Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.02.2011, Síða 20

Fréttatíminn - 25.02.2011, Síða 20
NISSAN JUKE Framhjóladrifinn, sjálfskiptur, 1.6 bensín, eyðsla 6,3 l/100km, CO2 losun 145 g/km. 3.850.000 kr. / 44.221 kr. pr.mán.* NISSAN QASHQAI 5 manna 4WD, sjálfskiptur, 2.0 bensín, eyðsla 8,2 l/100km, CO2 losun 189 g/km 4.990.000 kr. / 57.227 kr. pr. mán.* *Mán.greiðsla m.v. 30% útb. og bílasamning í 84 mán. Nýr Nissan X-Trail er stærri og rúmbetri en flestir bílar í sama flokki. Þessi vinsæli jeppi er nú fáanlegur í nýrri og uppfærðri útgáfu. Kraftmikil dísilvél, sjálfskipting, eitt fullkomnasta fjórhjóladrif sem völ er á, þráðlaus símabúnaður, skriðstillir, fullkomin hljómflutningstæki og aksturstölva er allt staðalbúnaður í Nissan X-Trail. Kíktu til okkar og reynsluaktu nýjum Nissan X-Trail. Allar nánari upplýsingar á www.nissan.is DÍSIL Verð frá: 5.990.000 Eyðsla: 7.1 l/100 km CO2 losun: 188 g/km INGVAR HELGASON og B&L • Sævarhöfða 2, sími 525 8000 facebook.com/nissanvinir E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 7 3 0 21 cm undir lægsta punkt NISSAN NOTE 1.4, eyðsla 5,9 l/100km, CO2 losun 139 g/km. 1.6, eyðsla 6,6 l/100km, CO2 losun 159 g/km. Frá 2.490.000 kr. / 28.870 kr. pr. mán.* Á standið á kvenlækningadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss hefur farið versnandi á undan- förnum árum þar sem sparnaður í rekstri, helgarlokanir og úr sér gengin tæki hafa komið niður á þjónustu við sjúklinga. Ekki er gert ráð fyrir kvennadeild í nýrri Land- spítalabyggingu en að mati Jens A. Guð- mundssonar, yfirlæknis kvenlækninga á Landspítala, er húsnæði starfseminnar alltof þröngt og krefst verulegra úrbóta. „Spítalinn leggur áherslu á aukna göngudeildarþjónustu á kvennadeild en því fylgir engan veginn viðunandi hús- næði. Hér eru öll skoðunarherbergi yfir- bókuð og löng bið á göngudeild. Einbýli á legudeild eru fá fyrir veikt fólk og aðstaða til að taka á móti aðstandendum óviðun- andi.“ Húsnæði kvennadeildar var byggt árið 1974 fyrir fé úr landssöfnun kvenna en sumarið 2009 var helmingur fæðingar- deildar tekinn í gegn. Eftir stendur hálfur gangur sem áður var vökudeild en hann nýtist starfseminni illa, meðal annars vegna þess að sjúklingarúm komast ekki inn um dyrnar. Á kvenlækningadeild hafa ekki verið gerðar endurbætur í mörg ár. Ekki bara hagræðing Kvenlækningadeildin veitir þjónustu við konur á fyrstu þremur mánuðum með- göngu og þær sem glíma við kvensjúk- dóma og krabbamein í kvenlíffærum. Í eitt og hálft ár hefur deildinni verið lokað um helgar í sparnaðarskyni. „Afleiðing- arnar eru miklu lakari þjónusta við konur með bráðatilfelli, svo sem utanlegsfóstur, eggjaleiðarabólgur eða sprungnar blöðrur á eggjastokkum. Nú þurfa konur að bíða lengur eftir þjónustunni nema um mjög alvarlegt ástand sé að ræða. Áður var hægt að veita hraðari og betri þjónustu um helgar,“ segir Jens og bendir á að jafn- vel þótt náðst hafi góður sparnaður með helgarlokun hafi það líka valdið óhagræði. „Þetta skapar vandamál fyrir sjúklinga sem við þurfum þá að útskrifa fyrr en ella eða flytja á aðrar deildir Landspítala. Slíkt veldur miklu raski og skapar aukna vinnu því best er auðvitað að hafa sam- fellda þjónustu á sömu deild. En auðvitað stefnum við fólki ekki í hættu.“ Verri nýting skurðstofa Jens segir að með helgarlokun sé nýting skurðstofa einnig takmörkuð. Flóknar aðgerðir séu framkvæmdar fyrripart vik- unnar svo að sjúklingarnir geti útskrifast fyrir helgi. Seinnipart vikunnar sé hægt að gera miklu færri aðgerðir. Á skurðstof- um kvenlækninga eru gerðar yfir 2.000 kvenækningaaðgerðir á ári, en stór hluti þeirra fer fram með kviðsjártækni sem krefst dýrs tæknibúnaðar. Einnig eru langflestar fóstureyðingar á landinu gerðar á kvenlækningadeildinni. Jens telur mesta þörf á endurnýjun á mikilvægum tækjabúnaði, bæði fyrir göngudeildarþjónustu og skurðstofur. „Ómskoðunartækin hér eru af ódýrustu gerð og þau eru orðin gömul. Við þurfum nauðsynlega betri myndgæði til að geta gert nákvæmari sjúkdómsgreiningar í grindarholi kvenna. Þessi tæki eru eins og hægri hönd læknisins í dag,“ segir Jens og bendir á að enginn þrívíddarsónar sé til á kvenlækningadeild en hann sé nauðsyn- legur fyrir valin tilfelli þótt hann þurfi ekki að vera í stöðugri notkun. Á kvenlækningadeild sé brýn þörf á að minnsta kosti tveimur nýjum óm- skoðunartækjum sem samtals kosta um 13 milljónir króna. Einnig bráðvantar nýtt leghálsspeglunartæki sem notað er við greiningu og meðferð frumubreytinga og krabbameins í leghálsi, en slíkt tæki kostar um fimm milljónir króna. Þóra Tómasdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Bráðatilfelli þurfa að bíða um helgar Innanbúðarfólk á kvenlækningadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss er ugg- andi yfir erfiðum aðstæðum. Jens A. Guðmundsson yfirlæknir segir meðal annars að brýnt sé að deildin fái nýrri og fullkomnari tæki til afnota. Fyrrverandi og núverandi starfsmenn kvenna- deildar Landspítalans stofnuðu styrktarfélagið Líf í árslok 2009 en þá höfðu sængurlegudeild og meðgöngudeild nýlega verið sameinaðar í sparnaðarskyni. Aðstandendur félagsins telja nauðsynlegt að ráðast í meiriháttar úrbætur, meðal annars á loftræstingu, rafmagni og vatns- lögnum í húsinu og standa fyrir landssöfnun til að ljúka við ókláraðar framkvæmdir. Í sjón- varpsútsendingu á Stöð 2 hinn 4. mars verður safnað fyrir tækjakaupum og stórbættri aðstöðu á kvennadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Safnað fyrir tækjum Jens A. Guðmundsson, yfirlæknir kvenlækninga á Landspítalanum. Ljósmynd/Hari 20 fréttir Helgin 25.-27. febrúar 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.