Prentarinn - 10.03.1990, Side 3

Prentarinn - 10.03.1990, Side 3
Núll - mínus - plús - Um forsendur kjarasamnings og afleiðingar Kjarasamningur sá er Félag bókagerðarmanna hefur nú nýlega gert, er í grundvallaratriðum frá- brugðinn samningum fyrri ára. Svo sem menn muna var, í maí 1983, launa- vísitalan afnumin af þáverandi ríkisstjórn. Flest- um er það Ijóst að endurheimt þessarar vísitölu næst ekki nema með órofa samstöðu allrar hreyfingarinnar. - Samstöðu sem hingað til hef- ur ekki verið mynduð. Hér skal það fullyrt að or- sök þess að ekki hefur verið krafist að launavísi- talan yrði tekin upp aftur sé andstaða nokkurra helstu forystumanna verkalýðshreyfingarinnar. - Þeir eru einfaldlega búnir að reikna sig inná sjónarmið atvinnurekenda. Kjarasamningar undanfarandi ára hafa gilt í 12 til 14 mánuði og falið í sér launabreytingar uppá 8-20%. Þegar svo er athugað hver sé kaup- máttur launanna núna kemur í Ijós að hann hefur lækkað talsvert síðustu misserin. Það ætti því engan að undra að leitað sé annarra og væntan- lega betri leiða. Hvort þessi leið sem nú var valin og verið er að fikra sig eftir er sú rétta er ekki Ijóst og verður það ekki fyrr en á síðari hluta ársins. En með þeim tryggingum sem í samningnum eru þá er þessi leið tilraunarinnar virði. Hvað varðar launalið kjarasamningsins hlýtur barátta félagsins ávallt að vera sú að freista þess að auka og tryggja kaupmátt umsaminna launa sem best. Svo lengi sem við höfum ekki launa- vísitöluna virka, verðum við að reyna að ná sem bestri kaupmáttartryggingu með öðrum hætti. í því efni skiptir formið alls engu máli - heldur ár- angurinn sem næst. Þar sem Ijóst er að aðferðin til kaupmáttartryggingar, sem notuð hefur verið undanfarin ár, hefur ekki reynst sem skyldi þá eigum við að reyna aðrar aðferðir, jafnvel þó þeim fylgi viss áhætta - ef sýnt er að séu til hagsbóta ef forsendur standast. Á undanförnum árum höfum við lengstum bú- ið við 20-30% verðbólgu. Kaupmáttarrýrnun sem af hefur leitt hefur ekki tekist að vega upp í kjarasamningum. Því miður hefur verkalýðs- hreyfingin látið sig hafa það að búa við virka lánskjaravísitölu á sama tíma og launavísitalan er bönnuð. Þannig höfum við búið við þverrandi kaupmátt og þar á ofan sífellt þyngri greiðslu- byrði allra okkar fjárskuldbindinga. Sá árangur sem treyst er á að náist með þessum samningi er nánast óbreyttur kaupmáttur, stöðugt verðlag og það sem e.t.v. mestu máli skiptir fyrir flesta - veruleg lækkun vaxta og verðbólgu. Eða skyldu einhverjir félagar telja hag okkar betur borgið með stöðugum og verulegum verðhækkunum, áframhaldandi 9-14% raun- vöxtum auk lánskjaravísitölunnar og viðvarandi 30% verðbólgu? Enn sem komið er hafa ein- ungis nafnvextir lækkað, auk verulegrar hjöðn- unar verðbólgunnar, krafan er að sjálfsögðu sú að einnig komi til raunvaxtalækkun sem og að forsætisráðherra standi við marg gefið fyrirheit þess efnis að lánskjaravísitalan verði afnumin jafnskjótt og verðbólgan verður komin undir 10% á sex mánaða tímabili. Þeir fjölmörgu sem eru með mánaðarlegar af- borganir af verðtryggðum lánum hafa nú þegar orðið varir við áhrif þessara samninga í vaxta- málunum. Nú fer vaxta- og verðbótahlutinn lækkandi öfugt við það sem áður var. Standist forsendur og markmið samningsins er Ijóst að afkoma verkafólks verður betri en hún hefði orðið með fyrra samningslagi. Bresti hins vegar forsendurnar og náist ekki samkomulag á nýjum grunni þá verður samningurinn laus 1. des. n.k. 10. mars 1990 - Þ. G. PRENTARINN - málgagn Félags bókageröarmanna • Útgefandi FBM Hverfisgötu 21 • Ritstjóri: Þórir Guöjónsson • Prentsmíð, prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi • Letur: Times og Helvetica • PRENTARINN 1.10.90 3

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.