlaus símabúnaður, skriðstillir, fullkomin hljómflutningstæki og aksturstölva er allt staðalbúnaður í Nissan X-Trail. Kíktu til okkar og reynsluaktu nýjum Nissan X-Trail. Allar nánari upplýsingar á www.nissan.is DÍSIL Verð frá: 5.990.000 Eyðsla: 7.1 l/100 km CO2 losun: 188 g/km INGVAR HELGASON og B&L • Sævarhöfða 2, sími 525 8000 facebook.com/nissanvinir E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 7 3 0 21 cm undir lægsta punkt NISSAN NOTE 1.4, eyðsla 5,9 l/100km, CO2 losun 139 g/km. 1.6, eyðsla 6,6 l/100km, CO2 losun 159 g/km. Frá 2.490.000 kr. / 28.870 kr. pr. mán.* Á standið á kvenlækningadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss hefur farið versnandi á undan- förnum árum þar sem sparnaður í rekstri, helgarlokanir og úr sér gengin tæki hafa komið niður á þjónustu við sjúklinga. Ekki er gert ráð fyrir kvennadeild í nýrri Land- spítalabyggingu en að mati Jens A. Guð- mundssonar, yfirlæknis kvenlækninga á Landspítala, er húsnæði starfseminnar alltof þröngt og krefst verulegra úrbóta. „Spítalinn leggur áherslu á aukna göngudeildarþjónustu á kvennadeild en því fylgir engan veginn viðunandi hús- næði. Hér eru öll skoðunarherbergi yfir- bókuð og löng bið á göngudeild. Einbýli á legudeild eru fá fyrir veikt fólk og aðstaða til að taka á móti aðstandendum óviðun- andi.“ Húsnæði kvennadeildar var byggt árið 1974 fyrir fé úr landssöfnun kvenna en sumarið 2009 var helmingur fæðingar- deildar tekinn í gegn. Eftir stendur hálfur gangur sem áður var vökudeild en hann nýtist starfseminni illa, meðal annars vegna þess að sjúklingarúm komast ekki inn um dyrnar. Á kvenlækningadeild hafa ekki verið gerðar endurbætur í mörg ár. Ekki bara hagræðing Kvenlækningadeildin veitir þjónustu við konur á fyrstu þremur mánuðum með- göngu og þær sem glíma við kvensjúk- dóma og krabbamein í kvenlíffærum. Í eitt og hálft ár hefur deildinni verið lokað um helgar í sparnaðarskyni. „Afleiðing- arnar eru miklu lakari þjónusta við konur með bráðatilfelli, svo sem utanlegsfóstur, eggjaleiðarabólgur eða sprungnar blöðrur á eggjastokkum. Nú þurfa konur að bíða lengur eftir þjónustunni nema um mjög alvarlegt ástand sé að ræða. Áður var hægt að veita hraðari og betri þjónustu um helgar,“ segir Jens og bendir á að jafn- vel þótt náðst hafi góður sparnaður með helgarlokun hafi það líka valdið óhagræði. „Þetta skapar vandamál fyrir sjúklinga sem við þurfum þá að útskrifa fyrr en ella eða flytja á aðrar deildir Landspítala. Slíkt veldur miklu raski og skapar aukna vinnu því best er auðvitað að hafa sam- fellda þjónustu á sömu deild. En auðvitað stefnum við fólki ekki í hættu.“ Verri nýting skurðstofa Jens segir að með helgarlokun sé nýting skurðstofa einnig takmörkuð. Flóknar aðgerðir séu framkvæmdar fyrripart vik- unnar svo að sjúklingarnir geti útskrifast fyrir helgi. Seinnipart vikunnar sé hægt að gera miklu færri aðgerðir. Á skurðstof- um kvenlækninga eru gerðar yfir 2.000 kvenækningaaðgerðir á ári, en stór hluti þeirra fer fram með kviðsjártækni sem krefst dýrs tæknibúnaðar. Einnig eru langflestar fóstureyðingar á landinu gerðar á kvenlækningadeildinni. Jens telur mesta þörf á endurnýjun á mikilvægum tækjabúnaði, bæði fyrir göngudeildarþjónustu og skurðstofur. „Ómskoðunartækin hér eru af ódýrustu gerð og þau eru orðin gömul. Við þurfum nauðsynlega betri myndgæði til að geta gert nákvæmari sjúkdómsgreiningar í grindarholi kvenna. Þessi tæki eru eins og hægri hönd læknisins í dag,“ segir Jens og bendir á að enginn þrívíddarsónar sé til á kvenlækningadeild en hann sé nauðsyn- legur fyrir valin tilfelli þótt hann þurfi ekki að vera í stöðugri notkun. Á kvenlækningadeild sé brýn þörf á að minnsta kosti tveimur nýjum óm- skoðunartækjum sem samtals kosta um 13 milljónir króna. Einnig bráðvantar nýtt leghálsspeglunartæki sem notað er við greiningu og meðferð frumubreytinga og krabbameins í leghálsi, en slíkt tæki kostar um fimm milljónir króna. Þóra Tómasdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Bráðatilfelli þurfa að bíða um helgar Innanbúðarfólk á kvenlækningadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss er ugg- andi yfir erfiðum aðstæðum. Jens A. Guðmundsson yfirlæknir segir meðal annars að brýnt sé að deildin fái nýrri og fullkomnari tæki til afnota. Fyrrverandi og núverandi starfsmenn kvenna- deildar Landspítalans stofnuðu styrktarfélagið Líf í árslok 2009 en þá höfðu sængurlegudeild og meðgöngudeild nýlega verið sameinaðar í sparnaðarskyni. Aðstandendur félagsins telja nauðsynlegt að ráðast í meiriháttar úrbætur, meðal annars á loftræstingu, rafmagni og vatns- lögnum í húsinu og standa fyrir landssöfnun til að ljúka við ókláraðar framkvæmdir. Í sjón- varpsútsendingu á Stöð 2 hinn 4. mars verður safnað fyrir tækjakaupum og stórbættri aðstöðu á kvennadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Safnað fyrir tækjum Jens A. Guðmundsson, yfirlæknir kvenlækninga á Landspítalanum. Ljósmynd/Hari 20 fréttir Helgin 25.-27. febrúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.